Freyja - 01.08.1906, Side 15
IX. i.
FREYJA
»5
skyldi nó þegja. En aumingja maöurinn varö enn þá rau'öari í
framan af ofraun yfir því aö reyna aö sýnast þaö, sem hann
eldci var. Hann var nú sannfœröur um, aö ég væri brjáluð, en
liélt þó, að ég heföi fullt vit með köflum. Þetta heyrði ég liann
hvísla að frúnni rétt áður en þjónustustúlkan kom inn með
teið.
Já, reyndar var Nancey Oklen nú fært te í ofurlitlum egg-
mynduöum bolla ásamt ótal öðrum fínindis réttum, á silfur-
bakka. Og nú fyrst varö ég hrædd um að ég myndi koma upp
um sjálfa mig. Svo ég sagöist ekki vera neitt svöng, og þó veit
guö, aö mig langaöi í þetta allt saman, því ég hafði ekkert
smakkaö síöan snemma í morgun. Frúin sendi þá þjónustu-
stúlkuna út og mataöi mig sjálf og ég lét mig hafa það, að
drekka þannig úr bollanum, og boröa þó nokkuð með.
Ég var nú reyndar mest að hugsa um það, hvernig ég ætti
að komast i burtu, en rétt í því opnuðust dvrnar og inn kom —
liver heldur þú, Tcm Dorgen? Ekki nema stóri feiti maöurinn,
sem þú tókst úrið af í morgun—úriö_, sem augnablikið þaö arna
gekk svo hátt í barmi niínum. Ég var nærri búin að missa nið-
ur bollann ,svo varð mér bilt viö þegar ég sá hann. En frúin
bað mig að vera rólega, það væri bara hann--------Hér þagn-
aði hún alveg ráöalaus Það gat ekki verið hann pabbi
minn, því biskupinn var það, en svo var hann þó maðurinTi
liennar og hún var á þessu augnabliki mamma mín. Hver gat
hann þá verið?
,.Gott kvöld, biskup. Sæl, Henrietta, þú hefir komið
snemma heim af leikhúsinu,“ sagði hann, hálf loðmæltur, þvi
hann hafði bætt við sig síðan um morguninn, þó hann gengi
eins teinréttur og sjálfur biskupinn. „Ó “ sagði hann er hann
sá mig. „Ungfrú—ég hefi séð hana, þó ég muni ekki hvað hún
heitir, Henrietta.“
„Ungfrú — ungfrú Morison — ættingi minn,“ laug frúin
eins og ekkert væri um að vera.
„Hvers vegna lcailar maðurinn hann pabba minn biskup?“
„Þei, þei. Það er bara spaug, er ekki svo, Edward!“ sagði
hún og hló ráðalevsislega.
„Jú, víst er það spaug—að mæta svona fallegri stúlku
heima hjá sér,“ sagði Edward qg hló tröllalega. Og ég segi
það satt, að ég átti bágt að mega ekki hlægja líka — að því,
hvað frúnni veitti létt að Ijúga, og hvað biskupinn tók út af þvi
að veröa að taka þátt í ósannindunum. Ég sá. svo vel, að hún
trúði manni sinum ekki fyrir vandræðum mínum.
„Ó, því kalla ég hann biskup.“ tók Edward fram í og hló
svo hjartan’ega, að mér var meira en nóg boðið. ^