Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 18
18
Föstudagur 25. maí 1979 helgarpásturinrL.
SJÓNVARPSFRÉTTIR MEÐ ÖÐRUM HÆTTI
Til voru þeir, sem þótti þaB
ganga guðlasti næst á sinum
tlma,er Sjónvarpiö hóf fréttaút-
sendingar, að blandaö skyldi
saman innlendum og erlendum
fréttum. Úr útvarpinu voru
menn vanir þvi að hafa þetta
hólfað niöur. Annarsvegar inn-
lendar og hinsvegar erlendar
* fréttir, hvor í sinni skúffu, og
þær erlendu oftast lesnar á und-
an.
Þessu breytti sjónvarpið. Þar
var fréttunum raðaö eftir mikil-
vægi, að minnsta kosti í fyrri-
hluta fréttatimans, og skiptust á
innlendar og erlendar fréttir.
Nú þykir held ég flestum þetta
fyrirkomulag næsta sjálfsagt.
Sjónvarpsfréttir i þeirri
mynd, sem við þekkjum þær eru
raunar ekki ýkja gamalt fyrir-
bæri. Þessi háttur á fram-
setningu frétta er frá Banda-
rikjunum kominn, eni Bretlandi
var það ITV, auglýsingasjón-
varpið, sern varð fyrst til að
kynna fréttatima af þessu tagi.
Raunar segir I ágætri bók um
þetta efni eftir Anthony Davis
(Television, Hereis The News),
að sjónvarpsfréttir i núverandi
mynd hafi fyrst verið sýndar i
Bretlandi klukkan tiu að kvöldi
22. september 1955, en það kvöld
hóf fréttastofa brézka
auglýsingasjónvarpsins út-
sendingar.
Hið gamla og virðulega rikis-
sjónvarp i Bretlandi BBC hafði
að visu lengi verið með frétta-
sendingar. Þær voru þunglama-
legar, og fyrst i stað mátti
aldrei sjást framan i frétta-
þulinn, og lengi vel var frétta-
timinn i' þvi fólginn að sýnd var
ein samhangandi fréttakvik-
mynd sem þulur las texta með
svipað og f réttamyndirnar, sem
voru sýndar i kvikmynda-
húsum. Einhversstaðar hef ég
raunar einnig lesið, að um ti'ma
hafi sjónvarpsfréttir BBC veriö
þannig að fyrst hafi þulurinn
lesið i tiu minútur eða svo án
allra mynda, en siðan veriö
sýnd fréttakvikmynd. Seinna
var svo farið að bregöa upp
myndum af helztu frétta-
mönnum, en þetta þóttu alla tið
og þóttu ágengir spyrlar sem
fluttu fólki fréttir með nýjum
hætti. Fyrstuárin var munurinn
á fréttaflutningi BBC og ITN
verulegur en nú eru fréttatimar
beggja keimlikir.
Þaðmunhafa verið svo fyrstu
árin, að verulegur timi fór I það
hjá BBC aö grána frá orðum og
athöfnum konungsf jölskyld-
unnar. Tekin voru viðtöl við
erlenda ráðamenn á Lundúna-
Fjölmidlun
eftir Eið Guðnason
aðeins myndskreyttar útvarps-
fréttir. Eins og i brezku út-
varpsfréttunum var lögð glfur-
leg áherzla á áreiðanleik. Engin
frétt var birt nema hún væri
staðfest af tveimur aðilum hið
minnsta. Fréttatiminn þótti li'tt
upplifgandi, enda var haft eftir
einum af fréttamönnunum:
„Það skaöar engan að vera
íeiðinlegur”.
