Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 9
9
_Jie/garpásturinn_ Föstudagur 25. maí 1979
|HM MANNLEGS HUB!
ÍVilL VERÖA ÚTyNOSNÍ
Greinln „v
vakiA ntikla athyg
starfsstúlku a ellii
starfshúttum á deild þeirri sem hún vann þar við, hefur varpaö Ijósi
á þverbrest í þjéðfélagínu, þar sem skortur á manneskjulegu
umhverfi fyrir eistu kynslóftir þjó&arinnar.
Eins og viö var aö búast vakti greinin jafnt undrun þeirra sem
ekki höföu gefið málínu gaum, sem nokkra reiöi þeirra sem standa
því nærri. Til dæmis höfðu tveir fulltrúar starfsfólks á Grund sam-
band við Helgarpóstinn og vildu koma á framfœri athugasemdnm
við þaö sera þeir köiiuðu rógburð og rangfærslur. Hvorug þessara
greina hefur borist blaðinu. Hins vegar koma bér á slöunni fram
sjónarmiö tveggja annarra fyrrverandi starfsstúikna á Grund. t>á
var haft samband við nokkra aðila sem málið varðar, en Gisli
Sigurbjörnsson forstjórielliheimiiisins fór utan um siöustu helgi svo
ekki náölst tii hans.
Særún Stefánsdóttir vegna ummæla Alfreðs Gíslasonar:
„Ég sagði allan sannleikann
og dreg ekkert til baka”
Alfreð Gíslason læknir á elliheimilinu Grund:
„Við erum í svelti hjá
heilbrigðisyfirvöldum’T
— Meðferðin eins góð og getur verið þó eitt
og annað megi finna að
Helgarpósturinn hafði sam-
band við ALFREÐ GÍSLASON
iækni á elliheimilinu Grund og
ieitaöi eftir hans áliti á fram-
kominni gagnrýni á starfrækslu
stofnunarinnar.
Alfreö haföi þetta um málið aö
segja:
„Þetta er kannski svolitið langt
mál. En i aðalatriöum hef ég
ekkert um þetta aö segja annað
en þaö, aö þetta er afskaplega
ómaklegt aö fara svona meö
okkur hér á elliheimilinu. Með-
feröin á sjúklingunum er svo góð
sem verið getur, en svo er náttúr-
lega eitt og annað sem kannski
mætti finna aö. Þetta sem stúlkan
segir þarna i blaðinu ykkar
siöasta, er náttúrlega meira og
minna tjara, aö þvi leyti til,aö ég
er hræddur um aö hún hafi veriö
sóöi I starfi. Aö nota sömu hanska
i mismunandi hluti, bæði
vaska upp leirtauiö og skrúbba
gólf. Þetta er auövitaö hennar
sök.
— En nú er hún ekki ein um
þetta á sfnum tfma. Henni og
starfsystrum hennar voru ætlaöir
aðeins einir hanskar til allra
þessara hluta. —
„Hún hlýtur að hafa veriö ein
um þetta. Þaö eru sér hanskar
notaöir hér fyrir uppþvott, aörir
fyrir gólfþvott og þeir þriöju fyrir
aöhiröa sjúklinga. Þannig er það
á öllum deildum. Ég kannast nú
ekki við þessa stúlku, en þaö
viröist sem svo að hún sé aö ná
sér niðri á einhverjum persónum
þarna, sem henni hefur ekki likað
við.”
— Nú er frásögn hennar staö-
fest af hennar starfsystrum.
„Þaö getur nú ekki veriö.”
,,Ekki með öllu illt, en
rógur slæmur”
„Ef þessi grein ykkar gæti
orðið til þess aö yfirvöldin tækju
kipp, þá mætti segja þaö aö þetta
greinarkorn væri ekki meö öllu
illt, þó að allur rógur sé slæmur.”
„Aðalatriði málsins er þaö aö
þessi stofnun hér er af heil-
brigðisyfirvöldum haldiö i svelti
með lágum daggjöldum og ég hef
hvað eftir annaö fariö fram á þaö
I viötölum viö ráðamenn aö leiö-
rétta þetta. Slöan má svo gera
meiri kröfur til okkar.”
„Daggjöldin langlægst
hér”
„Ég ætla rétt aö lofa þér aö
heyra mismuninn á daggjöldum á
þeim stofnunum sem hýsa gamla
fólkiö. Viö hér á Grund fáum dag-
gjald, fyrir legusjúklinga ósjálf-
bjarga 7300 krónur, Hafnarbúðir
fá 23600 krónur, Sólvangur í
Hafnarfiröi fær 15000 krónur, eöa
helmingi meira en viö, Hrafnista
fær 9500 krónur. Viö erum þarna
langlægstir. Hvers vegna er þetta
svona?”
„Ég hef til dæmis talað viö
ráðuneytisstjórann i heilbrigöis-
ráðuneytinu, Pál Sigurðsson
lækni og sagt við hann, „leiöréttiö
þið þetta og hafið siðan eftirlit
með að þjónustan hjá okkur sé i
sæmilegu lagi”. Þetta er það sem
ég legg mest upp úr.
