Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 12
Föstudagur 25. maí 1979 helgarpásturinn.. he/garpásturinn- Föstudag ur 25. maí 1979 Jónas Kristjánsson er að lesa Dagblaðið þegar ég heimsæki hann á ritstjórn blaðsins. Ég spyr hann hvort þetta sé gott blað. „Já/ þetta er eins blað og við höfum ætlað okkur að gefa út", svaráði hann brosandi. „Gæði þess eru í sam- ræmi við tekjur blaðsins. Ég held það sé eins gott og hægt verður í hlutfalli við tekjurnar". Jónas leggur blaðið frá sér, hallar sér makindalega afturábak í stólnum og krossleggur fæturnar uppá skrifborðinu. Við snúum okk- ur að efninu. siðan haldið þeirri þyngd”. „Ég vil helztborða eins og segir i dönsku heilræði: „Man skal spise lidt men godt”. Oft svindla ég þó á heilræöinu. Það sama gildir um áfengið aö sjálfsögöu. Þetta er ágætt hobbý. Konan min vinnur úti, oft langan vinnudag, við eigum fjóra krakka, þannig að þetta hentar ágætlega. Hún sinnir meira uppeldinu, en ég meira matargerðinni. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki einn af þessum rútu og kom ekki niður á strönd ' eftir það. Aðgerðarleysið var að drepa mig. Erlendis, einkum i Frakklandi, fær maöur mjög frábæran mat, er ég, sem tslendingur, þekki ekki hérna heima. Hvorki njá sjálfum mér né á veitingastööum. Þar rikja oröið allt önnur sjónarmiö i sambandi við matinn en áöur. Það er alveg hætt að hugsa um magnið. Nú á allt að vera létt. t Frakklandi átt þú að geta boröað Það ósamkomulag var ekki rekstrarlegs eðlis, vegna þess að þegar ég varö ritstjóri var helm- ingur af veltunni tap, en þegar við félagar fórum var Visir orðinn sto’reignafyrirtæki. Ég tel að eig- endur VIsis hafi viljað fá blaðið aftur flokkspólitiskara en það var orðið. Það miskeppnaðist hins- vegar að verulegu leyti, vegna þeirrar samkeppni, sem Dag- blaðið veitti. Ef Dagblaðið væri ekki, þá væri Visir miklu ein- dregnara sjálfstæðisblað en hann r. Það liöu tvö ár frá þvi að ég fór verða var við þrýsting, og til ég fór. Þrýstingurinn bæði til kominn vegna þess sagði hérna áðan, og eins i áhuga á að Hörður Einars- yrði lika ritstjóri. Það varð .Flestum f innst eg 1 f rekar þurr á mannhn II Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins í Helgarpóstsviðtali mennsku, og sumum finnst það hafi stundum fariö yfir strikið I sambandi viö nafnbirtingar og myndbirtingar. Jónas segir að þetta komi i skorpum, þegar ég spurði hvort Dagblaðiö væri farið að linkast. „Þjóöfélagið er svo litið aö blaðamönnum og ritstjórum hættir til að vingast viö alltof marga. Það er hugsað af alltof mikilli viðkvæmni um tilfinning- ar opinberra peráóna. Þaö rekur enginn harða, heiðarlega blaða- mennsku á grundvelli bræðra- lags. „Þetta eru góðir strákar allt saman, en þeir geta bara ekki neitt”. Og þaö er ekki hægt aö af- saka vonda blaðamennsku með timaskorti. Það er billeg afsökun. Það er ekkert mjög erfitt aö reka heiðarlega blaöamennsku, ef hugarfariö er rétt. Flestir blaöa- manna hafa hið rétta hugarfar. Þeir vilja vera heiðarlegir. Þetta er svo til viðbótar spurning um dugnað og hæfileika. Að taka nógu oft i hnakkadrambiö á sér. Og á þvi sviði náum við aldrei nógu langt.” „Nei, ég er ekki harður húsbóndi. Ég er mjög frjálslyndur, það finnst mér að minnsta kosti. Þeir menn sem geta unnið sjálfstætt fá að vinna sjálf- stætt. Og við tölum mikið saman hérna á blaö inu.” í gipsi Annars segist Jónas vera al- vöruþrunginn og lokaður. .