Freyja - 01.08.1906, Page 3

Freyja - 01.08.1906, Page 3
IX. i. FREYJA ungu landi helgar spor. Bind þú, Vínlands sögusafn, sigurkran« um íslenzkt nafn. Ingólfs þjóð, með þrek og dáö, þetta nýja fósturláö hvetur þig aö vanda verk, vertu sönn og djörf og sterk, réttu brœöra hug og hönd heim á forna móöurströnd. Göfugt frœ úr Gunnars mold gylli blómum Vesturfold. MINNI VESTURHEIMS. Eftir .S'ig. Júl. Jóhannessou. Vér mœtumst sem brœöur hvert einasta ár frá átthögum Gunnars og Snorra, og fellum þá allir í einingu tár við altari minninga vorra, frá ættstofni misstir af austrœnni fold, sem einstœöir kvistir í framandi mold. Já, einstœðir kvistir,— en þrautseigir þó, og þaö skulu tímarnir sýna, aö flestar þær greinar, sem fátœktin hjó af frumviöi, gæfan mun tína úr afréttar-móa í skrúögrænan skóg. Hún skapar oft frjójörð með tárum og plóg. Og þá skal vort menningar laufríka lim þér ljóshimins ylgeisla vinna, og þá skalt þú rumska viö óvœntan ym —við endurris vonstjarna þinna, þá stendur þú hljóö yfir staöfestri von, og styöst eins og móöir viö þroskaðan son.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.