Freyja - 01.03.1910, Qupperneq 18
2lG>
FREYJA
X.I
Catharina Breshkovsky.
Flestir lesendur Freyju munu minnast rússnesku kvenn-
hetjunnár, Catherine Breshkovsky, sem fyrir fám árum sagðf
œfisögu sína og annara rússneskra fööurlandsvina í N'ew Yorlc
og víöar f Bandaríkjunum. Hversu Rússneska stjórnin laun-
aöi sjálfsafneytun hennar með 25 ára fangavist, útlegö og
þrœlavinnu í Síberfu námunum og hvaö hún á þeim tíma sjálf
reyndi og sá. Fyrirlestur hennar uru þetta efni var þá prent-
aður í Freyju og síðar sérprentaður, Éftir allar hörmungarn-
ar, sem þessi ágœtis kona hafði séö og liöið á fósturfandi sínu
héldu henni engi bönd í Ameríku þar sem fólkið bar hana á
höndum sér, heldur fór hún heim aftur til að hjálpa vesal-
ings undirokuöu þjóðinni sinni. Stjórnin komst brátt á snoð-
ir um komu hennar og félaga hennar, hinns nafnfrœga prins,
Nicholas Tichaykovsky, sem einnig hafði sætt útlegð og of-
sóknum af sömu ástœðu og Catherine, ogsetti sporhunda sína
á hœla þeim. I nokkur ár ferðuðust þau fram og aftur um
Rússland huldu höfði og kendu lýðnum. Loks náðu útsend-
arar stjórnarinnar þeim. En þá bárust henni bœnarskrár f
þúsundatali, undirritaðar af helzta fólki og stjórnendum Band-
aríkjanna um að sýkna þau. Von fékkstum að þetta yrði svo
tekið til greina, að öðruhvoru yrði slept. Þá gjörði Catherine
það sem ávalt mun í minnum haft, meðan fööurlandsvinir
fórnfœra sér fyrir þjóð sína og vinir fyrir vini, játaði sig seka,
svo stjórnin gœti útausið brœði sinni yfir sér en vinur hennar
sloppið. Hún var því send á ný til Síberíu, og kvæðið íþessu
númeri Freyju kveðið til hennar eftir það. Ameríkanskur
maður, Kennon að nafni,hitti hana á fyrri útlegðarárum henn-
ar og hafði þá eftir henni þessa einkennilegu setningu; ,,Við
máske deyju m í útlegð, börn okkar og barnabörn, en upp af
blóði ckkar hlýtur þjóðin fyr eða seinna, að skera blessunar-
rika ávexti." Hvílíkri ósérplœgni og þrautsegju lýsir ekki
þetta?
Þeir sem kynnu að vilja fá fyririertur hennar og œfisögu