Kennarablaðið - 01.12.1899, Side 3

Kennarablaðið - 01.12.1899, Side 3
35 standi í sambandi við þessa fræðslu þannig, að börnin iæri að lesa og skrifa nafn hlutarins og hið helzta, sem um hann hefir verið sagt. Þá er og altítt, að þau eru látin teikna hlutinn á skólatöfluna; er það gert bæði til þess að mynd hans festist í minni barnanna og einníg til þess að æfa þau undir teiknikensluna. Undirbúningurinn undir reikningskensl- una kemur á þann hátt, að börnin mæla stærð hlutarins, telja fleti hans o. s. frv. Læra þau þannig smátt og smátt að þekkja ýmsar stærðfræðislegar hugmyndir. Hlutir þeir, sem sýndir eru og gengið er út frá, geta verið mjög mai-gvíslegir. En á byrjunarstiginu eru jafnan valdir einhverjir þeir hlutir, sem börnunum eru áður að meira eða minna leyti kunnir. Siðar er tekið ti' umræðu það, sem fjær liggur og börnin þekkja lítið eða ekkerttil áður; enjafnan er áriðandi að hafa til sýnis það, sem talað er um, eða eftir- líkingu af því Myndir skulu því að eins notaðar, að ekki sé völ á öðru betra. Útstoppuð dýr taka t. d. langt fram dýra- myndum, enda þótt þær séu betri en ekki neitt; en sjálfsagt er að hafa dýrin sjálf fyrir augunum, sé þess nokkur kostur. Það mundi eflaust þykja kátlegt, ef einhver íslenzkur kennari tæki hund eða lcött með sér í skólann; en eigi þykir slíkt neitt athugavert í öðrum löndum. Kensla þessi fer eigi nærri ávalt fram í kenslustofunni, heldur tekst kennarínn oft á hendur skólagöngur með nemend- um sínum. Yilji hann t. d. vekja athygli þeirra á áhrifum vatnsins á jarðveginn eða jurtagróðurinn, þá er mjög hætt við að sú fræðsla, sem hann getur veitt þeim um það efni inni í kenslustofunni, komi að litlum notum og þyki leiðin- leg. En gangi hann með þeim út fyrir skólann að nýafstað- inni regnskúr, munu börnin geta fengið ljósa hugmynd um þetta; hann þarf að eins að benda þeim á allar þær sýnilegu breytingar, sem regnið hefir haft í för rneð sér. Og yilji hann nú veita þeim meiri fræðslu, munu þau verða honum þakklát fyrir það, enda eru þau nú færari til að taka á móti frekari fræðslu, þegar grundvöllurinn er rétt lagður. Það hlýtur að liggja hverjum manni í augum opið, að

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.