Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 1
HP-mynd: Friðþjófur Hjá Diddú og Þorkeli London FRÍHAFNAR- OG ÁTVR-MENN: Sátu veislu hjá Albert og herrt Helgarpósturinn hafði af þvi spurnir að Albert Guðmundsson og heild- verslun hans hefði fyrir tveimur helgum haldið starfsmönnum Frihafn- arinnar á Keflavikur- flugvelli veglega veislu á Hótel Sögu á vegum erlends tóbaksfyrirtæk- is, sem heildverslunin hefur umboð fyrir. Helgarpósturinn leitaði stað- festingar Alberts Guðmundsson- ar á þessu veisluhaldi og hvort hann teldi eðlilegt að starfcmönn- um opinbersfyrirtækis, sem ynnu að afgreiðslu varning viðkomandi fyrirtækis, væri boöið til hófs af þessu tagi. Albert staðfesti, að fyrrgreind veisla hefði verið haldin en hún heföi ekki verið á hans vegum heldur á vegum framleiðenda Kent, sem heildverslun Alberts Guðmundssonar hefði umboð fyrir, og það hefði borgað veisl- una. Auk starfsmanna Frlhafnar- innar hefði starfsfólki frá Afeng- is- og tóbaksverslun rikisins og Eimskip verið boðið ásamt for- svarsmönnum heildverslunarinn- ar. Albert kvað veislur af þessu tagi hafa verið haldnar tvisvar áður. Albert Guðmundsson sagði einnig, að það hefði veriö forstjóri Noröurlandadeildar fyrirtækisins sem raunverulega heföi boðið til veislunnar en hann kæmi við einu sinni á ári og byði þá til veislu fólki, sem eitthvað starfaði að þessum málum. A þessum fund- um væri ekkert rætt um viðskipti og enginriáróður hafður frammi fyrir framleiðslu viðkomandi fyrirtækis. Kvað Albert algengt að erlendir söluaöilar, sem hing- að kæmu, hóuðu saman með þess- um hætti fólki sem ynni að af- greiðslu á varningi viðkomandi aðila. Helgarpósturinn haföi einnig tal af Helga Sigvaldasyni, inn- kaupastjóra Frihafaarinnar, sem sagði að veislur af þessu tagi væru ekki regla en hefðú þó gerst nokkrum sinnum. „Flest stærri umboðin gera þetta,” sagði hann. Sjálfsagt væru skiptar skoðanir um það hvort þetta gæti talist eðlilegt en hann teldi þó að þetta breytti engu um verslunarhætti í Fríhöfninni, þar sem væri sjálfs- afgreiðsluform og viðskiptamenn veldu sjálfir vöruna án afskipta afgreiðslumanna. Jón Kjartansson, forstjóri Afengis- og tóbaksverslunar rikisins sagði að hann sækti sjálf- ur aldrei veislur af þessu tagi og væri það regla af hans hálfu. Menn gætu lesiðút úr þvi þaö sem þeim sýndist. Hins vegar taldi hann boð af þessu tagi enga hern- aðarlega þýðingu hafa. —GA/GB SPARIIÁN tryggfng í fromtíð LANDSBANKINN Bonki allm landsmcmm «3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.