Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 5
5 —JieígarpOSÝUrínrL. Föstudagur 25. maí 1979 ÚT I HEIM OG AFTUR HEIM þjóbarframleiðslu er náð þar með mun styttri vinnudegi en hérlendis og þrátt fyrir töluvert atvinnuleysi I Bandarikjunum.” Hvað skyldi maðurinn hugsa? Fyrst myndi hann náttúrlega Atjándi mai og hvergi sér á grænan dil. Lóurnar hnipnar á steindauðu túninu. Gömlu hryllingssögurnar úr skólabók- unum taká að rifjast upp. Þegar Islandssagan var óslitin mar- tröð: harðindi, fjárfellir, mann- fellir, brottflutningar, eldgos, plágur. Þjóðin eins og stranda- glcfpur á flæðiskeri og sigild spurning á haustin hvort hún myndi tóra fram til vorsins. 1918 var eins og hún klipi sig i hanij- legginn og kæmist að þvi að allt hefði verið martröð. 1 hönd fóru frelsun og framfarir. Versta eymdarbæli Evrópu breyttist I eitt af feitustu velferðarrfkjum heims. í dag býr hér 230 þúsund manna þjóð, vélvædd, menntuð og mett. í stað haust og vor- skipa eru 40 vikulegar ferðir til útlanda. Hörmungarnar heyra sögunni til, likt og Hörman.gar- arnir. Eða hvað? Er ekki á nýjan leik einhver geigur í þjóðarsál- inni. Fiskistofnarnir standa svo tæpt að litilsháttar óhapp gæti sett okkurút af laginu. Pólitisk- ar flækjur heröast senn 1 rembi- hnúta og átök um afkomu hóta Nú fæst JjSþPinotex - betra en nokkru- sinni ladol Síóumúla15 sími 3 30 70 að breytast I allsherjar borg- arastyrjöld. Hefðbundin stjórn- málabrögð reynast haldlaus og allur stýrisbúnaður Þjóðarskút- unnar sýnist kominn úr sam- bandi. Er okkur að reka inn i martröðina á nýjan leik? Af mörgum válegum teiknum finnst mér landflóttinn undar-1 legastur og uggvænlegastur. Fyrir réttum hundrað árum streymdi fólk frá Isiandi til Ameriku. Þá var ástæðan at- vinnuleysi og þröng lifsafkoma. 1 dag virðist ekki um neitt slikt að ræða, atvinnuleysi hefur ver- ið nær óþekkt allan siöasta ára- tug og samt fer brottflutningur af landinu vaxandi. Hvers- vegna? Nú ætti Helgarpósturinn aðsetja 1 gang rannsókn. Þang- að til ætla ég að hugsá upphátt. Sennilega hafa ættjarðar- böndin haldið betur fyrr á tið. Ættjarðarkennd hlýtur aö vera öðruvisi háttað hjá sveitafólki en borgar. Er ekki ljósár frá 19. aldar Þingeyingi yfir til 20. ald- ar Breiðhyltings? Er hægt að snúa „Blessuö sértu sveitin min” upp á Breiðholtið? Má ekki malbiksfólki einu gilda hvar það stimplar sig inn, bara ef aöbúnaður og laun eru hugn- anleg? Römm er sú taug og allt það, samt sem áður purkast ' þær nú sundur tuttugu á viku, ef marka má fréttir. Landflóttinn nemur Höfn I Hornafirði á ári. Fjölskyldur og einstaklingar taka sig upp og aka út á Kefla- vík Airport með farmiða út en ekki heim. Hugsum okkur nú ef einn af þessum flóttamönnum hefði keypt sér bók að lesa i flugvél- inni, til dæmis Efnahagsmál, eftir þá Asmund Stefánsson og Þráin Eggertsson. Hann slær upp á blaðsiðu 86 og hvað les hann: „Llfskjör á islandi eru ein hin bestu i heimi. Þjóðarfram- leiðsla á mann er meiri hér en i flestum öðrum löndum. Ef tölur Aiþjóðabankans um árið 1976 eru notaðar og reiknað sf gengi dollara i júni 1977, var þjóðar- framleiðsla hér á landi 1.7 millj. kr„ I Sviþjóð 2.3 miilj. kr. og i Bandarikjunum 2.1 miilj. kr. Sviþjóö og Bandarikin eru ein- hver auðugustu riki veraldar og þess má gcta, að þessari miklu klipa sig i handiegginn og at- huga hvort hann hefði dottað. Siöan myndi hann spyrja sjálf- an sig: Hvar og hvernig koma þessar þjóðartekjur fram? 1 launaumslaginu? Vegagerð- inni? Sjónvarpsdagskránni? Heilsugæslunni? Barnaheimil- um? Hann myndi leita með log- andi ljósi og siðan álykta að margræmdum auðæfum Islands sé jafnóðum stolið. Hvaö gerir hann ? Blossar ekki upp I hon- um reiöin? Hann stendur upp. „Sit down please”, segir flug- freyjan. „Snúið vélinni viö” öskrar hann. 1 stuttu máli: Min skoðun er sú, að Islenskt þjóðfélag hafi nú um hríð verið keyrt svo hart, vinnutimi alls þorra fólks svo óhóflega langur og allt þjóðfé- lagsumhverfið svo kaldranalegt og mannfjandsamlegt að fólk sé byrjað að pakka niður. Það að hafa i sig og á, aka bil. stýra ryksugu ó.s.frv., er of dýrú verði keypt miðað við það sem býðst I grannlöndunum. Ekki nóg meö að vinnuvikan sé 10 til 15klst lengrihér en þar —ofan á vinnuálagið bætist þessi privat- kjarabarátta sem felst i vixla- slætti i bönkum, hamstri I búð- um og öllum þessum lýjandi plágum sem þjóöfélagsástandið býöur heim. Landflóttinn er bara eitt viöbragð við þessu ástandi. Við hljótum að eiga i vændum annarskonar viðbrögð, þar sem reynt veröur áð láta þjóðartekjurnar gagnast þjóð- ! inni og koma á þessu marg- | fræga velferöarþjóöfélagi sem I hagskýrslur halda áfram að ! reikna okkur tii tekna. Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson Páll Heiðar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid i dag skrifar Pétur Gunnarsson Sumarkápur nýKomnar frá Austurríki og Hollandi. Einnig íslenskar GAZELLA kápur. Sendum ípóstkmfu SKaþan Laugavegi 66 Sími 25980

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.