-Og að isiér leiðist að skemiAta ísér. Hann kveðst hafa verið ilitið áberandi I æsku. „Mér.geV.k rúmlega sæmilega i skóla, skaraði hvergi frammúr, en var aldrei áberandi lakur held- ur.” Jónas er fæddur i Reykjavik, sonur hjónanna Kristjáns Jónas- sonar, læknis, og Onnu Péturs- dóttur. Þau fóru til Bandarlkj- anna þegar Jónas var á barns- aldri, og hann ólst upp hjá móður- bróöur sinum Pálma Péturssyni og foreldrum hans. Hann fór i sveit á sumrin, og ætlaði einu sinni að verða bóndi. „Það var ekki af þeim áhuga á landbúnaöi sem ég hef I dag” sagöi Jónas. ,Hann er seinni tima”. Ahugi hans á iþróttum er llka seinni tlma. Fyrir einu og hálfu ári gekk hann t.d. með fótinn i gipsi, eftir að hafa slitiö liðbönd i hon ím i blaki. „Ég byrjaði svo seint I iþróttunum. Ég hef ekki verið undir hreyfinguna búinn.” Þurr á manninn hvað hann fái út úr þvi að vera ritstjóri. „Ég fæ náttúrlega peninga eins og aðrir”, sagði hann, og bætti svo við: „Og ánægjuna að sjá fyrirtæki sem gengur vel.” „Ég ber hinsvegar mjög þung- an kross sem ritstjóri. Það eru leiöararnir. Mér leiðast stjórn- mál afskaplega mikiö. Og sá leiöi vex eftir þvi sem ég kynnist þeim betur. Dagblöð hljóta að fjalla töluvert um stjórnmái, og ég verð, þótt við Haukur Helgason skiptum leiöurunum með okkur, aö setja mig meira inni stjórnmál en ég kysi. Ég hætti áldrei að verða hissa á hvað þau eru raun- verulega vitlaus. Það er eins og hæfileikamenn hér á landi hafi allir leiðst út i visindi og listir, en stjórnmálin hafi orðið verulega út undan i þeim efnum. Það er eins og Bólu-Hjálmar sagði: „Eru þeir flestir aumingjar / og ill- gjarnir þeir sem betur mega.” Þannig orti hann um nágranna sina i Akrahreppi, en mér finnst þetta eiga vel við stjórnmála- mennina i dag. Það er mér alltaf jafn ergilegt að fjalla um þetta”. Afgreiði stjórnmálamenn milli 8 og 9 „Jú, ég var I Sjálfstæðisflokkn- um á sinum tima, og sat um skeið þingflokksfundi flokksins sem rit- stjóri VIsis, en ég hef aldrei gert neinn pólitiskan frama að atvinnu minni. Viöhorf min til stjórnmála eru þess eðlis, að ég læt aðra um hituna”. „Frjálst, óháð dagblað” hefur verið slagorð Dagblaðsins frá upphafi. Sumir telja að ekkert blað geti verið óháö. Ég spyr hvaðan þrýstingurinn komi helst. „Hann kemur frá stjórnmála- flokkum, frá auglýsendum, frá öllum sem þurfa að koma sinu á framfæri. Yfir okkur geng- ur skæöadrifa af allskyns til- kynningum eða yfirlýsingum frá þrýstihópum. Persónulegi þrýst- ingurinn er ekki mikill á þessu blaði. Auglýsendur gefast upp á þvi sem gengur ekki. Þeir hafa miklu meiri áhuga á blöðum þar sem stjórnmálaflokkarnir ráða. Þjóðviljinn gefur til dæmis út aukablöð með viðtölum, lofi og dýrð um seljendur einhverrar vöru, t.d. bila og auglýsingar frá þeim á næstu siðum. Slikt mundi aldrei þekkjast á Dagblaðinu.Við erum hinsvegar meö neytenda- siöu. Og þau blöð sem eru veik fyrir flokkspólitik eru lika veik fyrir fiokkspólitiskum þrýstingi. Þaö getur hver um sig áéö með þvi að skoða blööin. Ég afgreiði stjórnmálamennina I leiðara milli átta og tiu á morgnana. Og leiðara les ég nú orðiö ekki, af prinsippástæðum. Siðan ég tók uppá þvi hefur líðanin stórbatn- að”. Taka í hnakkadrambið á sér Dagblaöið hefur oftar en einu sinni verið oröaö við æsifrétta- „Það var eiginlega ekki fyrr en ég fór i kapphlaup- áö viö Stefán Jásonarson, á landbúnaðarsýn ingunni i fyrra, að ég fékk áhuga á iþróttum fyrir alvöru. Þá byrj- aði ég að hlaupa af miklum móð. Núna hleyp ég fjórum sinnum I viku út á Melavelli i hádeginu. Fimni kilómetra á dag. Og svo stunda ég skiðamennsku af mikl- um ofsa. En fyrst fór ég að athuga minn gang, þegar ég var hundraö kfló á Timanum. Ég skrópaði oft i leikfimi þegar ég var i skóla, en fór aðeins aö hreyfa mig, þegar þyngdin var komin úr skorðum1.' Jónas er veikur fyrir fleiri listum en þeirri að búa tii góðan mat. Þegar hann er erlendis not- ar hann tækifæriö og