Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 15

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 15
VIII. 2. FREYJA 39í „Þessi systir heitir Margrét og á heima í Chicago hjá móður sinni, “ hélt Imelda áfram án þess að svara spurningu hans. ,,Já, hjá móður sinni, “ svaraði pilturinn —-með sérstakri áherzlu á orð inu si/ini, og um leið hvarf gleðisvipurinn af andlitihans. Imeldasá og hryggðist við og Alica þóttist nú vita að piltur þessi væri bróðir Margrétar Leland vinstúlku Imeldu. ,,Eg er nýkomin frá Chicago þar sem ég af hendingu kynntist þeim mœðgum. Eg á engan betri vin en Margrétu og þekki engar göfugri og hreinhjartaðri konur en þœr mœðgur, og stoltur má sá maður vera, sem getur talið sig í frœndsemi við slíkar konur, “ sagði Imelda með talsverðri geðs- hrœringu, eins og hún væri að verja mál þeirraframmi fyrir manni, sem öllum mönnum fremum hefði átt að dœma þær sanngjarnlega. Ungmennið sá hvað hún fór og sagði stillilega: ,,Eg skal með á- nœgju nota mér boð yðar innan skamms. “ Alica þakkaði en Im- elda kvaðst kunna honum margt að segja sem hann ætti að vita. Með það kvaddi hann þær. En er Alica lét í Ijósi löngun sína til að vita hvað orðið hefði af stúlkunni, bauðst hann tii að fylgja þeim þangað og þáðu þær það feginsamlega. En er þangað kom, fréttu þau að stúlkan hefði verið flutt blóðug og meðvitundarlaus í nœsta hús meðan aðrir hefðu hlaupið eftir iœkni. Alica kvaðst rmmdifara þangað, því engum væri skyldara en sér að hjálpa henni, þar eð hún hefði átt—þó óviljandi, þátt í siysinu. Þar skyldi þá Osvald við þær, en þeim var af öðrum kunnugri fylgt heim að húsinu og gjört boð fyrir ungfrú Wallace,því það hefðu verið þær systur, sem réðu því, að sjúklingurinn var þangað fluttur. Þeim var fylgt inn í stofu og boðið sæti meðan þær biðu. Eftir litla stund kom ungfrú Wal- lace og heilsaði þeim vingjarnlega og boetti svo við: ,,Mér er sagt að þér hafið verið í vagninum, sem fór yfir stúlkuna?“ ,,Já, það er því miður rétt. Einhverjir drengir köstuðu stein- um í hestana okkar svo þeir fældust, “ svaraði Alica um leið og þær stóðu upp til að taka kveðju hennar. Ungfrú Wallace var ung, dökkhærð og dökkeyg, fremur há og þó sérl.ega vel vaxin, röddin þýð og framkoma hennar öll hin prúðasta. ,,Og meiddist engin yðar?“ sagði hún og horfði á þœr ávíxl. ,,Nei, engin. Við sluppum með hrœðsluna einungis. En er aumingja stúlkan mikið meydd, og veit nokkur hver hún er?

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.