Freyja - 01.08.1906, Blaðsíða 17

Freyja - 01.08.1906, Blaðsíða 17
IX. i. FREYJA 17 > P j ÓLI OG INGA. Fólkið var að búa sig undir samkomuna og börnin voru að æfa sig í að hlaupa. Hópur af jafnaldra drengjum og stúlklum runnu eftir slétta grasfletinum og urðu ýfnsir fyrstir. Ekki voru það æfinlega þeir sömu, en af öllum, sem h.lupu, var Óli oftast á undan. „Þú ert alveg viss aö ná verðlaununiun," sagði Inga Iitla. „Þú .getnr verið á undan þegar þú vilt.“ „En ég ætla ekki að fara,“ sagði Óli. „Ekki að fara, og hyers vegna ekki?“ „Af þiví—•“ „Af því hvað?“ sagði Inga litla og gekk til hans, iagði litln hendurnar á öxlina á honum og horfði beint inn í bláu augun hans. „Á hvað ertu aö horfa?“ sagði Óli og leit niður fyrir sig. „Ég er að réyna að sjá hvort þér sé alvara að koma ekki;“ „Mér er alvara, Inga iitla. Hún mamma vill ekki að ég fari.“ ' ... Inga sagði ekkert. Hún skildi ekkert í þessu—hann Óli vildi ekki fara, sem var þó svo kátur og fjörugur. — Hvað gat gengið að honum ? ...... Þau voru jafnaldrar, hann Óli og hún Inga, og höfðu leikið sér satnan í mörg ár bæði á skólannm og heima. Hann bar fvr- ir hana- bækurnar hennar og hefndi æfinlega fyrir hana, ef ein- hver gjörði á hluta liennar. En hún hjálpaði honum aftur á móti með skólalexíuna hans — ekki af því a.ð hún væri greindari eða gengi betur, svona vanalega, heldur af því að þún var á- stundunarsamari, eir.s og stúlkur eru svo oft, en honum hætti stundtim við að hugsa meira um boltaleik og þesskonar, en námið. Faðir Óla var löngu dáinn, dáinn fyrir hans minni. Móðir hans var heilsulítil, en hafði þó tekist að vinna sómasamlega fyrir þeim báðum. Þetta á.r var hún þó venju fremur lasin. Astæðan til þess að hún vildi ekki að Óli færi á samkonutna var því sú, að hún gat ekki klætt hann eins og hún vildi, og áleit því betra að hann væri heima. y

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.