Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 13
12
„Svo skelltu Rússar frystikistunni
utan um Tékkóslóvakiu”.
„Aösókn aö Litla Bió var litil”
„ÍlesHailes varhægt aödrekka á dagprisum
á nóttunni”.
Miðvikudagur 11. apríl 1979
—he/garpásturinrL-
Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur og kvikmyndageröarmaöur er
kannskif augum almennings imynd hins reiöa manns. Hann er þekktur
fyrir aö láta skoöun sina i ljós umbúöaiaust, og nota stór orö I umræöu
um menn og málefni. Halda mætti aö þarna væri maöur, sem sæi
skrattann i hverju horni, og illur viöureignar.
Eftir aö hafa klöngrast undir stillansa og yfir spýtnahrúgur og verk-
færi upp i ris til Þorgeirs, mætir mér annar mr.ður. Róiegur i fasi, og
enginn asi þegar hann talar. Púandi vindil viö hringboröiö i stofunni.
Maöur lágvaxinn, hæruskotinn, og skeggjaöur.
Ég hef orö á þessari óreiöu á hæöunum fyrir neðan. Kemur I ljós, aö
—he/garpásturinru Miðvikudagur 11. apríl 1979
þar er veriö aö ryöja þingmönnum braut, endurnýja húsnæöiö og búa
til skrifstofur handa þeim.
„Þú veröur þá i góöum félagsskap”, segi ég.
„Ég verð aö minnsta kosti fyrir ofan þá”, svarar Þorgeir og brosir I
kampinn.
Hef ekki mœtt ödru en
helvítls.
##
BS^SSSE
Hringbordsvidtal vid
Þorgeir Þorgeirsson
Vidtal: Gudlaugur Bergmundsson
Myndir: Friðþjófur Helgason
„Aldrei verið aiinn upp”
Þorgeir er ekki kominn af þing-
mönnum.
Hann er af verkafólki kominn.
Faöir hans var sjómaður, en
móöir hans verkakona. Fööur
sinn missti hann tveggja ára, og
var eftir þaö hjá afa sinum og
ömmu á Siglufiröi. Ariö 1940, er
Þorgeir var á áttunda ári, veiktist
afi hans. Fölskyldan flutti suöur,
til Kópavogs, þar sem móöir Þor-
geirs hélt um tima heimili fyrir
foreldra sina.
„Ég hef aldrei veriö alinn upp.
Ellefu ára var ég oröinn aö vand-
ræöabarni, sem ég hef nú kannski
veriö alla tiö siöan,” segir hann.
Hann var sendur noröur i Húna-
vatnssýslu, þar sem hann var i
þrjú sumur og einn vetur. Eftir
þaö flandraöi hann um Austfiröi
og viöar.
„Einhverra hluta vegna fór ég i
gagnfræbaskóla og inn i þessa
menntunarmaskinu. Ég var þaö
óheppinn að mér gekk sæmilega i
skóla, þannig aö ég hélt alltaf
áfram. Ég fór i MR og tók
stúdentspróf úr stæröfræöideild
1953.
Sumarið eftir vann ég á Kefla-
vikurfiugvelli og hjálpaði við að
byggja upp hernámib i landinu.”
„Um listþörfina”
„Um haustiö fór ég til Vinar-
borgar undir þvi yfirskini að læra
sálarfræði og bókmenntasögu.
Þar var ég i einn og hálfan vetur,
en háskólanám átti aldrei við
mig. Ég var kannski búinn að
gera það upp við mig að gerast
rithöfundur eöa eitthvaö þvium-
likt.
Ég fór í sálarfræöi, af þvi aö ég
helt aö hún kæmi aö gagni, en hiö
eina gagnlega sem ég fékk út úr
háskólanámi, kom frá einstöku
kennurum i listasögu.
Afhverju ég lagöi fyrir mig list-
ina?
Ég veit þaö ekki. Ég var sem
krakki hjá kallinum honum afa
minum, sem var alinn upp meö
álfum. Þaö gæti stafað af þvi að
einhverju leyti.
Þetta er flókið mál, sem fólk er
oft að reyna aö útskýra, en út-
skýrir sjaldan nema part af þvi.
Kannski er þetta bara samansafn
af tilviljunum.
Stundum er smáborgarinn aö
Imynda sér að þetta sé af þvi aö
maöur dugar ekki i neitt annaö.
