Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 24

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 24
FREYJA VIII. 2. 4». gæti gjört henni til ills. Svo fór ég aö hugsa um sjálfan mig, mér fannst ég eiga svo ósköp bágt. Aö vera munaðarlaus, eiga hvorki fööur né móöur, engan sem þótti vænt um mig, gat nokkuÖ verið verra ? Aö vísu var fólkiö>ekki vont við mig. Húsbóndinn ávítaði mig sjaldan og konan baröi mig aldrei. En á viðmóti þeirra fann ég alltaf að þau vissu að ég var ómagi, og enginn var góður við mig, og engum þótti vœnt um mig. Eg átti að gjöra allt fyrir alla, en enginn gjörði neitt fyrir mig. IIví var fólkiö aö brigzla mér um það að ég væri niöursetningur, kalla mig ómaga, gustukaskepnu, og. þar fram eftir götunum? Gat ég að því gjört að ég miss.ti foreldra mína ? Eg var komjnn ,á sjöunda ár þegar mamma. mjn dq, ég mundi vel eftir henni, mundi aÖ hún hafði Veriö góð viö migog huggað.tnig þegar illa lá á mér, en ég vissi að hana .fengi ég ekki, aö sjá framar fyr en hjá guöi, en V.ví hafði hanu ekki tekið mig líka, „syid ég gæ.ti fengiö að vera hjá henni ? Ég fór að gráta. Ég fyrirvarð mig hálfgjör.t fyrir að gr.áta, þáð yar s;vo ómyndárlegt, en nú sá enginn það iiema Glói minn, sem -gekk við hliðina á mér, hanri Íeit af ogtil á mig með dökku augunum sínuih og mér fannst aö hanii mundi skilja það aö iíú lcegi illa á niér, og mér þótti vænt um hann fyrir þaö, og ég smá seildist til aö klappa á höfuðið á honuin. Ég var kominn á fjórtánda ár, og égvonaðist eftir að geta nú bráðum fariö aö vinna fyrir mér. Ég hresstist töluvert viö að hugsa til þess, en svo mundi ég eftir því hvað ég var h'till ogkrafta- laus, og fólkiö sagði að ég yrðj aldrei til neins, Aftur runnu tár- in' niður kinnarnar á mér. Svona gekk það alla leið inn undir Lönguhlíö. Þegar þangaö var komið flej göi ég mér niður í grasiö. Þar var landslag þannig, 4ð efst var hamrabelti svo œrnar komust óvíða upp af brúninni, en fyrir neðan var grasbrekka, en neðan undir henni víðivaxin holt pg mýrarsund á milli, Þaðan gást yfir allan daljnn og út á fjörð,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.