Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 6

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 6
30- FREYJA VIII. 2. in uröu aö listigörðum, hvaðanoefa heyröist hljóöfœrasláttur, ung- legar söngraddir og,,geisha‘‘ eða dansmeyjarnar sveigöust fim- lega eftir hljóöfallinu, og aðrir léku allskonar íþróttir í lausu lofti. Japanskir ljósberar köstuðu töfrandi kynja glampa á fólk, og skrautlegar flugvélar. Glaðleg kvennandlit gœgöust hér og þar út á milli píláranna á loftsvölum uppi og hálfopna glugga, þar sem þœr sætu skrafandi og hlœgjandi eins og þær þekktu hvorki synd né sorg. Þessi hluti borgarinnar er byggður þeim konum, sem á vesturlöndum eru kallaðar fallnar. Hér þekkist það orð ekki, og þœr búa undir vernd stjórnarinnar. Engar konur eru þangað teknai' nema með samþykki foreldra og vandamanna þeirra. Or- sakirnar til þangað komu þeirra, eru eins og annarsstaðar í heim- inum mismunandi. Stundum þörf á fé til að hjálpa veiku eða ör- vasa skylduliði, stundum örþrifsráð og miskilin von um betri lífs- kjör. Ekki fylgir fyririitning né drykkjuslark vesturlandanna þeirri stöðu,og oft kemur það fyrir að stúlkur giftast þaðan heiðar- legum mönnum og verða eftir það heiðarlegar konur. Allar konur í Japan láta sér mjög annt um hár sitt, hirða það vel og halda því til á allar lundir, því þykir vænna um það en flesta aðra hluti. En næst því er hinn svo kallaði Obi. Það er mittislindi úr mismunandi dýru efni, eftir því sem efnahag hlut- aðeigenda er varið. Oftast er hann úr skrautlitu silki,stundum gull- ofnu og borgar ríka fólkið stór summur fyrir hann. Reyna kon- urnar sig á því að knýta hann í sluffu á mjög svo smekklegan og listfengan hátt. I borginni Tokio er aldrei drykkjuskaparslark eða háreisti á götum úti hvorki á nótt né degi. Geta konur og börn farið þar ferða sinna á öllum tímum óáreitt í orði eða verki. Þar eru engin spilahús, dryggjuknœpur né óregluhús af neinu tagi, að fráskyldu ,, Yoshiwara, “ sem áður er sagt frá, nœsta ólíkt því er á sér stað í stórborgum vesturlandanna. Oft hefi ég spurt sjálfann mig.hvort þessi ein staki friður og regla hjá Japönum sé sprottinn af því að þeir standi á hœrra siðmenningarstigi, og að stjórnvizka þeirra sé meiri en vestur-landa þjóðanna ?

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.