Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 9
9 __he/garpósturinrL. Miðvikudagur n‘. aprn Í979 þér Helgar- pósturinn? Thor Vilh jálmsson, forseti Bandalags islcnskra listamanna: „Mér lýst vel á kjarnann I ykk- ar sveit. Þaö er erfitt aö dæma eftir fyrsta blaöi en sumt virkaöi fjörlegt en annaö ekki. Ég hefði viljað sjá meira af menningar- fréttum, en minna af ýmsu efni sem er nánast plága i dagblööun- um. Diskódísir.... ég fletti hratt framhjá þvi”. Þjóðleikhúsdeilan Helgarpóstinum hefur borist málstaöur sem ég reyndi að eftirfarandi athugasemd frá Brieti Héöinsdóttur leikara: „1 fyrsta tölublaði Helgar-\ póstsins er frétt frá fundi i Fé- lagi islenskra leikara, þar sem ágreiningsmál stjórnar Þjóö- leikhússins og félagsins voru mjög á dagskrá. En svo rangt er farið meö staðreyndir i frétt þessari að telja verður heimild- ir blaösins i meira lagi hæpnar og vil ég átelja þetta nýfædda blað fyrir aö birta fregnir af við- kvæmum innanfélagsmálum án þess a.m.k. að afla sér betri upplýsinga. Nú tel ég mig sem óbreyttan félagsmann i F.f.L. ekki hafa umboð til að skýra frá gangi þessara deilna og hef ævinlega litið svo á að það sem gerist á lokuðum félagsfundum sé trúnaðarmál og mun þvi ekki leiðrétta þessa frétt af hennar mörgu missögnum. En i frétt- inni er ég nefnd á nafn og sögð hafa „tekið málstað” Þjóðleik- hússtjóra gegn þeim tveimur starfsfélögum minum sem sagt hefur verið upp störfum. Þetta eru ósannindi eins og öllum má vera ljóst sem fundinn sátu. Sá leggja liö á fundinum er mál- staöur fjölmargra félaga i F.I.L. og raunar kvaddi ég mér upphaflega hljóðs að beiðni nokkurra þeirra. Þakka birtingu Briet Héöinsdóttir” Jafnframt hafa aðrir nafn- greindir leikarar I fréttinni, Helgi Skúlason, Helga Bachmann og Guðrún Stephen- sen, tjáð Helgarpóstinum, að þau taki efnislega undir athuga- semd Brietar. Ritstjórn Helgar- póstsins telur sjálfsagt að biðj- ast velvirðingar á þvi að frétt blaðsins gefur ekki rétta mynd af málinu, sem mun vera flókn- ara en hingað til hefur komiö fram i fjölmiðlum. Hins vegar hefði Helgarpósturinn talið æskilegra ef unnt hefði veriö að gera grein fyrir því um hvað þetta hitamál raunverulega snýst. Þjóðleikhúsið er opinber stofnun og samskipti þess viö helsta launþegafélag innan stofnunarinnar geta vart talist einkamál deiluaðila. -Ritstj. á, að vilji fólk vera alveg öruggt, stigur það ekki fæti sinum, hvorki með eða án skiða, á skiðalönd Reykvikinga. Ég þekki til dæmis konu, sem fékk sér skiðalausan göngutúr i Blá- fjöllum og var rétt búin að drepa sig með þvi að detta á þröskuld skiðaafdreps. Pilti, sem stóðhjá á skiðunum sinum, varð svo mikiö um, að hann datt og fótbrotnaöi. En fýrir vissan hóp fólks má segja, aö áhætt- urnar geti haft ljósa punkta, til dæmis fyrir rithöfunda, sem hafa svo mikið aö gera, að þeir mega ekki vera að þvi að skrifa. Fyrir þá getur vellukkað fótbrot verið kærkomið, þvi undir slikum kringumstæöum fær fólk aðvíra i rúminu slnu i friði og þar er hentugt aö skrifa. Hollustan erþáttur, sem mjög erfitt er að meta, ekki sist fýrir Reykvikinga og nágrenninga, þvi aðeins er hægt að komast á skiði meö höppum og glöppum, Margt er flókið í kýrhausnum Það er engin lygi að ákvarðanatökur geta verið svæsnustumál,sem fólk lendir i á langri ævi, og margir mundu unaglaðir við sitt alla daga sem guð gefur yfir, ef þeir þyrftu aldrei að ákveða sig um neitt. Enda læra menn meö aldrinum, að vissir málaflokkar leysast af sjálfu sér og best að láta þá rúlla án ihlutunar, svo við nefnum aðeins peningamál og ástamál. Svo eru aðrir málaflokkar, sem þarfnast skoðunar og ákvarðana, þar á meðal iþrótta- iðkanir og tómstundastörf (nema náttúrlega fyrir þá, sem fella ástamál alfarið undir þessa flokka). Það er einkum Hvaða sjálfsimynd getur það samræmst að vera byrjandi á skfðum? Ég þekki engan, sem hefur svo litið sjálfsalit, að honum finnist það ástand sér samboðið. Einkum þegar haft er i huga að þetta auðmýkjandi ástand gengur ekki yfir i ein- rúmi, heldur i fjölmenni, og má hér minna á hið fornkveðna, að sú mynd