Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 6
6 Þau eru ólik I útliti. Hann er hár og grannur. Hún lltil og búttuö. Þorkell segir aö þau finni fyrir þvi heima I Reykjavlk. Sumir snúi sér viö á götu og glápi. ,,Viö erum eins og Litli og Stóri”, segir hann. 1 fjölskrúöugri mergöinni I London skiptir svona nokkuö aftur- ámóti minna máli, og skiptir auövitaö engu máli yfirhöfuö. óllkt útlit kemur ekki I veg fyrirþaö aö samstiliingin hjá Diddú og Þorkeli sé góö, straumarnir jákvæöir. Viö hittumst I anddyrinu I skólanum þeirra I London fyrir fáum vikum. Guildhall School of Music and Drama er virtur skóli sem allt frá þvl um aldamótin hefur menntaö upprennandi listafólk I tónlist og leiklist I Bretlandi. Núna er hann hýstur I nýrri bygg- ingu irosalegu steinsteypuhverfi skammt frá Moorgateneöanjaröarstööinni, sem minnir einna helst á viggirtan kastala I tuttugustuaidar stil. Ekki beint inspirerandi. En innblásturinn kemur vist aö innan. Viö höidum á krá eina einhvers staöar I turnum kastalans og spjöllum saman yfir bjórkönnu. Diddú þykist vera pen og fær sér litla flösku af Pils. Þau koma bæöi meö drjúga reynslu aö heiman. Diddú, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur — , kannast trúlega fleiri viö. Úr Spilverki þjóöanna, Reviuplötunni og ótal öörum plötum, Silfurtúnglinu, Brekkukotsannál og fleiru og fleiru. Nú er hún komin úrpoppinu og farin Miðvikudagur 11. april 1979 —helgarpústurínn. aö læra söng upp á klassiskan máta og stefnir meira aö segja I óperudeildina. Þorkell Jóelsson kom lika I klassikina gegnum poppiö. Grúppurnar hans voru nú vlst ekki á hvers manns vörum og rokktrommarinn fór aö ánetjast klasslkinni og endaöi sem hornleik- ari. Hann er á ööru ári I Guildhall og hún á fyrsta. Um tvö þúsund manns eru aö læra músik og leiklist I Guildhall School og Music and Drama. Þar af eru fimm og hálfur íslendingur. Þessi hálfi er stúlka sem er áheyrnar- nemandi. „Reyndar má nú segja aö önnur sé svo breiö aö viö náum tölunni sex”, segir Þorkell og brosir til Diddú. Þau eru ekki I fullu námi, heldur velja fög eftir áhuga og útskrifast svo þegar þau eru tilbúin til þess. Fullt nám þýöir ákveöinn námsramma meö skyldufögum og tlmasettum prófum. „Þetta er mjög sjálfstætt og frjálst nám hjá söngnemum og leiklistarnemum, en nemendum I hljóöfæraleik er sniöinn Iviö þrengri stakkur”, segja þau. Diddú er I tlmum I söng, planóleik og tónheyrn, Þorkell I hornleik, hljómfræöi og tónheyrn. „Ég var meö pianótlma llka”, segir hann. „En pianókennarinn minn er dáinn. Hann dó I vetur. Ég vona aö þaö sé ekki mér aö kenna”. „Það er hægt að kaupa sér ódýr súkkulöð .. —Helgarpósturinn heimsækir Diddú og Þorkel í London í skólanum Viö ræöum fyrst um skólann. „Viö erum aö meöaltali þrjá — fjóra daga i viku I timum”, segir Diddú. „En i raun og veru kemur maöur hingaödaglega. Hér erutil dæmis sérstök æfingaherbergi sem maöur notfærir sér og þarf Þá oft aö standa I löngum biörööum. betta eru hljóöein- angruö herbergi og maöur