Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 16

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 16
40. FREYJA VIII. 2. ,,Nei, af fötuin hennar lítur út fyrir íiö hún sé vinnustúlka og þó ber svipurinn vott um betri daga og nokkra menntun. Hva'ö mikiö hún er meidd.er enn þá óvíst,aöööru leyti en því aö hún hefir býsna stórt sár á höföinu og er handleggsbrotin, en lœkirinn held- ur aö hún lifi, ef hún hefir ekki kostast innvortis. Ilún lítur út fyrir aö vera nýstaöin upp úr legu, og er enn þá meövitundarlaus. Ég skildi systur mína eftir hjá henni meöan ég fór ofan“. Þaö var anöheyrt aö hún œtlaöist ekki til aö þœr teföu sig lengi, én Imeldu fór hér sem fyrri þennan sama dag. Henni fannst hún endilega hafa séö þetta andlit og jafnvel heyrt þenna málróm, en hvar, vissi hún ekki. Alica var í þann veginn aö fara. Idún gaf nafn sitt og heimilis númer, því hún sagöi sér þ ndist hún aö nokkru leyti, þó óbeinlínis orsök í þessu slysi og ef það reyndist al- varlegt.áliti hún skyldu sína aö gjöra eitthvaö fyrir sjúklinginn. Þeg- ar hér var komiö, gat Imelda ómögulega setiö á sér lengur, hún sneri sér aö stúlkunni og sagöi: ,,Ég verö að biöja yöur aö fyrir- gefa forvitni mína.en mig langar svo mikiö til aö vita hvað þérheit- iö“. Stúlkan brosti ogdökku augun leiftruöu af glettni. ,,Þaö ereins auöveitt bæn eins og hán er lítil. Ég heiti Edith Wallace". ,,Edith Wallace systir Wilburs Wallace, “ sagöi Imelda spyrj- and'a. Augnablik horföi Edith á gest sinn. ,,Þér eruð þó aldrei Imelda Elhvood, “ sagöi hún. ,,Ég er Imelda Ellwood, “ svaraöi Imelda og þaö var nóg. Edith tiaug í fang hennar og kyssti hana eins og hún heföi kysst elskaöa systur. ,,\Vrilbur hefir oft sagt mér frá þér, en af því hann gaf okkur ekki áritun þína uröum viö aö bíöa þolinmóðlega eftir þér. Og nú ertu loks komin og vertu velkomin ? Og þessi kona er náttúrlega konan sem þú átt heiina hjá, “ bætti hún viö og sneri sér til Alicu. Imelda kvað svo vera og kynnti þær nú á vanalegan hátt. Eftir þaö baö Edith þœr aö dvelja lengur jafnvel þó hún yröi aö skifta sér á milli þeirra og sjúklingsins, því nú yröi hún aö fara aö vita hvaö lceknirinn segði. Imelda bað aö lofa sér aö veröa meö, því sér fyndist hún skulda henni meira en frarnkvœmdarlausa hluttekning, þar eö hún heföi þó óviljandi verið orsök í slysinu, þar til og meS væri hún vön vi’5 aö stunda sjúklinga og gœti þess vegna orðiö aö liöi. (Frh.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.