Freyja - 01.08.1906, Side 7

Freyja - 01.08.1906, Side 7
IX. i. FREYJA 7 Fáleikisá ágerðist meira og meira, þar til ég þóttist alvegviss um að hafa í einhverju brotið á móti honum og þótti mér það slæmt. Þannig liðu nokkrir dagar, mér var að verða óbærilegt aðverameð honum en fór þó af vana, því allt af kom hann. Loksins fór ég til mömmu og sagði henni alla söguna. ,,Veiztu ekki, barn, að manninum er farið að þykja vœnt um þig og að það er meira en tími tii kominn að þú hugsir þig um hverju þú eigir að svara hon- um, “ sagði mamma. Eg var sem steini lostin og er hrædd um að ég hafi ekki borið mig hetjulega, því mér var nú reyndar vel til hans, og vildi fyrir engan mun sœra hann, en samt gat ég ekki hugsað til að eiga hann og það sagði ég mömmu. Gamla konan las þá yfir mér all langan lestur og sagði mér á- lit sitt á stúlkum, sem spiluðu á tilfinningar manna, og var ekki trútt um að mér fyndist ég eiga það að nokkru leyti skilið, þó ég hins vegar vissi að ég hafði alls ekki syndgað af ásetningi. Ég gat ómögulega beðið mömmu að hjálpa mér, hún var svo œgileg í reiði sinni, enda fannst mér hún þvo hendur sínar af mér og segja með Pílatusi: ,,Sjá þú sjálf fyrir því. “ Mér varð ekki svefnsamt þá nótt né þær nœstu á eftir fyrir umhugsun um það, hvernig ég œtti að komast úr klípu þessari. Ég áleit mig alls óhæfa til að giftast meðþví líka að ég elskaði hann ekki og hefði þess vegna gert honum eins rangt og sjálfri mér með því að eiga harin. Éghafði oft heyrt talað um að fáir menn tækju því vel að stúlkur bœðu þeirra. Sannfærð um að ráðningmömmu á skapbrigðum vinar míns vœri rétt, ásetti ég mér að verða fyrri til, án þesseinusinniað athuga hvað ég mundi til bragðs taka ef hann stœðist nú þessa þraut. Ég var svo viss um að hann gerði það ekki, og svo'skrif- aði ég þá bréfið. Um það er bezt að segja sem fæst og eins hvern- ig mér gekk að skrifa það. En aldrei hefi ég rekið mig á það eða neitt úr því síðan og ræð ég af því að hann hafi brennt það strax. Sama kvöldið og hann hlaut að hafa fengið bréfið mitt, mætti ég honum á almennum mannamótum þar sem við vorum oft vön að hittast ef við ekki komum þangað saman. Ég gleymi aldrei augatilliti hans, þegar hann fyrst tók eftir mér, né hversu hann forðaðist mig það kvöld. Ég œtla heldur ekkert að segja um líðan mína né hvað ég skammaðist mín fyrir að hafa skrifað það, máske

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.