Þaö getur vel veriö að það sé
rétt”.
Draumurinn um París-
Kartöflugufur og
bremsuborðalykt
„A þessum árum feröaöist ég
töluvert um Evrópu, skoöaöi
bjórkrár og söfn, sem var mjög
gagnlegt.
Það var svo i febrúarmánuöi ’54
IVIn.aö ég keypti vinsælt vikurit
meö myndum. Þar var meðal
annars ein af kaffihúsi I Paris,
þar sem fólk sat utan dyra og var
aö drekka Pernod. Ég sá aö þaö
var ekkert vit i þvi aö hanga
þarna I snjónum og fór bara til
Parisar.
Ég var heppinn aö vita ekkert
um sögu Parisar. Ég haföi jú
alltaf heyrt um Paris sem mikla
borg, listamiöstöð, staö þar sem
frelsiö ætti heima. Ég varö
snemma mikill aödáandi
Hemingway og hafði svolitiö
ameriskt sjónarhorn af borginni i
gegnum hann. Þaö sem heillaði
mig hvað mest, var stemningin i
bænum.
Lifiö i Parls var ágætt. Það var
mikiö af Islendingum þarna á
þessum tima, ágætis nýlenda. Ég
get nefnt Sigfús Daðason, Haf-
stein Austmann, Jes Einar Þor-
steinsson, Hilmar Jónsson og
Emil Eyjólfsson.
Hiimar bjó á herbergi fyrir
neðan mig á Hotel de l’Ambre.
Hann lifði mjög reglusömu lifi og
hafði það fyrir siö að sjóða sér
kartöflur einu sinni á dag, svona
um hádegið. Það er meö þyngstu
draumförum sem ég hef haft, að
sofa þunnur I kartöflugufunum
frá núverandi bókaveröi i Kefla-
vik. Hilmar drakk svo bara soðiö
af kartöflunum, en Hafsteinn sá
um að éta þær.
íslendingarnir héldu mikið hóp-
inn, allt of mikið. Það var helst aö
Emil kynntist Frökkum betur en
viö. Við kynntumst svo þeim i
gegnum hann. Við komumst i
kynni við einhver ung skáld. Ég
man aö við þvældumst eina nótt
með Tristan Tzara. Ætli þaö sé
ekki eina nafniö, sem Thor Vil-
hjálmsson myndi bera sér I munn
af þeim sem viö hittum þarna.
Mér hefur alltaf þótt vænt um
• Paris. En nú eru þeir búnir að
eyöileggja les Halles, þaö var sko
staðurinn. Þar var hægt að
drekka á dagprisum á nóttunni.
Ef ég er i góöu skapi og mig
langar til Parisar, finn ég alltaf
lyktina úr Metro-stöövunum. Þar
blandaðist saman bremsuborða-
lykt, lykt út úr fólki af öllum vin-
tegundum Evrópu og svitalykt.
Ef mig dreymir Parls, þá dreym-
ir mig alltaf þessa lykt og ein-
: hverja stemningu I kringum
hana.
1 Paris komst ég á mjög
skemmtilegt tveggja ára hrað-
suöunámskeið i kvikmyndagerö
hjá franska sjónvarpinu. Eftir
þaö voru þessar tvær bakteriur i
mér, þvi bókmenntabakterian
var aldrei dauð. En filman lagöist
æ þyngra á mig. Ég komst einnig
i kynni viö franska kvikmynda-
safniö og lagöist alveg i þaö. Sá
þrjá sýningar á dag.
Mér fannst mig vanta meiri
menntun i faginu, og fór þess
vegna til Prag 1959”.
„1 Prag læröi ég leikstjórn i
kvikmyndadeild ' listaakademi-
unnar. Ég var þar I þrjú ár, til
1962.
Langar myndir eða
stuttar?
Ég get ekki sagt aö ég hafi
strax fengiö meiri áhuga á heim-
iidamyndum en leiknum mynd-
um. Ég geröi mér hins vegar
snemma grein fyrir þvi, aö þaö
veröur aö byrja á heimildakvik-
myndinni áöur en annaö er gert.
