Freyja - 01.09.1905, Qupperneq 20

Freyja - 01.09.1905, Qupperneq 20
44- FREYJA VIII 2. .... Þaö er átakanlegt aö sjá sumar aumingja konur fá hrylling .í sig viö sogunni í Freyju, þó aö andlitin á þeim sjálfum séu með niöur hangandi kynnar og allslausum augnakvörmum.......Nanna. .. .. Með þessurn iíiíum læt ég þig vita, að ég er í þeirra tölu, sem eru meö því, að sagan ,,Heimili Hildu" haldi áfram aö koma út í Freyju, því rnér lfkar sagan vel. Það eru líklega þeir, sem helzt þyrftu að heyra hana sem sízt þola hana. Freyja er yfir það heila tekið mjög kœr komin á mitt heiinili..... —Halldóra Bjarnason, Winnipegoses. .. . .Nágranna kona mín ein segist hafa Freyju ,,upp á treat“. Ég vona það sé ekki frá þér, því hún lætur ekkert tœkifæri hjá líða að spilla fyrir henni og telja öðrum trú um að hún sé óheiSarlcg. Sjálf les hún hana ávallt en í laumi..Sigr. Sigurðsson Ég get ekki stillt mig um að hripa þér fáeinar línur bœði til að votta þér þakklæti mitt fyrir starf þitt í þarfir okkar kvennanna, og einnig til að láta þig vitá að ég er í tölu þeirraósmekkvísu, sem óska að sagan í Freyju haldi áfram að koma út. Ég er ekki hissa á því þó Freyja fái hnútur frá einstöku mönnum, slíkt er í mínum augum ljósasti votturinn um að starf þitt er að bera ávöxt. Og þó aö þessi kynslóð hafi hvorki vilja né þrek til að fœra sér kenningar þínar í nyt, þá munu ókomnar kynslóðir sjá og meta gildi þeirra og blessa starf og minningu þína... — Sigríður Jónsson, Tantallcn. . . . .Ég sem kaupandi Freyj : óska eftir að sagan „Heimili Hildu“ haldi áfram að koma út í blaðinu. . . ..—Solveig Thorvaldsson, Winnipeg. . . . . .í hámingju bœnum, áfram með „Heimili Hildu“.....—h)ag- björt 'fhorsteinsson, Point Róberts. Nokkur bréf hafa komið síðan þann 15. þ. m., sem ekki er hœgt að koma að, én þau eru öll með sögunni. Samkvœmt þessu hlýtur sagan að halda áfram.—Ritstj.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.