Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 11. apríl 1979 23 AF VÍGVELLINUM OFAN í SKOTGRAFIRNAR FAIRhafa llklega orðiö fegnari afgreiOslu efnahagsmálafrum- varps forsætisráðherra og páska- leyfi þingsins en ráðherrarnir nfu. Meðan þrefað hefur verið fram og aftur um frumvarpið hafa fjallháir bunkar af óaf- greiddum málum hlaðist upp á borðum þeirra f ráðuneytunum, svo að handagangur hefur verið þar i öskjunni eftir að frumvarpið var komið i gegnum þingið. En hvernig skyldi andrúms- loftið innan ríkisstjórnarinnar vera eftir að þetta margþvælda mál er nú loks frá. Eru menn sáttfúsari en áður? Vilja ráð- herrarnir eftirleiðis leitast við aö leggja niður deilur sinar i kyrr- þey eða hefur atgangurinn út af efnahagsmálafrumvarpinu skilið eftir sig sUk sár f samstarfi ráð- herranna, aö þau verða ekki grædd? Allt eru þetta spurningar, sem koma upp I hugann nú eftir afgreiðslu frumvarpsins. Yfirleitt er það samdóma álit þeirra ráðherra, sem ég hef haft tal af og samverkamanna þeirra, að innan rikisstjórnarinnar sé eindreginn vilji í þá átt að menn beini nú kröftum sinum aö þeim margvislegu og erfiðu vanda- málum og verkefnum, sem fyrir rikisstjórninni liggja og legið hafa I láginni meira og minna undanfarnar vikur. Rikisstjórnin fegin páskafriinu. Ráðherrar i öllum þremur flokkunum gefa i skyn að hjá þeim öllum sé fullur hugur á þvi að ná samstöðu um að koma mikilvægustumálunum i höfn og vinna aö framgangi þeirra af fullri eindrægni. „Sá fram- kvæmdabragursem var á þessari rlkisstjórn um jólaleytið hefur auðvitað algjörlega dottið niður i öllu þessu þrefi, svo að menn hljóta að vilja nota timann vel sem nú gefet,” sagði einn Alþýöu- bandalagsmaðurinn. Af hálfu Alþýðuflokksmanna eru þær grunsemdir uppi aö tölu- verðrar beiskju kunni að gæta en hinu er ekki að leyna að fram- undan eru erfið mál, sem geta sett strik I reikninginn”, sagöi hann. „Það má til dæmis nefria atkvæðagreiðsluna innan BSRB og þá ekki siður flugmanna- hækkunina, sem er slæmt og við- kvæmt mál, þvi aö það kemur á versta tima og ég er sannast meðal Alþýðubandalagsráðherr- anna og þeir muni eiga erfiðast með að sætta sig við lyktir mála — þeir hafi þurft að beygja mest af, enda þótt enginn flokkurinn sé fyllilega ánægður meðútkomuna. Einn af ráðherrum Fram- sóknarflokksins lét þau orð falla að hann hefði veriö óánægður með það hversu litlu rikisstjórnin hefði komið i verk til þessa vegna alls þess tima, sem i þras hefði farið.Hins vegartaldi hann sig nú sjá fram á bjartari tima. ,,Ég held að þetta sé nokkuð almenn skoðun meðal okkar ráðherranna sagna ákaflega óhress með hvernig þau mál hafa skipast”. Svipaðhljóðvar i einum framá- manni Alþýðubandalagsins, sem kvaðst állta að friðvænlegra væri framundan — fyrst fengju menn nú tóm til aö hugsa sitt ráð i páskahléinuen siðan væri stuttur timitilþingloka. Hins vegar benti hanná i rikisstjórninni væru erfið mál sem biöu úrlausnar, skiptar skoðanir væru milli stjórnar- flokkanna hvernig taka bæri A, t.d. I sjávarútvegsmálunum og landbúnaðarmálunum. Hann taldi einnig raunsætt aö ætlaaðmeðhaustinudrægi til tið- inda á vinnumarkaðinum með vaxandi ókyrrö innan ASt, þar sem heildarsamstaðan virtist vera að rofna, bæði af fenginni reynsluaf þeirrisamstöðu og eins vegna þess að Snorri Jónsson for- seti ASÍ hefði ekki þau tök sem fyrirrennarar hans. Liklegt væri þvi að það yrðu fremur iands- samböndin hvert fyrir sig sem