Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 3
—he/garpósturinn Miðvikudagur 11. apríl 1979
3
Geir Hallgrimsson:„l>aB er gert I þeim titgangi aB menn geti
spjallaB þarna saman alveg frjálst og óbundiB...”
„ÓSKÖP SAKLAUS
FÉLAGSSKAPUR”
— segir Geir Hailgrimsson
Geir Hallgrímsson fyrrum forsætisráðherra
og núverandi formaður Sjálfstæðisf lokksins
hefur sótt nokkrar ráðstefnur Bilderbergs,
þ.á.m. eina í Bretlandi 1977 þegar hann var for-
sætisráðherra, og olli sú ferð nokkru pólitísku
fjaðrafoki í blöðum.
Helgarpósturinn hafði samband við Geir og
leitaði upplýsinga um klúbbinn.
„Þetta er ósköp saklaus félagsskapur. Það eru
menn sem áhuga hafa á alþjóðamálum og efna-
hagsmálum sem koma saman árlega og skiptast
á skoðunum. Þetta er nærri þriggja áratuga sið-
ur", sagði Geir Hallgrímsson.
Geir sagBi að margir nafn-
togaðir menn kæmu þarna
saman og hann hefði hitt
menn eins og Denis Haley,
K.B. Andersen, Palme,
Brátteli, Fálldin, Kissinger,
Brzezinski, Helmut Schmidt
og fleiri.
„En það sem hefur komiö
þessum leynibrag á ráöstefn-
urnar er það að ekki er sagt
frá þeim um efnislega opin-
berlega”, hélt Geir áfram,
,,og það er gert i þeim tilgangi
að menn geti spjallaö þarna
saman alveg frjálst og
óbundið. Varpaö fram spurn-
ingum án skuldbindinga og án
þess að þvi sé slegiö upp i
heimspressunni. AB menn hafi
þarna vettvang til að varpa
fram ómótuöum skoðunum
sem umræöugrundvelli”.
Um inntökuskilyrði kvaðst
Geir ekki geta sagt nákvæm-
lega, en einhver fastur kjarni
veldi fulltrúa á ráðstefnurnar
og færi það eftir málefnum
hverju sinni hverjum væri
boðið”.
Er Bilderberg einhvers kon-
ar samsærisklúbbur sem
stefnir að heimsyfirráöum?
var næsta spurning Helgar-
póstsins. ,,Það er fjarri lagi.
Þarna eru t.d. verkalýðsleið-
togar, stjórnmálamenn og
mann i athafnalifi i þessum
löndum. Þetta er blandaður
hópur af stjórnmálaskoðunum
og stéttarfélögum”.
Þá var Geir Hallgrimsson
spuröur að ,þvi hvort hann
teldist fullgildur meðlimur i
Bilderbergklúbbnum og hvort
hann myndi sækja ráðstefnu
klúbbsins i Vin i Austurriki i
april. Geir sagöi að vart gæti
hann talist fullgildur meðlim-
ur, en honum stæði til boða að
mæta á næstu ráöstefnu. Hins
vegar væri ekki enn ljóst hvort
hann kæmi þvi við.
Að lokum leitaði Helgar-
pósturinn frétta af þvi hvort
einhverjir fleiri Islendingar
hefðu sótt ráðstefnur Bilder-
bergs. „Ég vissi að Bjarni
heitinn Benediktsson sótti þær
oft og ég hef sótt þær. Þáð eru
aðallega viö tveir. Gunnar
Thoroddsen mun einnig ein-
hvern timan hafa sótt ráö-
stefnu. Þá hefur Björn
Bjarnason skrifstofustjóri i
forsætisráðuneytinu tvisvar
sótt Bilderberg fundi i för með
mér, þá sem áheyrnarfulltrúi.
Ég man ekki eftir fleirum
svona i fljótu bragöi”, sagði
Geir Hallgrimsson þingmaöur
og fyrrverandi forsætisráö-
herra að lokum.
—GAS
yfir stofnun „The Trila-
teral Comission”.
Þetta fyrirtæki hrósar sér af
þvi aö framkalla valdhafa. Af
þeim 63 sem i upphafi voru með
hjá TTC eru núna 23 komnir i
allra efstu stööupósta þjóölifs i
USA. Er Carter forseti þar ekki
undanskilinn, en hann varö meö-
limur 1973. TTC var einn
styrkasti stuðningsaðili Carters i
baráttunni fyrir forsetaembætt-
inu.
Hvað gerist á Bilderberg-
ráðstefnum?
Ráðstefnur Bilderbergs eru
haldnar einu sinni á ári, i april
eða mai og standa 1 þrjá daga
samfleytt. Eru þær haldnar á
einhverju afskekktu lúxushóteli
einhversstaðar i Evrópu eða
Bandarikjunum. Hótelið er lokaö,
nánast innsiglaö, meöan fundir
standa yfirog fréttamönnum ekki
hleypt inn á hótelið og þeir fá
engar upplýsingar af gangi mála.
