Freyja - 01.08.1909, Blaðsíða 12
12
FREYJA
XII, i.
fái fötin,1' sagði Rossi, Jósep stakk litla feita hnefanum eins og
hann var upp í annað augað og tóku þau það fyrir samþykki,
Kl, 4 kom Brúnó heim afdrukkinn og alvarlegur. ,,Ef þeir
skjóta í kvöld ætla ég að vera nærstaddur," sagði hann. Litlu
seinna fóru báðir af stað og fyigdu allir þeim til dyra.
,,Adieu!“ sagði Rossi ,,Þökk fyrir alt og alt og guð blessi
ykkur öll! Passið litla rómverska drenginn minn vel. Kystu
mig einn koss áður en ég fer, Tósep, og nú — Adieu?“
,,Guð er góður, hann mun blessa þig, sonur sæll,'1 sagði gamla
konan.
„Adieu, David frændi! Adieu pabbi!“ Það var röddin sem
þeir heyrðu síðast að heiman og fylgdi þeim lengstáleið.
Úti sást hvergi út yfir manngrúann, Brúnó ruddj þeim báð-
um braut að palli sem reystur liafði verið i. Corsu, Repetha og Ba-
bunio krossgötunum. A þessum palli var fallbyssa mikil sem snör>
ist á möndli svo skjóta mátti af henni eftir öllum götunum með litlu
millibili. Hingað safnaðist fólkið og þaðan hófst gangan með Brúnó
og Rossi í fararbroddi. Brúnó bar stóran fána með þessum orðum í
stóru letri: „Lýðveldi mannsins,“ og undir því með nokkuð
minna letri: „Cr'ef oss í dag vert daglegt biauð,“ Þó Rossi ætlaði
sér að fyigjast með Brúnó, var hunn á svipstundu umkringdur á
alla vegu af mönnum, sem gættu hans svo vel, að aldrei hefir kon-
ungur nokkur haft trúrri lífvörð. Þegjandi hóf fólkið göngu sína,
umgringt af hermönnum á allar hliðar og forvitnum áhorfendum-
sem gægðust út um alla glugga og fyltu allar loftsvalir á öllum
húsum meðfram götum þeim er fólkið fór eftir, Til beggja handa
marseraði herinn oghör og þar kváðu við herlúðrar
Upp mjóu strætin bak við Venezia, til Forum— frá hinum 1 if-
andi hluta borgarinnar til hins dauða, þar sem brotnar stein-
myndir minna á látnar hetjur og skörðóttir hallarveggir á dauða
höfðingja, þangað sem jarðskjálftarnh- höfðu leikið tér að minjum
konunganna, gegnutn boghvelfingu Títusar inn á sýningarsvæð.ð
mikla, liið marg nefnda Coliseum, streymdi nú allur hópurinn.
Á leiðinni fann Rossi ósjálfrátt til þess, að margra augu stóðu
á honum. Hann reyndi að sýnast rólegur, en í hjarla sínu bað
hann Guð óaflátanlega að afstýra blóðsúthellingum og styrkja sig
gegnum eldraun þessa. Hann var fölur sem nir, því ábyrgðin lá
þungt á honum, enda barst hann með straumnum eins og í háif-
gjðrðii leiðslu.