Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 9

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 9
41 þau orðið rúmt hálft þriðja þúsund krónur á ári. Nokkur eft- irlaun fá kennarar og ekkjur þeirra. Svo er talið til, að kennaralaun til sveita í Noregi hafi að meðaltali verið 800 kr. árið 1890, en 50 árum fyr að eins 186 kr. 1895 voru kennarar við alla alþýðuskóla um 6,300. All- margar konur eru í kennarastöðu, þó miklu fleiri að tiltölu í bæjun- um en til sveita. Kensla hvers barns kostaði til sveita rúmar 14 kr. 50 a. (17 árum fyr ekki uema 7 kr.), en í bæjunum um 44 kr. (10 árum fyr 25 kr.). Útgjöldin til alþýðufræðslu voru 1890 alls rúmar 6^/a miljónir króna; af þessu fé var greitt úrríkis- sjóði nálega 2 miljónir króna. í byrjun þessarar aldar voru engir reglulegir kennaraskólar til í Noregi. En með alþýðuskólalögunum 1827 var ákveðið, að stofnaðir skyldu stiftskennáraskóiar handa kennurum við fastaskóla; samkvæmt þessum lögum komust svo smám saman á fót hinir 6 stiftskennaraskólar, sem enn eru til og ríkið kostar. Auk þess eru þar nú nokkrir kennaraskólar stofnaðir af einstökum mönnum. Námstíminn á kennaraskólunum eru 2 ár með 40 vikna námstíma á ári, gn töluverðar þekkingar- kröfur eru gerðar til þeirra, er inntöku fá á skólana, og er við suma skólana eins árs undirbúningsbekkur fyrir þá, sem á kennaraskóla ætla að ganga. Kenslan er bæði bókleg og verkleg. Kennarapróf er tvenns konar í Noregi; til þess að ganga undir meira prófið, þarf að læra það, sem á kennaraskóia er kent, en til að ganga undir minna prófið, nægir sú bókþekk- ing, sem heimtuð er til inntökuprófs á kennaraskóla; en auk þess er heimtað, að gengið sé undir kenslupróf, og verður því sá, sem þetta próf ætlar að taka, að hafa aflað sér æfingar í að kenna. Það veitir að eins takmarkaðan aðgang að kenslu. Að þessu sinni verður ekki minst á æði'i skóla Norð- manna, né samband þeirra við alþýðuskólana.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.