Kennarablaðið - 01.12.1899, Page 10

Kennarablaðið - 01.12.1899, Page 10
42 ^rÍBÍindómsfrœbslan. Fyeiblestub, eluttue á abaleundi hins íslenzka Kennara pí;lags 3. júlí 1899. ----- (Framh.). Hvernig er svo kverkenslunni hagað í barnaskólunum? Vanalega er byrjað á byrjuninni, fræðunum, og svo er haldið áfram; börnunum eru settar fyrir lexíur, sem J>au eiga að læra heima; begar þau koma í skólann, er þeim hlýtt yfir lexíuna, og vitnisburðanna vegna og vegna eftirlitsins með iðni barnanna er ætlast til, að hvert einstakt barn helzt sé tekið upp í hverjum tíma. * Það er auðsætt, að þegar mörg börn eru í bekknum, kannske 20—30, gerir tíminn lítið betur en hrökkva til þess að yfirheyra þau öll; tíminn, sem afgangs verður til spurninga eða útlistunar, verður í öllu falli mjög stuttur. Með öðrum orðum: aðal-áherzlan er lögð á utan- bókarlærdóminn og yfirheyrsluna. Kennarinn verður ekki mikið annað en heyrari, og skólinn verður ekki, að því er þessa námsgrein snertir, mikið annað en dálítið aðhald fyrir heimilin og börnin. Menn munu nú ef til vill svara mór því, að þessi lærdómsbók, sem vér nú höfum, só sra létt og auðveld, að hvert barn með meðalskynsemi hljóti að geta skilið það, sem í henni stendur, án nokkurrar verulegrar eða ýtarlegrar útlist- unar. Ég veit, að þeir eru margir, sem þessa skoðun hafa, og það margir af þeim, sem trúandi er til að bera skyn á það. En ég veit líka, að fæstir þessara manna hafa lært þetta kver, á meðan þeir voru ungir, heidur annað, sem lengi mun verða við brugðið fyrir það, hve gersamlega fráleitt það var sem kenslubók handa börnum, eftir þeim kröfum, sem nú eru gerðar til slíkra bóka. Ég get því vel skilið það, þótt þessum mönn- um finnist það kver, sem nú er mest notað, létt í samanburði við Balle gamla; það er það óneitanlega; sérstaklega er málið miklu betra. Ég man nú líka svo langt, að um það leyti, sem ég var að ganga til prestsins, hélt ég sjálfur, að ég skildi kverið mitt, og styrktist mjög í þeirri trú, þegar ég fékk reynslu fyrir því, að ég gat svarað hér um bil hverri spurningu, sem presturinn lagði fyrir mig. En síðan hefi ég alt af betur og

x

Kennarablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.