hugsuðu sér til hreyfings, og þá yrðu ráöherrar Alþýðubanda- lagsins enn milli steins og sleggju, en gætu ekki annað en fylgt verkalýðshreyfingunni. Alþýöubandalagsmaöurinn taldi hins vegar meginspurning- una á næstunni verða þá hvort stjórnarflokkarnir héldu áfram þessum opna samningaleik um fjölmiðlanna ellegar hyrfu aftur ofan I skotgrafirnar og semdu um málin sin á milli áður en hlaupið væri i blöðin. Taldi hann ekki ótrúlegt að það yrði ofan á. „Þessi opni fjölmiðlaleikur hefur þann galla, að islensku blöðin eru svo vanmáttug að það er ekki siður um það að ræða að póli- tikusarnir noti blöðin — að blaöa- mennirnir veröi aðeins tæki i taktisku spifi flokkanna”. OtrDDr] Eftir Björn Vigni Sigurpálsson Eftir Magnús Torfa ðlafsson yfirsýn STAÐAN EFTIR FRIÐAR- SAMNING ÍSRAELS OG EGYPTALANDS Friðarsamningur Egypta og Israelsmanna er I höfn, en um leið hefst innbyrðis barátta fyrr- verandi bandamanna I röðum arabarlkja. Atján arabariki hafa fordæmt Egypta og boðað refsi- aðgerðir á tiendur þeim. Að svo komnu er um að ræða gagn- kvæma heimkvaðningu sendi- herra, en óljóst er hversu vlð- tækar frekari ráðstafanir I við- skiptum og f jármálum verða. Það var þrekvirki af Iraks- stjórn, sem hélt fund arabarlkja til að ákveða viðbrögð viö friöar- samningnum, að sameiginleg niðurstaöa skyldi nást. Fyrstu daga fundar utanrikisráðherra i Bagdad voru helst horfur á að fundurinn myndi leysast upp, þegar fulltrúar Sýrlands, Palestinu-araba og Libýu gengu af fundi til að mótmæla afstöðu Saudi-Arabiu og rikja á hennar bandi. Niðurstaðan varð að beina aðgerðum einvörðungu gegn Egyptalandi, en láta hjá liða að reyna aö klekkja á Bandarikj- unum, stórveldinu sem stendur að baki friðarsamningsgeröinni. Þetta verður til þess að refsiað- gerðir arabaríkja hljóta að reynast léttvægar. Svo er mál með vexti, að þeim er óhægt um vik að láta Egyptaland finna verulega fyrir vanþóknun sinni, en þau hefðu getað gert Banda- rikjunum verulega skráveifu. Bann við oliuútflutningi frá Arabalöndum til Bandarikjanna hefði veriö afdrifarik ráðstöfun, en slikt tók Saudi-Arabia ekki I mál, og reyndarekki önnur helstu oliuútflutningsrlki meðal araba- landa, einsogKuwait, Sameinuðu furstadæmin og Alsir. Bannið hefði sér i lagi oröiö Saudi-Arabiu enn þungbærara en nokkurn tima Bandarikjunum, sett efnahag Saudi-Araba á ringulreið og þar með teflt völdum konungsættar- innar i voöa. Olíubann á Egypta er aftur á mótisvjpaö og.að skvetta vatni á gæs, þvi þeir eru sjálfum sér nóg- ir um ollu, stunda nokkurn oliuút- flutning nú þegar og verða enn umsvifameiri á þvl sviöi, eftir að þeir endurheimta oliulindirnar á Sinaiskaga, sem Israel er nú skuldbundið að skila. Efnahagsaðstoð Saudi-Arabiu og annarra auðugra arabarikja við Egypta er ekki heldur eins þýðingarmikil og af hefur verið látið, ogsvo er að sjá aö fjárhæðir sem þegar hefur veriö samið um ráðstöfun á, þar á meöal 500 milljónir dollara til kaupa á her- flugvélum frá Bandarikjunum, verði látnar af hendi rakna. Aður en f riðarsamningurinn var gerður, var fjárstuöningur Bandarikjanna við Egyptaland oröinn mun riflegri en framlag arabaþjóðaiil Egypta, og eftir friðargerðii a er Bandarikja- stjórn skuldb mdin til að auka þá aðstoð verulega. Hætta sem að stjórn Sadats i Egyptalandi steðjar er ekki sú að hann komist i kröggur vegna refsiaðgerða araba, heldur að landsmenn vænti of mikilla hagsbóta af friöargeröinni, sér I lagi fjár- straumi