Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 21. apríl 1979. —he/garpústurinn —he/gar pósturinn._ utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi Rekstur: Alþýðublaðið Fra mk væmdast jór i: Jóhannes Guðmundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson Blaðamenn: Aldis Baldvinsdóttir, Guð- jón Arngrímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Arni Stefánsson Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Auglýsingar: Ingibjörg Sigurðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavlk. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverf isgötu 8 — 10. Símar: 81866, 81741, og 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 3000 á mánuði. Verð í lausasölu er kr. 150 eintakið. Leiksoppar lekanna? Liklega hafa fá svið blaða- mennsku tekið slikum umskipt- um á siðustu misserum sem það er snýr að fréttaflutningi fjöl- miðlanna af stjórnmálum. Ekki er ýkja langt siðan að öll umfjöll un um stjórnmál I dagblöðunum var I höndum sérstakra trúnaöar- manna þeirra flokka, sem við- komandi blöð fyigdu aö máium. „Kommisarar” voru þessir mætu menn iöulega kallaðjr af hinum, sem fengust við almennan fréttaflutning og þótti hlutskipti þeirra litt eftirsóknarvert. Nú er hins vegar annaö uppi á" tengingnum. Nú er trúnaöar- mannakerfiö á hröðu undanhaldi og blöðin hafa flest hver gefiö blaðamönnum slnum meira og minna lausan tauminn viö öflun frétta af stjórnmálasviðinu. Ef reynter að timasetja þessa sögu- legu breytingu i isienskri blaöa- mennsku, þá beinist athyglin að alþingiskosningunum siðustu og stjórnarmyndunarviðræðunum, sem ihönd fóru. Mikil uppstokkun var I þingliöinu, inn komu nýir menn með ný viðhorf varöandi samskipti stjórnmálamanna og f jölmiðla. Liklega voru það þingmenn úr röðum þess flokksins, sem veigaminnstan blaðakostinn haföi, sem þarna riöu á vaðið, bættu sér upp aðstöðuleysið I áróðursstriöinu með þvi aðspila á samkeppni siödegisblaöanna og solufyrirsagnafýsnir þeirra — láku fréttum, fengu umtal og komu sjónarmiðum sinum á framfæri meö engu áhrifaminni hætti en hefðu þeir yfir sterku flokksblaði að ráða. Aðrir fylgdu ikjölfariðogþegarsjálfur risinn i islenska b 1 aöa h e i m i n u m , Morgunblaöiö brá sér einnig I leikinn var ekki að sökum að spyrja — ný stund i islenskri blaöamennsku var runnin upp. Blaöamenn hafa siðan átt góöa daga og er blessaöri rikisstjórn- inni ekki sist svo fyrir að þakka. Stéttin hefur bókstaflega veriö að drukkna I ,,lekum” úr hinni og þessari herbúöinni en um leiö hefur smám saman veriö að koma I Ijós hversu v anbúin hún er að ýmsu leyti að kljást við þessi nýju viöhorf. Þaö er ekki alveg laust við að blaðamenn hafi sumir hverjir verið full gagnrýnisiausir á blessaða „lekana” og orðiö þannig ,,tæki I taktisku spili flokkanna”, eins og ágætur mað- ur komst að orði hér i blaðinu á dögunum. Enginn má skilja þessi orð min þannig, að ég vflji afturhvarf til hins gamla tfma, tii baktjalda- pólitikur og kommisarakerfis heldur eru þau fremur ætluð að vera brýningarorö til starfs- bræðra að gefnu tilefni um að hafa einnig uppi gagnrýnið heim- ifdamat í þessum þætti bfaða- mannsað vera einungis leiksopp- ur stjórnmálamannanna. —BVS Af öreigastétt háloftanna Bubbi æskuvinur minn á bágt. Hann er flugstjóri hjá Flugleið- um. Ollum er kunn sú þjóðholla stefna flugmannafélagsins, að afneita niðurrifsstefnu verka- manna og annarra þjóðniðinga i launamálum sem felst i ósann- gjörnum kröfum á hendur at- vinnuveitendum og almanna- valdi, ásamt glórulausu kapp- hlaupi um lifsgæðin og fárán- legum samanburði við starfs- bræður og systur i öðrum lönd- um. Þvi hefur flugmannafélagið drabbast niður á láglaunaplanið ásamt tannlæknum og öðrum öreigastéttum þessa lands. Þvi hefur Bubbi vinur minn um ára- bil þotið um loftin blá sem sjálf- boðaliði, kófsveittur við að halda uppi samgöngum og vernda með þvi sjálfstæði islensku þjóðarinnar. Og þvi lepur Bubbi dauðann úr skel. Hann verður að láta sér nægja 400 fermetra einbýlishús innan um þang og þara i fjöruborðinu vestur á Nesi. Hann setur upp sólgleraugu og dregur húfuna niður fyrir eyru ef hann þarf aö norðurhjara nútimanum handanhafs og báru. Samt hefur Bubba með dæmafárri útsjónarsemi og nurli tekist að eignast gæðing- ana tvo, sem þau hjónin riða i örfáum frfstundum húsbóndans, hreinræktuðu labradortikina, stolt heimilisins, og vélsleðann, sem kemur sér vel þegar vega- gerðin gleymir að ryðja veginn upp i hesthús. Og var það nokk- ur furða þótt við vinir hans spyröum hvort hann hefði unnið i happdrætti þegar hann sýndi okkur nýja sumarbústaðinn i Grimsnesinu og bauð okkur i laxveiðitúrinn i Norðurá. Við Bubbi ólumst upp