sækn- ieiK- hús. Og hérna heima sér hann yfirleitt allt sem leikið er I leik- húsunum tveimur. I Menntaskól- anum i Reykjavik, þar sem hann ritstýrði skólablaði, flutti hann lika eitt sinn lært erindi um myndlist á málfundi. „Það hefur iiklega orðið til að sá áhugi rann af mér. Núna fæ ég oftast höfuð- verk, þegar ég fer á listsýnir.g- ar.” Jónas segist reyndar ekki fara mikiö út. „Mér finnst notalegt aö sitja og drekka úr einni eða tveimur vinflöskum I góðum sel- skap. En ég er fyrir nokkru orö- inn þvl afhuga aö fara út til að skemmta mér. Mér leiöist að skemmta mér. Ég held að flest- um finnist ég lika frekar þurr á manninn”. Varð innlyksa „Ég var að læra — eða þóttist vera að læra — félagsfræði I Vestur-Berlin fyrir um tuttugu árum siðan”, segir hann, þegar spurt er hvernig hann hefði leiðst úti blaðamennsku. „I Berlin er haldin kvikmyndahátiö reglu- lega, merk hátið, og þar eru veitt- ir Berlinarbirnir. Ég vildi fá ókeypis i bió og samdi þessvegna við Timann um að fá frettaritara- skirteini. Ég sendi siðan frásagn- ir af hátiöinni. Þetta var þegar nýja franska bylgjan var að koma upp. Allt þetta leiddi til þess aö ég kynntjst Andrési Kristjánssyni, sem pá var ritstjóri Timans, og þegar mig vantaði vinnu I tveggja mánaða vetrarfrii skrifaði ég honum, og fékk vinnu. I mars og april. En siöan hef ég verið i „Gæði blaösins eru i samræmi við tekjurnar” „Með Dagblaðinu var i fyrsta skipti stofnaö blað sem var laust við þaö flokkspólitiska böl, sem ég hafði umgengist á tveimur blöðum I 15 ár. Áður en það var stofnaö var i rauninni ekki til neitt alvöru fréttablað hérna, eins og þau eru t.d. á Norðurlöndunum og raunar á Vesturlöndum al- mennt, þ.e. blöð sem standa al- gerlega utan stjórnmálaflokka. Viö fengum lika strax góöan hljómgrunn. Það kom i ljós strax á fyrsta degi. Þá náöum við þeirri stööu að verða annað stærsta dagblað landsins. Auðvitaö eru það fréttirnar I blaðinu og gæði blaösins sem tryggja þvi lesendur. En öll sú góða fréttamennska kemur fyrir litið ef það er ekki einhver lykill, 100 kíló Jónas var i fjögur ár á Timan-- um, fyrst sem óbreyttur biaðar maöur, en siðan sem frétta- stjóri. Þar kynntist hann konu sinni, Kristinu Hall- átta réttaða máltið og gengið út jafn léttur og þegar þú settist.Þar vilja menn lifa til að borða, en ekki borða til að lifa. Það hefur engan tilgang að úða I sig tveimur kflóum af kartöflustöppu”. Mikið sjálfstæðis- flokksblað 09 AfTImanum fór Jónas yfir á Visi — til að byrja meö sem blaðamaður, en með loforð um fréttastjórastöðu, sem hann siðan fékk nokkrum mánuðum siðar. „Þaö var veruleg breyting. Timinn er blað i eigu stjórnmála- flokks, og þar voru skörp skil milli almennra frétta skrifuðum af blaðamönnum, og pólitiskra frétta, sem kommisarar i flokkn- um skrifuðu. Fyrir kosningar lagðist svo almenna frétta- mennskan niður og kommissar- arnir tóku yfir með sinum póli- tisku skrifum”. „Visir var ekki nærri þvi svona pólitiskur þegar ég kom árið 1964. Hann þróaðist siðan i nokkur ár, frá þvi að vera mjög mikiö sjálf- stæðisflokksblaö, I litið. Það dró stöðugt úr þessum tengslum við sjálfstæðisflokkinn, og fyrir rest voru þau engin. Sú staða hefur ekki versnað mikiö siðan ég fór þaðan”. Hver var svo hin raunverulega ástæða fyrir þvl að þú hættir á VIsi, og Dagblaöið fer af stað? Visir væri eindregnara sjálfstæðisblað „Þaö var ósamkomulag milli min og stórs hóps hluthafa i Visi. Hlutleysið lykill að markaði eins og þetta hlutleysisatriði, til að opna markaðinn. Við gátum byggt á þvi til að byrja meö, en stðan urðu gæði blaðsins að tryggja lesendurna. En með Dag- blaðinu breyttist pólitikin á is- lenska blaðamarkaðinum. Flokksblöðin