Hún kemur fyrst, kannar um-
hverfi sitt og gefur þvi myndræna
merkingu. En eftir þvi sem
lengra hefur liöið, finnst mér
erfiöara aö greina þarna á milli,
aöferöafræöilega séö. En þessi
skipting I leikna mynd og heim-
ildamynd er bara til hjálpar, svo
hægt sé að tala um hlutina. í
raunveruleikanum er hún ekki til.
Þetta eru þeir andstæöu pólar
sem skapa kvikmyndasöguna og
hjálpa okkur til aö greina hana i
megin þætti. Báðir þessir þættir
veröa að vera til staðar i hverju
einasta verki, til þess aö þaö hafi
þá spennu sem þarf til aö bera
heitið listaverk. Hvorugt þessara
forma er hreinræktaö.
Þaö sem lika skilur aö, er að
annaö formiö hefur þróast yfir i
langar myndir, en hitt I stuttar.
Þessi absolúta skipting hefur gert
mörgum góöum mönnum erfitt
fyrir. Filmsmásagan hefur þvi
miöur verið vanmetin, þvi hún er
eitt þaö fullkomnasta sem til er.
Þaö er markaösspursmál að hún
hefur aldrei fundið sér leiö”.
Hér á landi hefur Þorgeir gert
fimm kvikmyndir. Aöeins eina
þeirra, Maður og verksmiöja,
kostaði hann og skipulagöi að öllu
leyti sjálfur. Hinar myndirnar
fjórar geröi hann fyrir ýmsa að-
ila. Þar má nefna myndina Aö
byggja, sem gerö var af tilefni af-
mælis Kópavogskaupstaöar, og
Róöur, sem var aö mestu leyti
kostuö af Sjávarútvegsráöurieyt-
inu. Hún átti aö vera upphaf af
myndröö um sjómenn og fisk-
vinnslufólk, en sú hugmynd
komst aldrei lengra.
„Og svo er kvikmynd sem fáir
telja vist til meiriháttar kvik-
myndalistar en ég er samt mjög
stoltur aö vera höfundur hennar.
Þaö er myndin um meðferð gúmi-
björgunarbáta. Hún hefur veriö
sýnd oftar en nokkur önnur kvik-
mynd i sjónvarpinu hérna —
fjórtán sinnum. En aldrei hef ég
fengiö borgað fyrir þær sýningar.
Nema hvaö ég hef hitt menn sem
segja aö þessi mynd hafi bjargaö
lifi sinu. Þaö er lika borgun.”
Litla bió og rússneska
frystikistan
Þorgeir stofnaöi einnig, ásamt
öörum, kvikmyndahús viö
Hverfisgötu.
„Litla Bió var rekiö sem kvik-
myndaklúbbur I hálft ár, 1968.
Aösóknin var litil óg fjárhags-
grundvöllurinn ekki sterkur.
Einnig var þaö takmarkaö sem
viö náöum i af myndum. Þaö var
helst aö viö fengum þær I gegnum
sendiráöin fyrir litiö eöa ekki
neitt.
Viö sýndum þarna rússnesku
klassikina, franska póetiska real-
ismann og mikið af tékknesku ný-
bylgjunni, sem þá var i hápunkti.
Hún var svo stoppuö um haustið
þegar Rússar skelltu frystikist-
unni utan um Tékkóslóvakiu.
Þessar sýningar sótti alls konar
fólk, héöan og þaöan úr samfélag-
inu. Okkur tókst aö reka klúbbinn
án þess að nokkurt snobb kæmi
upp I kringum hann, þó allt annaö
hafi mistekist. Við vorum ekki á
réttum tima. Litla Bió i dag ætti
meiri möguleika held ég”.
Að borða skilning
„Það ber oft viö aö fólk taiar
við mig eins og ég hafi alls staöar
mætt skilningsleysi. Það er ekki
rétt. Hvort sem það hefur veriö I
sambandi viö bókmenntir eöa
kvikmyndir, þá hef ég ekki mætt
ööru en eintómum helvitis skiln-
,ingi alls staðar, alveg bullandi
skilningi. Maöur étur bara ekki
skilning nema það sé þá skilning-
ur réttra aðila. Skilningur er bara
ekki fyrir hendi hjá þeim sem
hafa valdið.
Það er hægt aö stunda bók-
menntir, en ekki kvikmyndagerð.
Bókaútgáfa i landinu er sæmilega
vel skipulögð. Það eru til bóka-
búöir sem sjá um dreifinguna til
þeirra sem vilja lesa.
