Freyja - 01.09.1905, Qupperneq 22

Freyja - 01.09.1905, Qupperneq 22
c$i§2> Barnakio. Undir Lönguhlíð. Klukkan var aö ganga níu um morguninn þegar ég kom út á hlaðiö, tilbúinn aö fara meö ærnar, haföi nestiö mitt vaftö innan í rauöan klút, og mjólkurglas í vasanum. Húsbóndinn kom til mín og sagði: Eg held aö það sé bezt aö þú farir með œrnar inn und- ir Lönguhlíö“. Mér þótti vœnt um þetta því undir Lönguhlíð er gott yfirsetu pláss, en samt játaði ég því drœmt og ólundarlega. Ég var í hálf vondu skapi.mér haföi verið lofaö, aö í dag skyldi ég fá aö fara í kaupstaðinn, meö ullina mína, en nú haföi húsbóndinn breytt feröa áætluninni og ég varð auövitað að láta mér þaö lynda. Ullin mín var að vísu ekki nema eitt ærreifi, og nokkrir upp- týnislagöar, en mér fannst það töluvert mikiö. Það var fyrsta peninga viröið, sem ég eignaðist, og fyrir það ætlaði ég að kaupa vasaklút, axlabönd og ýmislegt fleira, sem ég þarfnaöist. Ég stanzaöi á hlaðinu og horfði til veöurs, ég var að hugsa um hvort ég œtti aö taka mcð mér regnkápugarminn. Veðrið var svo undur fallegt, himininn skafheiðríkur, aö eins endur og sinn- um komu hvítir smáskýjaflókar fram undan hádegishnúknum. Þeir liöu hægt eftir blátæru himinhvolfinu þvert yfir dalinn og boöuðu þurk og sunnanvinda, Ég afréö því að láta kápuna eiga sig, en gekk í hægöum mínum fram og upp á kvíjaból. Stúlkurnar voru að enda viö að mjólka, föturnar með fvrirmjöltinni stóðu í röð á kvíja veggnum. Ég lagði böggulinn minn á kampinn en hallaöi mér upp við dyragrindina og horföi yfir kvíjarnar. Ein stúlkan komst nú í færi með aö mjólka fratnan í mig, og ylvolg mjólkur- bunan kom beint á kinnina á mér. Ég lét, sem ég tæki ekki eftir því, en þaö varð aö eins til þess að ég fékk aðra engu minni, og þá fylgdi skellihlátur frá öllum stúlkunum. Ég sneri mér nú aö stúlkunni sem haföi áreitt mig, þaö var Tóta, hún var tveimur árum eldri en ég, okkur kom vanalega vel saman, þó við stríddum hvort ööru, þá varö aldrei neitt illt úr því.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.