Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 10

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 10
34- FREYJA VIII 2- hinum tinnu dökku augum lians og tennurnar læstu sig djúpt í neðri vör hans, en ekkert orð lýsti því báli sem bjó þá í huga lians. Imeldu hafði hann ekki séð síðan kvölðið góða, liún hafði forðast hann, og hann hafði ekki hugrekki til að mæta henni. Af sömu ástæðu forðaðist hann einnig að koma í herbergi konu sinnar, og rar það heppilegt f'yrir heilsu hennar. Þetta var lika í fyista skifti sun hann sá hana síéan hún fékk ráð og rænu. Hafi hún saknað hans,lét hún það aldrei í ljósi en sennilegast er að hún hafi alls ekki liugsað neitt um fjarveru hans. Svo þegar hún sá hann þannig óforvarandis greip hana fyrst ákafur hjart,- sláttur,og svo stóð þetta líffæri kyrt eins ogeitthvert óútseigjanlegt farg hefði allt í einu fergt Það. Það var stein hljóð, nema hvað Norma litla hélt áfram að klappa pabba sínum og gefa til kynna fögnuð sinn með þessurn fullnægjandi orðum: ,,Pabbi, pabbi!“ Altð barnið í fanginu tók hann tvö eða þrjú spor í áttina til Alicu, en fátið sent á. hana kom og hendin nppiétt, eins og til að banda honum frá,sýndi ótvíiæðilega óttann sem greip hana. Hann stanzaði og svipur hans varð þeim ráð- gáta,—Var það sorg, vonbrigði ? Ilann setti barnið á gólfið, kyssti litla andlitið og sagði: ,,Enginn kærir sig um pabba,“ og með það fór hann út. Þær Imelda og Alica hrukku báðar við.Röddin svo var breytt.við- kvæm og sorgleg, svo ólík því sem verið hafði. Alica brast í grát og næsta hálftíma á eftir átti Imelda fullt í fangi með hana, og börnin sem hentu leikföngum sínum og fóru einnig að gráta, afþví að móðir þeirra gjörði það. Og þó Westcot liefði ekki ætlað að hryggja með komu sinni, sárnaði Imeldu, að hann skyldi voga sér að koma inn til þeirra á með- an Alica var ekki orðin nógu hraust, Smám saman gjörðist Alic i rólegri og sofnaði litlu síðar. Þegar hún var sofnuð gekk Imelda út að uppsprettulindinni í garðinum til að svala, sér í kvöldloftinu.og bað- aði þar hendur og andlit. Kvöldið áður hafði hún verið með Norman, sem sýndi henni annað bréf er hann hafði fengið frá Wilbur. í bréfi því lét Wilbur ánægju sína í ljósi yfir vali Imeldu og yfir manninum sjálfum, eins og hann kom fram í biéfum hans, Imelda þráði að sjá. þessa tvo menn saman, sem voru svo líkir í þvf að vera ólíkir öðrum mönnum. Nú vissi Norman líka að Wilbur hefði einu sinni átt heima f Harrisburg, það fékk hann að vita gegnum bréf þessa nýja vinar síns, og þó það kæmi honum á óvart,þá kom það Imeldu ekki síður á óvart því henni hafði hann aldiei sagt frá æskustöðvum sínum, oggaf fyrir þvi, þá ástæðu.að Sasquehanna dalurinn hefði svo lítið af geðfeldum endurminn-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.