„Ég get ekki heimtað full af-
köst af stofnun sem er haldið f
svelti af heilbrigðisyfifvöldum.
Og ef þið Helgarpóstsmenn viljiö
styöja bætta aöbúð til handa
gamla fólkinu þá er þetta punktur
sem vert er aö benda á. Viö
erum hér I fjársvelti.”
—GAS
Haft var samband viö Særiinu
Stefánsdóttur fyrrverandi starfs-
stúlku á Grund vegna ummæla
Alfreös Gislasonar læknis i henn-
ar garö, en Særún skrifaöi dagbók
um starfsveru sina á Grund og
Helgarpósturinn birti I siðustu
viku kafla Ur henni.
„Þaö er rétt hjá Alfreð. Ég hlýt
aö hafa verið rakinn sóði aö hafa
látiö bjó&a mér annaö eins og
þetta, aö nota sömu hanskana til
mismunandi þrifalegra hluta. En
ef éghef veri&sóöi, þá hafa ogall-
ir þeir sem störfuöu á þessari
deild Gundar veriö sömu sóöarn-
ir, eöa öllu heldur yfirstjórn
Grundar, aö sjá ekki svo um aö
forsendur fyrir lágmarks hrein-
læti væri i góöu lagi. Þaö voru
sem sé ekki fyrir hendi hanskar
fyrir þessa óliku hluti.”
,,Ég var alls ekki aö ráöast á
einn eöa neinn meö þessum dagbók
arskrifum. Nema ef væri aö ég
væri aö ráöast á sjálfa mig. Ég
var auövitaö meösek meöan ég
starfaöi á Grund og horföi upp á
þettaljóita ástand. Þóttég reyndi
a& malda I móinn, og benda á
gallana meöan ég var þarna, þá
réttlætir þaö engan veginn þaö,
aö ég tók þátt i þessari starfsemi
eins og annaö starfsfólk”.
„Hins vegar dreg ég ekkert til
baka af þvi sem ég hef á&ur sagt.
Þaö er sannleikurinn. Ég er
kannski meðsek, en öllu sekari
eru þeir sem viö þetta starfá og
þessu stjórna og láta sem ástand-
ið sé allt eins og það eigi að vera.
Slikum hráskinnaleik tek ég ekki
þátt iogþessvegna vekégmáls á
þessu óviðunandi ástandi, sem
gamla fólkfð býr þarna við.
-GAS.
Skúli G. Johnsen, borgarlæknir:
„Verður farið ofan í þetta”
„Þvi er ekki aö neita aö maöur
undrast nokkuö svona lýsingar”,
sagöi Skúli G. Johnsen, borgar-
læknir, þegar Helgarpósturinn
bar undir hann frásögn Særúnar
Stefánsdóttur af Grund.
„Þessi grein varö tií þess aö
málin hafa veriö rædd hjá okkur,
sem störfum að heilbrigðis-
málum hjá borginni, og þau veröa
könnuö i framhaldi af þvi. A
hvern hátt get ég ekki sagt, en
þaö veröur sem sagt fariö ofan i
þetta.”
„Nei, þessi stofnun er ekki
sko&uö af heilbrigöiseftirliti”,
sagöi Skúli. „Þaö er álitiö aö
þarna starfi þaö mikiö af læknum
og læröu fólki i heilbrig&ismálum,
að þess gerist ekki þörf. Hins-
vegar hafa þeir læknar sem
starfa i heilbrigöiseftirlitinu, aö
sjálfsögöu oft komiö þarna og þá
ekki séö neitt sem þeir hafa gert
athugasemdir viö”.
—GA
Anna Kristjánsdóttir, fyrrum starfstúlka á Grund:
„VILDI HELDUR LÁTA SKJÓTA MIG”
Eftir reynslu mina viö störf á
elliheimili, er mér óhætt aö segja
i fullri hreinskilni, aö heldur vildi
ég láta skjóta mig, en eiga eftir aö
fara inná slfka stofnun,” sagöi
ANNA KRISTJANSDÓTTIR I
samtali viö Helgarpóstinn, en
Anna starfaöi á Elliheimiiinu
Grund f júni, júlí og ágúst i fyrra.
„Ég trúi manneskjunni alveg
fullkomlega”, sagöi Anna þegar
hún var spurö um ummæli Sæ-
rúnar Stefánsdóttur I siöasta
Helgarpósti. „Ég og fleiri sem
höfum unniö þarna vitum a& þetta
er alveg satt. Þaö er ekki komiö
nærri þvi nógu manneskjulega
fram viö gamla fólki&Þó þaö liggi
eins og grænmeti I rúmum sinum,
hefur þaö sinn rétt”.