Engin fundargerð er skrifuö á
ráðstefnunum og engar yfirlýs-
ingar útgefnar aö loknum fundi.
öllu sem fer fram á ráöstefn-
unum er vandlega haldið leyndu.
Svo mikill er leyndardómurinp
að fari dálkahöfundar eða blaða-
menn að sýna Bilderberg of
mikinn áhuga þá gengur maöur
undir manns hönd til aö stööva
birtingu. Skulu nefnd tvö dæmi
þessu til staðfestingar. Dálkahöf-
undur að nafni Tether hjá Fin-
ancial Times hóf að skrifa greina-
flokk um Bilderberg 1975. t fyrstu
greininni sagði Tether m.a. „Ef
Bilderberg-klúbburinn er ekki
samsæri af einhverri tegund þá er
hann i öllu falli mjög góð eftirlik-
ing af sllku samsæri”.
Tether fékk ekki að skrifa
meira um Bilderberg samkvæmt
fyrirmælum frá útgefendum.
Ekki nóg með það, heldur var
þessum sama Tether sagt aö taka
pokann sinn ekki löngu siðar eftir
20 ára starf hjá Financial Times.
Eftir ráðstefnu Bilderbergs i
Cambridge, Bretlandi 1967
skrifaði Cecil King formaöur al-
þjóöasambands blaðaútgefenda
öllum útgefendum i Bretlandi og
minnti þá á þögnina, sem yrði aö
rikja um ráöstefnuna. Ekki mætti
sjást stafur á prenti um hana.
Efni ráðstefnanna virðist ,,ad
hoc”, eða meö öðrum orðum þaö
tekið fyrir sem þörf þykir hverju
Hvert er álit þitt á Bilderberg?
sinni. Dagskrá yfirleitt ekki fast-
mótuð.
Enda þótt ráðstefnufulltrúar
segi að fundargerðir séu ekki
skrifaðar þá náði blaöamaður
Boulevard I fundargerö frá ráö-
stefnu Bilderbergs sem haldin
var I Megeve, Frakklandi 1974. A
titilblaöi stóö skýrum stöfum:
„PRIVATE — TOP SECRET”.
Og aftan á fundargerðinni stóð:
„Ekki fyrir almenning”.
Ráðstefnufulltrúar sjálfir eru
þögulir sem gröfin þegar þeir eru
spurðir um efni og framgang ráð-
stefnanna. Svör þeirra eru yfir-
leitt á þessa leið: Ráðstefnunum
er ekki ætlað að vera neitt
leyndarmál, en til þess að ýta
undir frjálslegar og opinskáar
umræður fulltrúa þá er ekkert
þaö sem fram kemur á fundunum
niður skráö”.
Blaðamaður Boulevard reyndi
einnig þá leiðina að skrifa til
Washington-sendiráða allra land-
anna sem tengjast Bilderberg.
Hann fékk aðeins þr jú svör og öll
veigalitil. Sviþjóð var eitt land-
anna sem svaraði og var svar
sænska embættismannsins
eitthvaö á þessa leiö: „Bilder-
berg eru samtök sem sænskir við-
skiptajöfrar eru aðilar að i eigin-
hagsmunaskyni. Sænskir stjórn-
málamenn hafa einnig sótt ráð-
stefnur, en aðallega sem gestir.
Hins vegar vil ég taka fram að
mér eru ekki Ijósar neinar opin-
berar skoðanir sænsku stjórnar-
innar á Bilderberg-klúbbnum”.
Hvað er Bilderberg?
Ekki eru allir á eitt sáttir þegar
rætt er um eðli og tilgang Bilder-
berg-klúbbsins. Sumir segja
klúbbinn skólabókardæmi um
skilgreiningu C.Wright Mills á
„power elite” eða kjarnræði:
„Hópur manna með svipuð við-
horf og svipuð markmið móta at-
burði i krafti valds sins, en allt er
gert á bak viö tjöldin.”
Eða er klúbburinn eins og
Giovanni Agnelli, forstjóri Fiat
og stjórnarmaður i fastanefnd
Bilderberg skilgreinir hann:
„Sameinuð Evrópa er okkar
markmiö. Þar sem stjórnmála-
mönnum hefur mistekist, von-
umst við iðnjöfrar til að ná
árangri”?
Er klúbburinn ef til vill eins og
Geir Hallgrimsson segir: „Ósköp
saklaus félagsskapur áhuga-
manna um alþjóða- og efnahags-
mál”?
Margt hefur verið látið flakka
„Mér vitanlega hafa ekki nein-
ar sérstakar stjórnmálafræðileg-
ar rannsóknir farið fram á þess-
um Bilderbergfélagsskap.-Þarna
koma saman ráðamenn og bera
saman bækur sinar á óformlegan
hátt og ræöa sameiginlega hags-
muni á stjórnmála- og efnahags-
sviðinu. Það er einnig ljóst aö inn-
gönguskiiyröi i þennan klúbb eru
þau, áð meölimir og gestir
klúbbsins séu hollir þvi alþjóða
fjármagnshagsmunakerfi sem
hagkerfi Vestur-Evrópu og
Bandarikjanna eru byggð á.
