Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 18

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 18
42. FREYJA VIII 2. unum okkar hefir svo heppilega sagt—og þá talaöi hann af sínu eigin ! 5. Annars er ekki sýnilegt aö greinarhöf. hafi séö annaö sér- lega athugavert viö þetta háttalag, en aö margir bœndur vœru svo gjöröir aö þeir kynnu illa viö að vera skyldir eftir heima á kvöldin\ Mikill dœmalaus manneðlis og siöfrœðingur er hann nú oröinn blessaöur !! í 35. nr. Eögbergs er þýdd grein með fyrirsögninni ,,Hvernig konuefnið á aö vera“. Greinin er allgóö þó hún fari ekki djúpt í sakirnar. Ég vildi minna stúlkurnar á aö snúa henni upp á karl- mennina í aöalatriðunum og vega þá á sömu vog og þeir eiga aö vega þœr. En um fram allt vil ég minna þær á aö reyna haldinyrði þeirra, og varlega trúa þeim manna sem hngsunarlaust lofar, því reynzlan hefir sýnt, aö flestir slíkir menn svikja jafn léttilega og þeir lofa. Áreiöanlegheit í oröi og verki eru undirstöðu atriði allra heilla eins í baráttu einstaklinga, sem heilla þjóða. Annars datt mér í hug, að ef engir menn giftust, nema þeir, er ættu skiliS að fá eins góðar stúlkur og Lögbergs greinin bendir á, þá mundi ekki verða margt út á hjónabandið aö setja. En þaö er í stúlknanna valdi aö sjá um það. BALDUR. Baldur er venju fremur fjörugur um þessar mqndir. Það er aö honum allt annar keimur en verið hefir. Meiri fréttir og betur sagðar, meiri fróöleikur og betur sagður. Hann hefir líka fengið séra M. J. Skaptason fyrir ritstjóra. Freyja óskar báðum til lukku. LEIÐRÉTTING VIÐ ,,ARGYLE“. Úr þessum kafla í síðasta hefti Freyju hafa fallið nokkur orð úr 8. línu frá byrjun téðrar greinar. Fólk er vinsamlega beðið að bera saman og minnast þess að sú setning á aö vera sem fylgir: ,,Til hœgri handar glittir í gegnum ,,laufgar limar“ á lítiö vatn, sem er að norðan verðu við hœöina“. ATKVŒÐAGREIÐSLAN. Úrslitin á atkvæðagreiðslunni viðvíkjandi sögunni í Freyju

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.