eru minna flokks- pólitisk en áður, fyrir fjórum ár- um. Það er alltaf fullt af pólitik, einkum fréttum um pólitlk, I Dag- blaðinu, en blaðið er ekki flokks- pólitiskt.” „Nei, ég get ekki sagt að mér hafi fundist þessir fyrstu mánuðir erfiðir. Ég var ekki orðinn svo gamall þá. Það var ekki fyrr en löngu seinna að mér fannst á timabili ég vera þreyttur. Þaö var þegar ég vissi að þetta mundi ganga, — um það bil ári eftir að við fórum af stað. Þessi þreyta hvarf svo fljótt aftur”. Leiðist stjórnmál Jónas þarf ekki að hugsa sig lengi um, þegar hann er spuröur þessu. Ég varð innlyksa”. Jónas guggnaði þar meö á félagsfræðináminu i Vestur- Berlin, en fór i sagnfræði hér heinia og lauk prófi. Meö náminu vann hann á Timanum. Siðar skrifaði hann bék, Lif I borg. „Hún var um félagsfræöi borg- ar”, segir Jónas. Bókin fékk litla dóma, en „ósköp huggulega. Ég man aö Arni Bergmann skrifaöi um hana I Þjóöviljann og fannst hún einum of hægri sinnuð fyrir sinn smekk. Það var eini alvöru ritdómurinn um hana, að mig minnir. En ég losnaði endanlega við þáð böl aö vilja skrifa bækur. Það er lika alveg ógerlegt aö dútla viö sllkt með blaöa- mennsku.” dórsdóttur, sem nú ritstýrir Vikunni. Þar kynntist hann lika framsóknarmönnum, en féll ekki jafn flatur fyrir pólitik þeirra. „Þeim var ekki kunnugt um póli- tiskar skoðanir minar þegar ég var ráðinn. Og þær skoðanir hafa ekki verið svo merkilegar að ég muni nákvæmlega eftir þeim núna. Ég hef alltaf helzt verið miöjumaöur I pólitik”. Á Visi nokkrum árum siðar fékk Jónas áhuga á matargerðar listinni.sem hann hefur siðar orðið þekktur fyrir. Ahugann á matn- um fékk hann hinsvegar nokkuð áður. „Ég var hundraö kiló á þyngd þegar ég var ungur og efni- iegur fréttastjóri á Tlmanum 24 ára gamall, segir hann. „Þá fór ég að athuga minn gang, og leggja meira uppúr gæðum mat- arins en magninu. Ég léttist á löngum tlma um 20 kiló, og hef „Ég er ekki harður húsbóndi” sparikokkum, sem setja kannski á sig svuntuna á sunnudögum. Ég elda eina máltið, tvlréttaða eða þriréttaða alia daga vikunnar.” Trylltist Það er ekki tekið út meö sæld- inni að vera sælkeri á tslandi. „Það er ákaflega erfitt”, segir Jónas brosandi, „að elda fjöl- breyttan mat viö þessar aðstæð- ur. Hér vantar svo hráefni. Inn- flutningur er bannaður á sumu, eins og t.d. osti, og einokun á öðru, til dæmis grænmeti • og vini”. Jónas fer þessvegna erlendis, ekki endilega i þeim tilgangi ein- um að borða, en það er jafnan haft bakvið eyrað. „Sumir fara til sólarlanda I friinu sinu, en ég fer til stórborganna. Ég reyndi einu sinni að fara á sólarströnd, en tryiltist eftir sex tima, híjóp upp i Það er ekki tekið út með sæld- inni að vera sælkeri á tslandi" að það hefur stækkað og vonandi batnaö”. „Ég ber þungan kross sem rit- stjóri, þar sem eru leiðararnir.” Mér leiðist aö skemmta mér’ hann reyndar löngu seinna, tölu- vert eftir að ég hætti. Þessi sjón- armið höfðu ekki meirihluta I blaðstjórn fyrr en haustið sem ég fór, en þau höfðu verið að gerjast I tvö ár.” Það var ekkert gert I undirbún- ingi Dagblaðsins fyrr en eftir að þessi hasar kom uppá yfirboröiö. Ég var norður i landi þegar ég heyrði I útvarpinu að ég hefði „sagt upp” hjá Vísi. Ég fór suður til féiaga minna og Dagblaðiö fór af stað rúmum ma'nuði seinna, 8. september.” En undirbúningur Dagblaðs af þessari stærðargráðu tekur meira en rúman mánuð? „Blaöiö var auðvitaö ekki fullbúið þegar það kom fyrst út’, segir Jónas. „Það tók nokkra mánuði að fá á það þá mynd sem við vildum. Og við fengum alltaf fleiri til liðs við okkur. Það upphaflega blað hefur I stórum dráttum haldist, nema

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.