„Þaö sem mér fannst kannski
óhugnanlegaSt, þegar ég starfaöi
þarna, var meöalanotkunin, sem
keyrir alveg úr hófi fram. Sér-
staklega viröast hægöalyfin notuö
án alls eftirlits. Hreinlætiö er lika
langt frá þvi a& vera til fyrir-
myndar, og var ég þó á deild sem
talin var nokkuö hreinleg”.
„Starfsfólkiö þarna er upp og
ofan, eins og gengur á vinnu-
stööum. Sumar konurnar eru
alveg réttu manneskjurnar til aö
umgangast eldra fólk, en aörar
ekki. Afar litill hluti starfsfólks-
ins er hinsvegar menntaður til aö
umgangast aldraöa og sjúka”.
—GA
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri i heilbrigðisráðuneyti:
„Sjúklingar miserfidir
og kostnaður mishár”
— og upphæð daggjalda þess vegna mismunandi
PALL SIGURÐSSON RAÐU-
NEYTISSTJÓRI I heilbrigöis-
ráöuneytinu varö fyrir svörum
er Helgarpósturinn leita&i eftir
ástæöum mishárra daggjalda á
elliheimilunum.
„Þaö eru tvenns konar dag-
gjöld fyrir hendi á stofnunum
sem þessum. Annars vegar
gjald vegna dvalar aldraðra á
elliheimilum og það er það
sama á öllum þessum stofn-
unum hvar sem er á landinu.
Hins vegar er sjúkragjald og
það er dálitið mismunandi og
fer eftir þvi hve dýr reksturinn
er. A Grund er þaö lægra en t.d.
á Hrafnistu og hærra gjald þar
kemur m.a. til vegna þess aö á
siðasta ári varð mikill halli á
rekstri Hrafnistu og með
hækkuðum daggjöldum er reynt
að rétta við þann halla.”
„Þá ber einnig að lita á þaö aö
hjúkrunarþyngdin á þessum
hjúkrunardeildum er mis-
munandi. Það eru auðvitað
erfiöir sjúklingar á Grund, en
t.d. á hjúkrunardeildinni á Sól-
vangi, eru allflestir sjúklingar
erfiðir og hjúkrunarþyngdin og
kostnaðurinn þar af leiðandi
meiri. Af þessum sökum eru hin
misháu daggjöld við lýði.
—GA
„Ættu að láta greinina sér
að kenningu verða”
Ég undirrituð er fyrrverandi
starfsstúlka á Grund og vil byrja
á þvi að þakka fyrir grein þá er
birtist I Helgarpóstinum sl. föstu-
dag.
Greinin er þörf lesning þeim
sem aö þessum málum standa og
vonandi verður hún til þess að
farið veröur að huga betur að
málefnum gamla fólksins, sem
dvelur á stofnunum sem Grund.
Sem betur fer hef ég ekki eins
ljóta sögu að segja og Særún en
þó varð maöur v.itni aö mörgu
sem betur mætti fara. Ég vann á
tiltölulega góðri deild, þar sem
flestirhöfðu fótaferö, en ég tók að
mér tilfallandi kvöldvaktir á öðr-
um deildum, sem ekki voru eins
góðar.
Verst þótti mér sú deild, sem
nefnd er „karladeild”. Hún er
efst uppundir hanabjálka og þar
af leiðandi mikið undir súð. Þar
eru stórar stofur, sem staflað er i
eins mörgum og komast, allt áð 10
manns á stofu. Mætti með réttu
kalla hana „biðsal dauðans”.
Eins og fram kemur i grein
Særúnar er lítiö um andlega upp-
lyftingu fólksins, og væri margt
af þessu gamla fólki hressara ef
svo væri.
Að vlsu er eitthvaö um föndur,
en i þvi geta þeir aöeins tekiö þátt
sem eru hressastir til likama og
sálar. Hinir sem komast ekki eins
vel um eða eru sljórri hafa ekkert
við að vera.
Ef starfsstúlka ætlaði að bæta
úr með þvi að vera hress I bragði
viö gamla fólkið og gefa sig svo-
litið að þvl, var það álitiö timasó-
un frá öðrum störfum. Þ.e. hún
kemst ekki yfir aö þrifa eins mik-
ið. t raun er henni enginn timi
ætlaöur til samskipta við fólkið,
þvi það er svo mikið á hverja
starfsstúlku lagt að þrifa að hún
kemst varla yfir aö gera allt sem
ætlast er til af henni ef hún svo
mikið sem svarar almennum
spurningum gamla fólksins.
Ég get vel tekiö undir margt i
grein Særúnar, og eins vil ég
koma þvi á framfæri að ef Grund
hefði ekki neitt af góðu og hjarta-
hlýju fólki innanum, sem gefur
sér tima til að tala við gamla fólk-
iö, þrátt fyrir annir, þá væri hver
einasta deild eins og sú deild sem
Særún vann á.
Mér finnst að forráöamenn
Grundar ættu aö láta sér þessa
grein Særúnar að kenningu veröa
| og reyna að bæta úr þvi sen áfátt
1 er.
Viröingarfyllst,
MargrétSigrón Jónsdottir