Freyja - 01.08.1909, Blaðsíða 20

Freyja - 01.08.1909, Blaðsíða 20
20 FREYJA XII. r. ar mamma saknaði peninganna, v'aið a5 búa til nýja sðgu og þá var þaö innbrotsþjófnaöur. Það gengur æfinlega svona. Ein lýgin býöur annari heim. Þegar litla stúlkan sáþjónustu- stúlkuna í hættu, datt henni þessi undarlegi maöur í hug, án þess aö ímynda sér aö hann fyndist. En einkennin á honum voru svo óvanaleg og lýsing hennar svoglögg, aö hann hlaut aö finnast úr því aö hann var til. Og aumingja maöurinn hefði veriö dœmdur í margra ára fangelsi fyrir glæp sem hann haföi ekki framiö og aumingja konan hans og börnin og frænka hans heföu oröiö aö sjá á bak honum —'* Vivian var náföl, og frúin komyfir til þeirra, kraup á kné frammi fyrir mannisínum, lagöi aöra höndina á öxlina á hon- um en hina utanum dóttur sína og sagöi með skjálfandi rödd, sem hún þó reyndi aö halda í skefjum. ,,Hœttu, Charleroi! Ó hættu! Þú hefir hegnt okkur báöum meira en nóg. Ég hélt—ó ég hélt---------“ Hann drap fingrinum hœgt á munn sér til merkis um aö hún skyldi gœta sín og sagði svo: ,,Nú skiljum við þetta öll og hvert annað líka. Þökkum guöi íyrir aö senda þenna litla engil til aö opna augu okkar. Og nú,“ bœtti hann brosandi viö, ,,meigum viö ekki tetja hér lengur, því aumingja gamli maöurinn bíöur enn þá eftir mér. “ Honum veitti örðugt aö standa uppog losfe sig, því fjög- ur ást-þrungin augu hvíldu á honum og fjórar hendur t.vinn- uöu sig utan um hann og héldu honum fóstum. En ekki varð fögnuðurinn minni heima hjá fátœka, fatl- aöa manninum, þegar hann kom heim með laglega bráöa- byrgöar hjálp og vissu fyrir vinnu. Vér meigum ekki halda, börnin mín góö, aö drarnb cg tilfinningaleysi séu lykillinn aö sannarlegri mikilmensku. Sá er sannarlega mikill, sem er sannarlega góöur, sagöi einn af hinum fornu spekingum. Gleymiö því ekki. Yöar einlœg

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.