Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 3
__he/garpásturinn- , Föstudag ur 25. maí 1979 verkalýðsfélagi ef fólkið þar nær bónus. Laun verksmiðjufólks eru auðvitað upp og ofan en með bón- us eru þau þetta frá 200 til 300 þúsund krónur.” „Ég held að það sé fullljóst að það lifir enginn munaðarlifi af minum launum. Ég get að minnsta kosti ekki leyft mér að lifa hátt af þessum launum. Ég tel að 300 þúsund krónur séu algjör lágmarkslaun fyrir alla laun- þega.” Bjarni á Saab-bifreið árgerð 1972 og býr að Asbúð 13, Garöabæ. Kristján Thorlacius formaður BSRB: „Vil ekki snobba niður á við” „Min laun hjá BSRB samsvara 27. launaflokki rikisstarfsmanna og eru á mánuði 426.951 krónur. Ég var i þessum sama launa- flokki þegar ég starfaði sem deildarstjóri i stjórnarráðinu, áð- ur en ég fór á launaskrá hjá BSRB.” „Það má kannski segja að þessi laun séu ekki i stil og þau eru óneitanlega fyrir ofan meðallag hjá rikisstarfsmönnum, en ég tel það ekkert frumskilyrði að for- ystumenn verkalýðsfélaga taki lág laun. Þá er það að minu áliti frekar kostur en löstur að þurfa ekki að eyða baráttuþrekinu i að berjast fyrir sjálfan sig — og sin laun. Það hef ég aldrei þurft að gera.” Minn lifsstill er eins og þorri annarra landsmanna. Ég ek um á tveggja ára gömlum Peugeot-bil sem eyðir 10-11 litrum af bensini á hverja hundrað kilómetra. Ég hef átt bil frá 1947 og ef ég hætti nú skyndilega bifreiðaeign þá væri ég að snobba niður á við og sllkt er ekki að minu skapi. Ég hef búið i sömu Ibúöinni i 31 ár og hún er 125 1/2 fermetri að stærð. Viltu vita um húsgögnin? „Ég vil taka það fram að menn eru velkomnir að sjá mitt heimili. Ég held að ég búi við sömu skilyrði og lifi almennt eins og gengur og gerist hjá flestum öðr- um Islendingum.” Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og varaformaður Verkamannasambandsins: „Þigg engin laun fyrir verkalýdsstörfin” „Ég þigg engin laun vegna starfa minna að verkalýðsmál- um, hvorki I Keflavik, né.;. hjá Verkamannasambandinu. Ég fæ min þingmannalaun (grunnlaun þingmanna eru i dag 493.499 krón- ur á mánuði) og það eru minar einu launatekjur.” Þá leitaði Helgarpósturinn álits Karls Steinars á þvi hve hátt iaunaðir starfsmenn verkalýðs- félaga ættu að vera. „Ég er á móti þvi að verkalýösfélög svelti starfsmenn sina i launum, enda berjumst viö gegn þvi að aðrir geri það — hafi menn I launa- svelti. Það þarf að launa þetta starfsfólk vel, þvi þessi störf eru þess eðlis að menn þurfa að vera tilbúnir til starfa svo til allan sól- arhringinn ef vel á að vera. Og við þurfum heiðarlegt, duglegt og gott fólk til forystu og ég tel aö það eigi að umbuna þvi vel.” Um eigin lifsstil sagði Karl: ,,....Ég myndi ætla að minn lífs- still væri ekki ólikur því sem ger- ist hjá mörgum mínum um- bjóöendur innan verkalýðsfélag- anna, sérstaklega þeim er vinna mikla yfirvinnu. Mér er hins veg- ar vel ljóst að maður á hæsta fisk- vinnslutaxta og vinnur 8 stundir á dag fær aðeins 175.500 krónur á mánuöi, svo óþarfi er fyrir mig að kvarta”. Eftir: Guðmund Átna Stefánsson og Halldór Halldórsson Myndir: Friðþjófur Eitthvað fyrír aila Samlokur — Langlokur — heilhveitihorn Hamborgarar meö sósu-osti-lauk eða ananas Fást í matvöruverslunum Júnóbar sími 85670 3 Hugorinn ber þig Mlfa leiö • •• hmn hftlmingiiiii Við höfum opnað leiðir til að láta óskir rætast. Samið er um nokkrar mánaðarlegar innborganir. Síðan lánar bankinn jafn mikið á móti. Að IB-láni liggja margar leiðir - mislangar en allargreiðfærár. Dæmi um nokkravaHmsti. af mörgum sem bjóöast. SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMIUM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTbFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 . maji. 20.000 40.000 75.000 60.000 120.000 225.000 60.000 120.000 225.000 120.800 241.600 453.375 ' 20.829 41.657 78.107 3 , man. 18, man. 30.000 50.000 75.000 540.000 900.000 1.350.000 540.000 900.000 1.350.000 1.150.345 1.918.741 2.875.875 36.202 60.336 90.504 18, man. BanMþeiim sem hyggja aó framtíöirmi Mnaðarbankinn AóalbanM og útibú f .

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.