Freyja - 01.08.1909, Blaðsíða 18

Freyja - 01.08.1909, Blaðsíða 18
i8 FREYJA XII. i. ,,Nei, hún hefði haldiS þa'ð guðlega sendingu og viljaö láta mig taka eitthvað af því handa börnunum. Þau hafa svo lengigengið alls góðs á mis, “ sagði gamli maöurinn í klökk- um róm. ,,FarSu með frœnda þinn inn í herbergi þitt, Marcilla, og láttu honum líða vel þangað til ég kalla á hann,“ sagði lögmaSúrinn hlýlega. ,,Og mundu það, að'ég álít þig alveg saklausan, “ bætti hann við og leit til fatlaða mannsins, og hvarf þá síðasta áhyggjuskýiS af andliti hans Þegar frœnd- systkinin voru farin benti lögmaðurinn dóttur sinni aS koma til sín, vafSi hana örmum sínum og sagði í ástblíðum hlut- tekningar róm: ,, Elsku litla munaðarlausa lambið mitt! Ve€- alings litla lambið raitt! Pabbi skilur “ V. ÞaS má nœrri geta hvílíkt rothögg þetta var fyrir kon- una, sem mörg ár hafði reynt að þagga niður allar raddir hjarta síns sem töluðu máli hins snauða í þeirri von að það lyfti henni til móts við manninn hennar og stitnplaði hana aðals- stimplinum. Nú sá hún að guðinn sem hún hafði blótað í öll þessi ár var ekki einusinni hans guð. Hún sá að hann leit mildum föðuraugum á þetta ófyrirgefanlega brotdóttur þeirra. ,,Sérðu nú, ástin mín, hvaS hér lá nœrri aö saklaus liöi fyrir sekan? Vertu hughraust, litla pabba dóttir, horfðu íaug- un á mér, svona. Þú treystir mér hvort sem er.“ — Hún hneigSi höfuðið til samþykkis. ,,Nú skulum'viðleika okkur, þú segir mérsöguaf lítiíli stúlku og vinnukonu, sem átti fatl- aðan frænda með mörg svöng börn og af peningurn sem mamma litlu stúlkunnar fól í skúffunni sinni,“ sagði Charleioi tneð vinnandi glaðlyndi sem á við börnin. Samt hnykti Viv- ian viö og sagði feimnislega: , ,Þessi saga væri af vondri stúlku —stúlku sem heíði stolið og skrökvað. „Máske, en saga af vondri stúlku,sem verður góð, ergott söguefni. Seg mér j:að, “ sagfi fað r hennar í lokkandi tón ,,Jœja,“ sagði hún og horföi nú framan í hana eins og hann hafði boðið henni. ,,Einu sinni var vond líti’ stúlka sern

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.