1 kvikmyndamálum er slikt
skipulag ekki til.. Kvikmynda-
húsakerfinu er stjórnað af bein-
ösnum i kvikmyndamálum, en aö
öðru leyti kannski ágætis mönn-
um. Þetta eru fifl og stundum
hreinir ofbeldisfautar, sem eru
komnir upp á lag með aö ákveöa
það sem fólkiö vill. Og fólkiö fær
ekki aö vilja neitt annað en þaö
sem þeir sjálfir vilja”.
Heimildir og fantasia
„Yfirvaldið er fyrsta bókin sem
ég gef út. Hún fjallar um mála-
ferli i kringum Natan nokkurn
Ketilsson, á fyrri hiuta nitjándu
aldar. Sú bók er unnin upp úr
dómabókum Húnavatnssýslu frá
þessum tima. Einnig studdist ég
viö sköl úr Þjóðskjalasafninu og
sögusagnir.
Ég hafði áður unniö útvarps-
leikritiö „Börn dauðans” upp úr
sama efni, en frá annarri hliö.
„Einleikur á glansmynd” er
ekki alger andstæða viö Yfirvald-
iö. Hún átti aö hafa undirtitil þeg-
ar hún kom út: súrrealistisk
heimildaskáldsaga, en af ein-
hverjum ástæöum lét ég telja mig
á aö sleppa undirtitlinum. Bókin
er unnin upp úr heimildum.
Þessi tvö orð súrrealistisk
heimildaskáldsaga eru algjör
þversögn. Ég er vonandi aö gera
svolitið grin að sjálfum mér, en
öllu gamni fylgir dálitil alvara.
Heimildarsöguaðferöin sem slik á
sinar takmarkanir og það rennur
upp fyrir manni smám saman.
Þær aðferöir sem ég hef unnið
með eru heimildaaöferðin og
sjálfsævisagan.
„Kvunndagsfólk” er um sjálfs-
ævisögulegt efni, þó frjálst sé far-
ið með þaö. Þetta eru allt sögur úr
minu lifi.
Smám saman hætta þessar kór-
réttu heimildaaðferöir aö full-
nægja manni. Þá kemur fram
löngun til aö fá einhverjar and-
stæöur inn i heimildasöguna.
Þannig verður þessi þversögn til.
Og þegar til stykkisins kemur,
viröist hún ekki vitlausari en það,
að ýmislegt af þvi sem er fanta-
seraö upp I sögunni Einleikur á
glansmynd, meöhöndlaði kritikin
sem veruleika. Annað, sem eru
hreinar heimildir og óbreyttur
veruleiki, er litið á sem fantasiu.
Viö lifum sem sagt tima þegar
súrrealistiskar heimildaaöferðir
eru ekki meiri fjarstæða en þaö,
aö heimildirnar i bókinni eru
ótrúlegri en súrrealisminn. Þvi
þá ekki að reyna þetta form.
Ég geri mér grein fyrir þvi að
bók þessi liggur háskalega nálægt
okkar samfélagi. Sumar heimild-
ir eru nánast samtima þvi ég rita
handritiö. Bókin endar sama dag
og ég lýk viö handritiö. Lengra er
ekki hægt aö komast I samtima-
sögu. Hún kemur út i Sviþjóð á
þessu ári, og ég hlakka til að sjá
viðbrögð samfélags sem ekki er
ofan I þessu efni”.
Veikur fyrir höfundum
sem byrja á H
„Ég vildi geta unniö dálitiö
meira, en ég hef litið getaö gert
siöastliöið hálft ár. Það er margt
sem liggur á borðinu hjá mér,
sem mig langar til að klára. Ég er
meö skáldsögu sem ég ætla aö
reyna aö koma út i haust, leikrit
sem þarf aö finpússa. Einnig er
ég að þýða Heinesen. Ég er með
samning viö Mál og Menningu um
að þýða eina bók á ári eftir hann
fram til 1982 eða 1983. Ég hef mik-
iö spekúleraö i honum, og þýtt
kafla og kafla siðastliöin tiu ár.
Annars er ég veikur fyrir höfund-
um sem byrja á H.”
Hugsanir í sáraumbúðum?