frá Bandarikjunum, og fyllist vonbrigöum þegar frá lið- ur. Arabarikin átján reyndust ekki geta beitt olfuvopninu gegn Bandarikjunum, og úr þvi svo er megna þau ekki aö hagga þeim grundvallarbreytingum sem friðarsamningur Egyptalands og tsraels felur i sér á hernaðarlegri og pólitiskri stööu I löndunum fyrir Miðjaröarhafsbotni. Þeim er gersamlega um megn að ógna Israel með hernaði, úr þvi Egyptaland er horfið úr fylking- unni. Hingað til hafa styrj- aldirnar við Israel fyrst og fremst mætt á Egyptum, og f hinni sið- ustu var svo komið að egypski herinn stóð þeim israelska á sporöi I flestum greinum. Ekki skiptir minna máli, að Bandarikin hafa meö hlutdeild sinni I samningsgeröinni skuld- bundið sig til að skiljast ekki við málið fyrren raunverulegur frið- ur er i höfn. Carter er fyrsti Bandarikjaforsetinn sem beitt hefúr áhrifum Bandarlkjanna á ísrael til aö þvinga það til eftir- gjafar, og það af slikum þunga aö meira að segja stjórn undir for- ustu Menachems Begins varö aö láta undan að nokkru marki. Jafnskjóttog friöarsamningurinn var i höfn hélt Carter forseti ræðu, þar sem hann beindi máli sinu sérstaklega til Palesttnu- araba, ogkvað þeim vfsan stuðn- ing Bandarikjanna til að fá fram- gengt réttmætum kröfum sinum, jafnskjótt og þeir viðurkenndu skýlaust tilverurétt Israelsrikis. Framkvæmd friðarsamnings- ins milli Egyptalands og ísraels tekur nokkur ár, og á þeim tima getur ýmislegt breyst. Sjálfstjórn Palestinumanna á Gaza-svæöinu undir verndarvæng Egypta yrði 01 að mynda freistandi fordæmi, fyrir Palestinumenn á vestur- bakka Jórdansár og stjórn Jórdans, aö nota sér ákvæöi ffiðarsamningsins til aö koma á svipuðu fyrirkomulagi á sinu svæði. Og fari svo að konung- bornir Saudi-Arabar fái tóm til aö ná sér eftir skrekkinn sem aö þeim setti við fall Iranskeisara, fer eki hjá þvi aö hagsmunirnir teyma þá á ný á sveif meö Banda- ríkjunum og Egyptalandi. Sovétstjórnin hefur látið I ljós vanþóknun sina á friðargerðinni og kveðst styöja Palestinuaraba með ráðum og dáð, en viðbrögöin af hennar hálfu bera i rauninni vott varfærni. Sovétrikin hafa ekki látið frumkvæði Bandarikja- stjórnar við Miðjarðarhafsbotn hafa minnstu áhrif á skipti sin við Bandarikin á öörum sviöum. Ljóst er að Sovétmenn biða átekta. Þeir hafa dýrkeypta reynslu af þvi að blanda sér of náið i málefni Arabarfkja. Við- leitni þeirra til að koma ár sinni fyrir borö i Egyptalandi endaði með illindum, brottrekstri og auðmýkingu. Þóttekki hafi keyrt svo um þverbak i skiptum þeirra við Sýrland og írak, hefur á ýmsu gengiö i sambúðinni við þau. So- vétstjórnin virðist vænta þess, að Bandarikin eigi eftir aö brenna sig á svipuðu soði I löndunum fyr- ir Miðjarðarhafsbotni, og vill þá vera i aðstööu til að græöa á hnekki sem bandarisk stefna kann að biða. Hernaöarlegt öryggi Israels hefur stóraukist við friöar- samninginn við Egyptaland, en pólitiskur vandi er Israels- mönnum á höndum, Meðan strið blasti sifellt við á næsta leiti, var tilveran tiltölulega einföld fyrir þá. Nú eiga þeir kost friðar i fyrsta skipti i þriggja áratuga sögu rikisins. A viöbrögðum Israelsmanna viö þeirri breyt- ingu veltur öðru fremur, hver framvindan verður eftir friðar- gerðina i Washington. Begin á Kairóflugvelli I hinni opinberu heimsókn sinni þangað á dögun- um. Sadat tók ekki á móti honum þar sem hann hafði mikilvægari störfum að gegna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.