getur þaniö sig aö vild. Stundum heyri ég I þessum ungu krökkum þar sem þaueruaö æfa sig, oghér er mikiö úrval af góöum röddum. Sérstaöa þessa skóla er einkum sú að hann hefur bæöi söng- og leiklistardeild, sem svo sam- einast I óperudeildinni. Hér eru þannig færöar upp óperur af nem- endum, og reyndar er allt slikt starf,leiksýningar og tónleikahald mjög öflugt. Þaö eru sett upp ein sjö leikrit á hverri önn og tón- leikar eru margir I viku.” Hvernig stóö á þvi að þið höfnuðuö I þessum skóla? „Kennarinn minn heima i Tónlistarskólanum i Reykjavik, Viöar Alfreösson læröi hérna á sinum tima”, segir Þorkell. „Hann benti mér á aö þetta væri góöur skóli, og sama haföi ég reyndarheyrtúr fleiri áttum. Svo spiiaöi ekki siöur inn I aö Diddú ætlaöi aö fara hingaö.” ,,En ég haföi bara ekki tima til þessfyrr en núna”, segir Diddú. „Ég var viö söngnám i Tónlistar- skólanum hjá Rut Magnússon i tvö ár, en það var alltaf svo mikiö að gera hjá mér i poppinu og ööru aö mér tókst ekki aö ein- beita mér aö náminu. Menn voru sifellt aö hringja i mig og spyrja hvort ég gæti ekki brunaö s vo sem einulagi inn á þessa plötuna eöa hina og svo framvegis. Bæöi pabbi og mamma og Rut og fleiri vorubúin aöhvetjamig tilaöfara nú að læra af alvöru. A endanum sagöi Rut aö ég hreinlega yröi aö rifa mig út. Svo ég dreif f þvi aö senda þeim hérna spólur meö kiassiskum söng. Þeir gáfu mér grænt ijós. Buöu mér aö koma og syngja fyrir þá, sem ég og geröi. Og hér er ég og get ekki annað.” Með nesti á Wagner „Svo er auðvitaö eitt enn sem spilar inn i þaö aö maöur er hér”, segir Þorkell. „London er hrein gullkista af menningarlegu lifi. Hér eru haldnir að minnsta kosti tíu konsertar meö klassískri músik á dag, og fjölmargir meö rokki og annars konar músik þar aö auki. baö er mjög nauösynleg t fyrir fólk sem fer út til aölæraaö hafa tækifæri til aö fylgjast meö raunveruleikanum bak viö viökomandi fag. Til London koma listamenn úr öllum heimshornum, þannig aö maöur fær þverskurð af því sem er aö gerast i tónlist. Fyrir hljóöfæra- leikara er þetta ómetanlegt, þvi þaö þrifast mismunandi stilar i tónlistog flutningi hennar i hinum ýmsu löndum oghér getur maður boriö þetta saman”. Fariöi oft á konserta? borkeil: „Já, mjög oft. Tvis- var-þrisvar i viku aö meöaltali fyrir utan allt þaö sem er aö gerast iskólanum. Og ekki bara á klassfska konserta. Um daginn fórum viö til dæmis á Frank Zappa, en á laugardaginn var sátum viö hins vegar i' sex tima og hlustuðum á „Wagner”. Diddú: „Fólk mætti meö nesti og hitabrúsa.” Er ekki svakaleg þolraun aö hlusta á Wagner i sex tima sam- fleytt? Þorkell: „Nei. Ég hafði gaman af þvi allan timann.” Hin pottþétta vitrun Ég spyr Þorkel hvernig á þvi stóð aö stráklingur úr Mosfells- dalnum ánetjast tónlist meöþeim hætti aö sex tima Wagnermara- þon er áh'ka ánægja fyrir hann og vika á Mæjorka er fyrir mebal- jóninn. „Ég fórnú f skólalúðrasveitina i Mosfellssveit sem er á vegum Lárusar og Birgis Sveinssonar. Læröi og spilaði á trompet. En svo þegar