sem maður hefur af sjálfum sér, er sú mynd sem aðrir hafa af manni. Sé maður svo flottur á þvi að strika út býrjendaimyndina, hvernig litur þetta þá út? Hér verður að hafa i huga, hvaða flokk fólks maður er raunveru- lega farinn að fylla með þvi að æða á skiði. Þvi er fjótsvarað, að allir eru á skiöum nema and- ákvarðanatöku vegna upphafs skiðaiðkana. Manneskja, sem stendur frammi fyrir slikri ákvörðun, mun komast að þvi að hún hefur engan tima. En það er ástæða, sem ekki er unnt að taka gilda, þvi að nú er svo komið, að allir hafa svo mikið að gera að þeir gera ekki neitt hvort sem er. Sama gildir um kostnað; það er áhrifaþáttur, sem ekki þarf að velta fyrir sér, samkvæmt framansögðu, þe. peningamál leysast af sjálfu sér, I þessu til- felli þannig, sé um venjulega fjölskyldu að ræða, að hún einskorðar sig við ýsu i nokkra mánuði, sleppir kaffi alfarið, eða kaupir sér ekki jólaföt, og stendur á þann hátt straum af frumkostnaði. Áhætturnar, sem skiöa- mennskuerusamfara, þarf hins vegar að athuga gaumgæfilega. Vart þarf að tiunda þær nákvæmlega, en rétt aö benda svo að hollustan verður mjög ósamfelld. Séu hins vegar farnar gagngeröar skiðaferðir i viku eða meir, má búast við þvi að hollustan verði einum of samfelld og að menn ofreyni sig. Það ætti að vera ljóst af framansögöu, að það er i meira lagi ílókið mál að vega og meta kosti og galla skiðamennsku, og flækist enn, þegar það er haft i huga, að áhrifaþættirnir eru misþungir á vogarskálum. Auk þess hefur ýmsu verið sleppt, svo sem hinni þungbæru ákvarðanatöku, sem fylgir i kjölfar upphafsákvörðunar- innar. Hér á ég við hvers konar skiöi menn ætla að kaupa sér, hvaða litur á að vera á skiöa- gallanum, skónum osfrv. Þess má að lokum geta, að fróðustu menn telja fátt skemmtilegra i heiminum en að vera á skiðum. En hver getur verið að hugsa um svoleiðis hégóma. Þorbjörn Broddason, lektor við Ht: „Mér llst helviti veláhann. Ég sá hann i húsi um helgina, á leiö- inni út, og gat ekki lesið hann vel. Ég hljóp þvi út i sjoppu til að kaupa hann, en þá var hann upp- seldur. En þaö sem ég sá iikaði mér”. Matthias Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsms: „Ég held að það ætti að tala við flesta aðra en mig, þvi aö ritstjór- ar blaösins, bæði Arni og Björn Vignir, byrjuðu sina blaða- mennsku á Morgunblaðinu, og hafa starfað undir okkar hand- leiðslu. Ef ég segði eitthvað um blaöið væri það eins og hænan væri aö gefa egginu einkunn! Það gleður mig aftur á móti að unginn er að brjótast úr egginu”. fiókið aö ákveða, hvort hefja skuli iðkan nýrrar íþrótta- greinar, ég tala nú ekki um ef menn eru komnir af léttasta skeiði og hafa aldrei stundað annað en gönguferðir og dans- leiki. I fyrstu umferð þurfa menn sérílagi að hafa i huga, hvort iþróttin samræmist þeirri mynd, sem þeir hafa af sjálfum sér. En hér erum við strax komin á glerhálan is. Tökum nærtækasta dæmið, skiöaiþrótt- ina. leg eða Hkamleg nóboddi, gamalmenni eða kvenfólk. Skiöamennska er þá pottþétt aðferð tií að vera ekki tekinn i misgripum fyrir þann botn á þjóðfélaginu. En málin eru auðvitað flóknari fyrir þá, sem geta ekki ákveðiö hvort þeir vilja láta taka sig i misgripum, möo. fyrir þá, sem óttast ekkert meira en að berast með straumnum. Timi er einn þeirra áhrifa- þátta, sem hafa ber i huga við Guðjón Einarsson, varafrétta- stjóri sjónvarpsins: „Mér fannst hann ágætur. Það er alltaf gaman aö sjá ferskt blaö, ég fann heilmikið i honum sem ég hafði áhuga á, og las hann upp til agna”. Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Páll Heiöar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson t dag skrifar Steinunn Sigurðardóttir. Aöalsteinn Ingólfsson, menning- arritstjóri Dagblaðsins: „Mér fannst menningarefni blaðsins — það sem snýr kannski helst að mér — gott. Það var vel að þvístaðiö, ogskemmtilega sett upp. Ég var ekki jafn hrifinn af ýmsu örðu — mér f innst t.d. haus- inn ekki nógu góður, og I blaðinu vorugreinar sem ekki vöktu bein- linis áhuga minn”. hringbordid

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.