saman, vorum nágrannar og bekkjar- bræður Honum gekk alltaf háif illa á prófum. Stundum tókst mér að lauma til hans miöa með haldgóðum upplýsingum, þegar kennarinn stóð og horfði út um gluggann. Þvi gleymir Bubbi aldrei. Hann laumar þess vegna stundum að mér viskiflösku og vindlakassa, sælgæti að börnun- um, ilmvatni að konunni og ótta i stjórnklefanum, er til- breytingarleysið hreint að drepa hann. Maturinn vondur, flugfreyjurnar i fúlu skapi og fjárans sjálfstýringin ræður öllu. Að eigin sögn gæti hann hákarl hann sitja á rassinum i þröng- um stjórnklefanum meðan draugfullt pakkið syngur eyöi- sandinn aftur i farþegarýminu, eðjóðar og iðjuleysingjar, sem kaupa sér lúxusreisur fyrir kauphækkanir, sem kreistar hafa verið undan blóðugum nöglum vinnuveitenda landsins. Og liggja svo i iðjuleysi útúr- drukknir á sólarströndum. Núna fyrir páskana var Bubba minum lika öllum lokið. Hann neitaði með öllu þessu ó- réttlæti, sárþjáður af þrældómi og auraleysi og ákvað aö láta til skarar skriða. Hann tilkynnti félaginu, að nú segði hann stopp. En forráðamenn þess félags skilja ekki lifsbaráttu islenskra alþýðumanna og þvi fór Bubbi i fyrstu bónleiður til búðar. Af einskærri hræðslu við að missa spón úr aski sinum, viðurkenndu þeir þó að lokum, að þeir gætu ekki án Bubba verið. Þeir skáru hins vegar við nögl sér eins og fyrri daginn. Af litillæti slnu og virðingu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar lét Bubbi láta sjá sig á Thunderbird druslunni sem hann fékk um áramótin fyrir skitnar 8 milljónir. Og hann þolir önn fyrir Bubbu konuna sina, sem lætur sig hafa að skröita milli hárgreiöslustof- unnar og saumaklúbbanna á Fíat-tikinni. Ekki á heimasætan heldur sjö dagana sæla á Fólks- vagninum, enda erfitt að finna bflastæði við Menntaskólann. Og júniorinn er lika hálf niður- lútur á skellinöörunni, þvi hann verður aö gjöra svo vel aö borga sjálfur bensiníð af vasapeníng- unum. Bubbi á svo sannarlega bágt. Flugfélagið timir heldur ekki að borga honum nema hálfa aðra milljón i laun á mánuði. Það er litils virði i þeim herbúðum sjálfstæði þjóðarinnar, sem felst i forræði hennar yfir sam- göngutækjunum og aumt er nú lif flughetjanna ungu, sem binda vort fjarlæga land á spægipylsu, skinku og dönskum hamborgarhrygg að okkur öll- um þegar hann kemur heim úr flugi. Stundum lika bjór. Hann skreið á gagnfræðapróf- inu um árið og fór svo að vinna fyrir sér. Lagði gjörva hönd á margt, en þaö var 1 vöruaf- greiðslunni á flugvellinum, sem fluglistin náði heljartökum á honum og siðan hefur hann lifað fyrir hugsjónina eina saman. — A meðan sóuðum við hinir al- mannafé við framhaldsnám i útlöndum. Tvisvar i viku flýgur Bubbi með heilan farm af túristaó- mögum yfir hafið. Sumir leggjast meira segja i þessi ferðalög undir þvi yfirskini aö þeir séu i mikilvægum erinda- gjöröum fyrir hið opinbera. En aliir drekka þeir ótæpilega og gætu þá og þegar ruðst inn i flugstjórnarklefann til Bubba og valdið óbætanlegu tjóni. Og auk þess aö búa viö þennan sifellda varla forðað hrapi vegna sjálf- virkninnar. En Bubbi er bók- menntalega sinnaður og ég hef fyrir satt hann lesi heilu og hálfu skáldsögurnar á leiöinni yfir hafiö. Félagið borgar gistinguna i heimsborgunum handan hafs- ins. Ef Bubbi ætti að éta fyrir alla dagpeningana, kæmi aldeil- is svipur á trúnaðarlækni félagsins. Þvi er ekkert annað að gera en fara á nýjustu bió- myndirnar, drekka bjór i hófi, og leggja afganginn fyrir. Ekki veitir af. Svo er heldur ekkert hægt að kaupa handa fjölskyld- unni þvi Bubbi fær friar ferðir til útlanda árlega með allt dótiö, og það lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja við innkaup- in. Það hefur aldrei skilið hvað peningur er. Það sem Bubba þykir verst, er þegar hann er skikkaður i sólarlandaflugið. Ég get lika sett mig i hans spor. Þarna má sér nægja litlar 270 þúsund krónur i kauphækkun á mánuði. Minna mátti þaö ekki vera. Forstjórinn þuklaöi hins veg- ar budduna með tárin i augun- um, boðaði til aðalfundar féll þar á kné frammi fyrir stóru mömmunni okkar, rikinu, al- mannavaldinu i landinu, greip örvæntingartaki i pils hennar og mælti: ,,Nú getur þú. Bubbi er orðinn svo kröfuharður að við erum farnir að tapa. Kondu nú með breiðu bökin þin og axiaðu eins og 25% af byröinni með okkur”. Stóra mamma svaraði hins vegar aö bragði: ,,Ég má ekkert vera að þvi. Ráöherrarn- ir standa ekki I svoleiöis snatti. Nú liggur meira við að ná þrem- ur prósentunum af rikisstarfs- mönnum og búa til pakka til þess að stinga upp i kröfuharðan verkalýðinn: fiffa svolitið visi- töluna. Annars förum við öll á hausinn”. HAKARL

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.