ég var kominn í lands- próf missti ég áhugann og hætti.” Diddú: „Þaö var þegar skelli- naöran sigraöi.” Þorkell: „Svo seldi ég skelli- nööruna til að komast á popp- hátföina I Þórsmörk ’68. bar meö hófst fimm ára timabil I popp- braski. Og þá sneri ég mér aö trommunum. Var fyrst i innan- sveitarhljómsveitinni Benjamin semum skeiöhét Lávaröadeildin. En einkum og sérilagi var það Gaddavir. Við neyddumst svo til aðbreytanafni Gaddavirs i Mold- rok vegna atvinnuleysis og ein- dreginna tilmæla veitingahúsa- eigenda. Svo var ég eitt sumar i Logum i Vestmannaeyjum. Þetta var allt heldur svona léttvægt og léttúöugt tim">il”. Þorkell glottir dálitiö. „Svo allt 1 einu og ófarvarandis kom klassiska bakterian I mig aftur. Ég slysaöist til aö fara á skemmtun i Háskólablói sem ein- hver sjóslysasjóður á vegum leikarafélagsiris og starfsmanna- félags sinfóniuhljómsveitarinnar hélt. Og mig minnir aö vitrunin hafi komiö þegar ég heyröi Bessa Bjamason stjórna forleiknum aö William Tell meö billjardkjuða. Þá vissi ég að þetta var mitt fag. Þetta var vorið ’74 og ég innritaði mig i tónlistarskólann I hornleik haustiö eftir. Þar var égsvo i þrjá vetur og svo kom ég hingaö. Nei, ég hef aldrei efast um aö þetta hafi veriö rétt ákvöröun. Þetta var pottþétt vitrun.” „Gólaði sem litil púdda” „Þetta var alltaf voöalega óráöiö með mig”, segir Diddú þegar ég spyr hvernig hennar vitrun hafi orðiö. ,,En pabbi og mamma hafa sungið mikið. Heima var alltaf dúndrandi söngur. Maöur vaknaöi upp viö La Traviata á morgnana. Af því leiðir að ég fór aö góla þegar ég var litil púdda. En svo komst maöur á viökvæman aldur. Fannst það asnalegt aö syngja. Þaövar því tilviljun aö ég fór aö syngja aftur, til dæmis meö Spil- verkinu. Og ég haföi engan áhuga á klassiskri tónlist. Þaö var ekki fyrr en ég kynntist Þorkeli. Fór aö elta hann á tónleika. Hann var eiginlega mln vitrun! Og loks kom aö þvi aö menn sögöu við mig: Þú þarft aö fara aö læra stelpa.” Séröu eftir þvi að hafa látið undan þeim áskorunum? „Nei, alls ekki. Mér finnst bara oft að mér miöi of hægt áfram. Þetta eru allt ööruvfsi vinnubrögð en ég var vön úr poppinu og stúdióunum heima. Þar var þetta svo frjálst. Hér er allt þrælskrifað og maður ræöur ekki einu sinni hvar maður andar. Þannig finnst mér óskaplega erfitt aö reyna að syngja lag sem ég veit aö ég ræö ekki viö fyrr en eftir fimm ár. Bæöi vegna þess að röddin er enn óþroskuöogsvoerégekki búin að ná þeirri tækni sem til þarf.” Var reynslan úr poppinu og jazzinum samt góö undirstaða? „Já, hún er þaö á sinn hátt. Ég bý vissulega aö henni, þótt ég hafi ekki vitaö hvernig þaulög sem ég söng þá litu út á blaði”. Ertu nokkuö hrædd um aö klassiskt söngnám dragi úr hæfi- leikanum til aö syngja popp og jazz? „Alls ekki. Þetta er bara spurning um útvikkun.” Gott og vont i poppi Veröið þiö sem gamlir popp- arar vör viö þaö aö þið séuð frá- hverfari poppinu og þyki minna til þess koma en áöur? „Nei, maður verður ekki frá- hverfari þvf”, segir Þorkell. „Þvert á