„Fólk hefur oftúlkaö minn bitur-
leika. Ég er ekki bitur á neinn
hátt. Ég hef reynt aö temja mér
að skrifa hluti nokkurn veginn á
þvi máli sem maður talar um þá,
nota sömu oröin. Ég hef aldrei séö
þess nauösyn aö vefja hugsun
sina inn I einhverjar sáraumbúö-
ir, þó maður sé aö skrifa grein.
Þetta hefur kannski aö einhverju
leyti verið mistúlkaö, en bitur er
ég ekki.
Það væri litiö gaman aö lifinu
ef ekki fengjust andsvör viö þvi
sem maöur er aö gera eöa hugsa.
Þeim mun fleiri skoðanir sem
koma heiöarlega fram I einhverju
máli, þeim mun meiri likur eru á
þvi, að framhaldiö verði eitthvaö
sem er nálægt þvi aö vera rétt.
Ég vona að ég standi fyrir utan
þröngar hagsmunaklikur i lista-
lifinu. Ef þaö er að vera utan-
garösmaöur, þá er ég þaö.
Annars ekki. Ég hef aldrei litiö á
mig sem utangarösmann. Ég er
„Ég hef aldrei iitiö á mig sem utangarðsmann”.
mjög ánægöur meö þær viötökur
sem ég hef fengið”.
„Ég hugsa að ég sé laus viö
ýmislegt af þvi sem stressar
fjöldann allan af fólki daglega.
En þaö eru bara tilviljanir sem
hafa valdið þvi. Ef þú sérö mann,
hvar sem er I heiminum, sem er
afslappaður og i sátt viö umhverfi
sitt, máttu ekki halda aö hann sé
einhver spekingur. Hann er bara
heppinn. Ég hef alltaf veriö skit-
heppinn.
Helvitis hægverskugrobbið
Mér er ekki vel við oröiö gor-
geir, en það má vel nota það um
mig ef einhverjum finnst það við-
eigandi. Ég kann hins vegar
miklu betur við það sem ég var
kallaður i menntaskóla. Við vor-
um þá tveir með sama nafni i
skólanum. Hinn var kallaö
ur Þorgeir betri.
Hinsvegar er ákveðin skap-
gerðareigind meöal Islendinga,
sem ég kann afskaplega illa við,
sú eina sem ég kann verr viö en
framastjarfann. Það er helvitis
hæverskugrobbið. Menn halda að
þeir séu svo merkilegir að þeir
þurfi ekki að segja nema hálft orð
til þess að allir taki mark á þeim.
Og um leið og þeir segja eitthvaö
voðalega litillátt og smátt um
sjálfa sig, þá eru allir i kring
skyldugir til að hugsa hið gagn-
stæða”.
Klósett, gosbrunnur og
taugaveikibróðursbakteriur
„Mér hefur alla tið veriö sama
hvar ég er. Ég hef aldrei þekkt
þessa leit margra rithöfunda að
stað sem virkar uppörvandi á þá
til að skrifa eöa hugsa. Ef það er
bara klósett á staðnum, þá er ég
ánægður. Hins vegar ef ég er
lengi á sama stað, binst ég hon-
um. Það er eðlilegt. Mér fer að
þykja gott að vera þar á nýjan og
djúptækari hátt.
Ég hef verið hérna i miðbænum
i 17 ár. Það væri erfitt fyrir mig
aö fara héðan, en mér tækist það.
Mér er mjög annt um aö þaö sem
eftir er af gamla miðbænum,
verði tekiö til endurnýjunar og fái
að lifa.
Irauninni þarf églitiö út fyrir
miöbæinn að sækja. Þaö má segja
aö minn reitur afmarkist af
Garðastræti, Hafnarstræti,
Lækjargötu og Vonarstræti.
Gosbrunnurinn i Tjörninni fer i
taugarnar á mér. Hann eyðilagði
fyrir mér Hljómskálagöngurnar,
af þvi að ég er búinn að týna
gamla sjógallanum minum.
Brunnurinn eys upp drullu og
taugaveikibróöursbakterium alla
leið upp að Gamla Garði eða
noröur á Frikirkjutröppur, eftir
þvi hver vindáttin er. Þetta ind-
æla umhverfi ber hann ekki. Þeir
ættu að taka hann og skipta niöur
i 20 til 30 smábrunna, sem börnin
hefðu gaman aö leika sér I. t til-
efni ársins kannski!”.