Freyja - 01.08.1909, Blaðsíða 10

Freyja - 01.08.1909, Blaðsíða 10
io FREYJA XII. i. Sfjórnarþjónarnir tóku nú að rannsaka þar inni en Rossi fór umsvifalaust heim. Þar mætti gamli Garibalrtisinninn honum og sagði með ákafa miklum, að eitthvað væri að. Brúnó vissi það en vilcli ekki segja sér það. Nú væri hann fullur og hefði hátt um sig, samt skyldi hann senda hann til Rossi. Rossi hélt áfram heim til sín cg skömmu seinna kom Brúnó og var auðséð á honum, að hann hefði helzt viljað kyssa Rossi, þð, stilti hann sig og stamaði þessu út: ,,Vitið þör. að Jón gamli —gamla blóðsugan, þðr kaunist við hann, eða lögregluþjónninn scnar-sonur lianssagði að þér yrðuð í Coliseum annað kvöld—“ ,,Ég veit það, Brúnó. En farðu nú að hátta,“ sagði Rossi. „Augnablik herra. Þeir—þeir ætla að skjóta vður — Ganrti .Jón—blóðsugnn—“ drafaði í Brúnó. ,,Ég veit þetta alt, en fer samt.“ Brúnó reyndi að átta sig á þessu. „Þér ætlið þó ekki viljandi að gjörast skotspónn þeirra?“ sagði hann. „Jú einmitt það.“ Brúnó hló svo að undirtók í öllu húsinu. „Ekki nema það! En þér skuluð ekki fara, herra Rossi, d..... liafl mig þáj Ég— skal-----“ „Fara í rúmið, því þú ert fullur.“ greip Rossi fram i fyrir honum. „Farðu að sofa, Brúnó, nú ertu bezt kominn í rúminu.“ qætti hann við í mildari róm. Allra snöggvast brá fyrir reiði-bjarma í drykkju sljófguðu augunum hans, en svo breyttist hann í sorgblandna hálf hlægi- lega alvöru. „Vitið þér hvað ég vildi gjöra við yðurf Ég vilcli koma yður í rúmið og halda yður þar í 24 kl,tíma,“ sagði hann og slangraði svo út. Barón Ronelli hafði setið einn að miðdegisverði og var að standa upp frá honum þegar Felice færði honum eftirfylgjandi bréf frá Rómu: „Hér með læt ég þig vita að ög verð á fundinum í Coliseum annaðkvöld. Svo skjóti herinn á fólkið, verð ég með því.“ Yflr hið svipkalda útlit barónsins brá glampa er hann las þetta. „Þetta er sannarlega inikil kona,“ hugsaði hann, „og þess virði að berjast fyrir henni upp á líf og dauða.“ En þjóninum sagði hann að senda Angeles og Minghelli til sín.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.