Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 7

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 7
VIII. 2. FREYJA 3l- Hjónaskilnaður. Eftir S. B. BenedictssoK. (Framhald.) Iljónabands málefniS er ef til vill þýöingarmesta málefniö á dagskrá hins menntaða heims. Þaö er undirstaðan undir þeirri byggingu, sem nefnist þjó^félag, og innibindur vísindi, trúarbrögö, stjórnfræði, lög, líf og það sem er allra helgast og þýðingarmest fyrir lífið—frelsi. ! . , í eöli sínu er hjónabandið prívat samningur milli þeirra per- sóna er hlut eiga aö máli, þeirra, sem segulmagn ástarinnar hefir dregið saman,— sameinað. Og á þenna veg líta lögin í rau'n og- veru á það, þar sem hjónaskilnaðarlög hafa náð viðúrkenn- ingu, því þau eru einungis verk ins verslega valds, þvert ofan j kröfur hins andlega. ' - Meðal fornþjóðanna var hjónabandið skoðað sem borgaraleg- Ur samningur að eins, og prestastéttin með sinn guðdómlega mór- al komst þá ekki aö. í stjórnartfð Marcus Auralius kom kfóna í fyrsta sinn í rómverzkri stjórnartíð fram fyrir dómstólana meö kvennlögmann sér til aðstoðar, og baö um hjónaskilnað og vernd fyrir dýrslegum og grimmum eiginmanni. Mál hennar vakti mikla furðu og eftirtekt, en kvöð hennar var veitt. Þegar Con- stantine gjÖrði alla Róm kristna með laga ákvæði, vorU réttindi kvenna úr gildi numin, og konum neitað um að vera skyni gæddar verur. Það meiga því konur þakka kristindómnum, að hafa þurft að heyja margra alda stríð fyrir því, aö vera af lögunum viður- kenndar gœddar mannlegri sál, eins og karlmenn. Nú eru þrír fjórðu allra hjónaskilnaða veittir fyrir beiðni kvenna, sem bendir á það að kröfur þeirra eru teknar til greina nú orðið í þeirra málum, og bendir líka á það að hjónabandið fer ver með þær en karlmenn, sem er óefað tilfellið og sem skulu færð rök fyrir síðar í þessari grein, Réttindi kvenna til hjónaskilnaðar hafa fengist í gegnum dómstóla „vantrúar mannanna" en ekki kyrkjuna. Katólska og

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.