móti njótum viö popps- ins enn beturMaöur á auöveldara meö að greina þaö frá sem illa er gert og um leiö auöveldara meö aö meta góöa popptónlist.” Ykkur finnst poppiö sem sagt ekki á lægra plani en klassfkin? „Jú, mér finnst þaö á lægra plani, þar sem þaö f flestum til- vikum höföar til lægri hvata. Sfgild tónlist leitar frekar uppá- viö og inn en poppiö hins vegar niður og út.” Hverríg sýnist ykkur poppiö standa núna? „Þaö er staðnað”, segir Diddú. „Menn eru ab taka upp þaö gamla og reyna að gera þaö ööru- visi, ekki ósvipað þvi og verið er aö gera öðru hverju í fata- tiskunni. Þaö er búiö aö fletja poppiö út aö miklu leyti.” „Til dæmis er pönkiö i flestum tilfellum óttalegt úrhrak”, segir Þorkell, „þótt það geti veriö ?? gaman að heyra sumt af þvi ef svo ber undir.” En islenska poppið? Diddú: „Miðaö viö þaö sem er aö gerast hér og annars staðar finnst mér islenskt popp standa bara ansi framarlega. Ég held samt aö þaö séu gefnar út of margar plötur heima með aöeins meöalgóöu efni. Þeir sem á hinn bóginn standa upp úr eru fáir en virkilega góöir.” borkell: „Viö eigum nokkrar djöfull góðar hljómsveitir. Éghef aö eðlilegum ástæöum ekki getaö fylgstnógu vel með þessu, en mér finnst til dæmis Galdrakarlar flink og vönduö hljómsveit. Og besta platan sem komiö hefur út á tslandi f langan tima er plata Þursaflokksins : Islenskt rokk meö ekta, þjóðlegu þunglyndi”. Framtiðin En þótt London sé hagstætt heimili fyrir tónlistameytendur er hún ekki grimmur vinnustaöur fyrir hljóðfæraleikara? Ég spyr Þorkel aö þessu. „Jú, hér rikir vissulega ofsaleg samkeppni milli hljóöfæraleikara um vinnu. En London hefur að þessu leyti lika þá jákvæöu hlið aö þótt hljóðfæraleikarar geti ekki allir fengiö fasta atvinnu viö hljóöfæraleik, þá geta þeir yfir- leitt lifaö á kennslu og jafnframt spilaö meö áhugamannahljóm- sveitum sem hér eru margar og sumarhverjar mjög góöar.Ég fæ öl dæmis alla mina reynslu hér meö þvi. Spila núna i þremur slikum hljómsveitum og á einmitt að leika á hljómleikum með einni i kirkju,.einni annaö kvöld.Hún heitir Kensington Symphony Orchestra. Þessar hljómsveitir erustyrktar af borgaryfirvöldum iLondon. Styrkurinn greiðir allan kostnað, en ef gróði verður af konsert fer hann til hljóðfæraleik- aranna. Þótt hljóöfæraleikari i London nái kannski ekki þvi tak- marki aö fá fasta vinnu sem slíkur, þarf hann þannig ekki aö örvænta ef hann á annaö borö kann aö spila.” En stendur ekki til aö fara heim? Þorkell: „Þaö kemur bara i'ljós hvaö mabur gerir. Ég geri ráö fyrir einu ári í viöbót og tek þá hljóöfæraleikarapróf. Maöur sér svo til.” Diddú: „Jú, þaö kemur aö þvi aö maður fer heim. En ég sé fyrir mér nokkur ár hér í viöbót. Ég er rétt að byrja. Þetta er i fyrsta skipd sem ég get sinnt söngnámi af viti og ég ætla aö reyna aö halda þessu til streitu.” Saknarðu ekkert poppllfsins heima? „Þaövaralltaf gaman aö halda konserta og vinna að plötum með Spilverkinu. En mórallinn heima

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.