Ýmsir meölimir eru annaö hvort
nátengdir ýmsum fjölþjóöa — og
auöfyrirtækjum, eins og t.d.
Bernharö prins, sem hefur verið
einn af frumkvöðium Bilderberg,
eöa bókstaflega beinir aðilar að
þessum fyrirtækjum Ég held aö
þcgar ráðamenn finna þörf hjá
sér til aö halda lokaða fundi og
ræöa málin 'og jafnvel taka
ákvaröanir, sem eru siöan fram-
kvæmdar annars staöar, þá sé
það i eöli sinu lýöræöinu fjand-
samlegt."
—Ólafur Ragnar Grimsson
stjórnmálafræöingur.
„Ég hef ekki minnsiu hug-
mynd um það fyrirbæri”.
— Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðhcrra.
um klúbbinn og það sem þar á að
hafa farið fram. George McGhee,
fyrrverandi sendiherra Banda-
rikjanna i Vestur-Þýskalandi
sagði: „Rómarsáttmálinn sem
grundvallaði stofnun Efnahags-
bandalags Evrópu var undirbú-
inn á ráöstefnu hjá Bilderberg”.
William Loeb hjá blaöinu
„Manchester Union Leader”
telur sig hafa fullvissu um aö á
ráðstefnunni 1971 hafi Kissinger
lekið upplýsingum til fulltrúa um
að fyrir dyrum stæðu miklar
samdráttarráðstafanir
(economic freeze) i efnahags-
málum i Bandarikjunum. Taldi
Loeb að þessi leki hafi gert iðn-
jöfrum og fleiri peningamönnum
kleift aö gera sinar ráðstafanir og
hafi þeir grætt á þessu um 15-20
milljaröa dollara. Þá segir sagan
að á sama fundi hafi Kissinger
einnig hvislað þeim upplýsingum
að Nixon forseti væri á leið til
Kina fljótlega. Gaf það peninga-
mönnunum svigrúm til að undir-
„Bilderberg virðist vera
klúbbur auðkýfinga og for-
ystumanna þeirra stjórn-
málaafla sem eru lengst til
hægri i heiminum. Það er
hreint hneyksli aö Islenskur
forsætisráðherra taki þátt i
leynimakki af þessu tagi. Það
gerði Geir Hallgrimsson hins
vegar áriö 1977 og neitaöi Al-
þingi um upplýsingar af þess-
um lokaða klúbbfundi. Ég
persónulega er á móti slikum
afturhaldsleyniklúbbum hvar
og hvenær sem er i heim-
inum.”
— Svavar Gestsson viöskipta-
ráöherra.
„Ég er á móti öllum leyni-
klúbbum. Ýmsir forystumenn
krata úti i heimi hafa mætt á
þessa fundi og þaö er I sjálfu
sér ekki hættuiegt fyrir krata
að hitta og tala viö fólk á önd-
veröri skoðun. Það er einmitt
hollt fyrir hægri menn sem
munu vera i miklum meiri-
hluta innan Bilderberg, aö
hlýöa á rök og lifsskoðanir
sósialdemókrata”
— Kjartan Jóhannsson sjávar-
útvegsráöherra.
búa sig i viðskiptaiegu tilliti fyrir
hinn nýja markaö i Kina.
Marshall McLuhan fjölmiöla-
sérfræðingur fór á Bilderberg-
ráðstefnu 1969 og lýsir áhrifunum
þannig að hann hafi „nánast verið
kafnaður af flatneskju og blaðri
út i bláinn’.
Ljóst er að Bilderberg-klúbbn-
um hefur meö sterkum áhrifum á
alla stærri fjölmiðla tekist að
vinna að mestu leyti bak við tjöld-
in. Hver er ástæðan fyrir þessari
leynd? Klúbbfélagar segja: „Svo
að meðlimir geti tjáð sig frjáls-
lega og sagt sannleikann
umbúðalaust”. En þá vaknar sú
spurning hvaða leyndarmál eru
það og hvaða sannleikur er það
sem þarna birtist, en almenningi
skal falinn?
Það er góðra gjalda vert að
leiötogar hittistog skiptist á skoð-
unum. En sú spurning er áleitin,
hvað sé verið að fela og hvernig
fellur sá feluleikur inn i hið svo-
kallaða lýðræðis- og frelsis-
munstur Evrópu?
Samantekt: Guðmundur Árni Stefánsson
Skemmtileg
hagnýt
tómstuncb-
vinna:
Postulín -
og trévörur
sem þér málið
og skreytið sjálf.
Við höfum mynstrin,
iitina og áhöldin.
Verið velkomin að líta inn og skoða úrvalið. Síðumúla 15 SÍmí 3 30 70