Atján dögum áður en
auglýsingasjónvarpið hóf
fréttaþjónustu vargreint frá þvi
hvernig framsetning fréttanna
yröi. Þar með hafði BBC eignast
keppinaut, og breytti nú til, tók
upp breytt fyrirkomulag, aukna
myndskreytingu og meiri
blöndun fréttanna. Fréttamenn
ITN voru hinsvegar frjálslegri,
létu BBC virðurleikann lönd og
leiö, og töluðu ekki með til-
búnum og uppskrúfuðum há-
stéttar framburöi, heldur bara
venjulegt mál. Þeir fóru ekki
troðnar slóðir i fréttamennsku
flugvelli, er þeir áttu þar leiö
um. Þau vorugjarnanþannig að
mönnum var gefinn kostur á að
seg ja það sem þeim bjó i brjósti,
og siðan spurðir hvort þeir vildu
segja eitthvað að lokum. Man
nokkur eftir svipuðum viðtölum
úr útvarpinu hér? Þessu breytti
ITN i Bretlandi og þessu breytti
sjónvarpið einnig hér að
margra dómi.
Ég held aö það sé ekkert of-
sagt þótt fullyrt sé, að f upphafi
hafi fréttatimi islenzka sjón-
varpsins verið undir nokkrum
áhrifum einmitt frá Bretlandi
um bæði form og framsetningu
ogvarþaðvel. Þeir sem einkum
mótuðu fréttirnar I upphafi
voru þeir Emil Björnsson,
Magnús Bjarnfreðsson og
Markús Orn Antonsson, frétta-
stjóri og fréttamenn við upphaf
sjónvarpsins. Þeirri stefnu sem
þá var mörkuð hefur litið verið
breytt siðan. Bætt tækni og
aðstaða hefur auðvitað haft sitt
að segja seinni árin, og nú er
fólk orðið vant þvl að spurt sé
alvöruspurninga, en svarandinn
ekki látinn algjörlega
einráöur um hvað hann segir.
Á Norðurlöndunum er fram-
setning fréttanna mjög með
svipuðum hætti og hér, enda
byggt á sömu fyrirmyndum.
Mér hefur oft fundist sem
kominn væri timi til að endur-
skoða hlutverk sjónvarpsfrétt-
anna. Sú endurskoðun ætti að
taka mið af þvi að sjónvarpið er
aðeins með einn daglegan
fréttatima frá þvi sjö á morgn-
ana og fram undir miðnætti.
Þarna ætti að koma til viss
verkaskipting. Eins og áður
hefur verið vikið að hér, getur
sjónvarp seint keppt við útvarp
að þvi er hraða varðar.
Útvarpið getur nær ævinlega
orðið á undan með fréttirnar.
Sjónvarpið gerir fréttunum
hinsvegar skil meðöðrum hætti.
Er ekki kominn timi til að
sjónvarpið fari að hugsa meira
um hina myndrænu hlið
’fréttanna, og að gera ákveðnum
efnum skil með itarlegri hætti
en gert hefur verið? Areiðan-
legaeru allirþeir sem standa að
fréttum sjónvarpsins sammála
um að þetta sé gert. Gallinn er
bara sá, að til þess þarf aukið
starfelið, og þar stendur hnif-
urinn i' kúnni. Starfsmönnum
fréttastofunnar hefur ekki
fjölgað að ég held sföan árið
1967.
Það er spurning sem veru'eg
ástæöa er til að velta fyrir sér,
hvort rétt só til aö þessieini sjó-
varpsfréttatimi, sé eins .konar
annáll alls sem gerðist mark-
vert i þjóðfélaginu þennan dag,
eða hvort einbeita eigi sér að til-
tölulega fáum atriðum og láta
tækni og sérkosti sjónvarpsins,
sem miðils njóta sin til hlitar.
Þetta held ég að mætti ihuga
nánar.
F restuðu Bagley-myndinni
Sjónvarpsmyndinni eftir sögu
Desmond Bagleys, sem Ragn-
heiði Steindórsdóttur haföi verið
boðið hiutverk i, hefur nú verið
frestaðum ótiltekinn tima, m.a.
vegna þeirra deUna sem upp
kom mUli breska leikarafélags-
ins og BBC út af þvf að Ragn-
heiði skyldi falið hlutverk I
myndinni og Helgarpósturinn
greindi frá á sinum tima. Munu
BBC-menn hafa tekið þann
kostinn að skrifa nýjan þriller i
skyndi til að taka í sumar I stað
Bagley-myndarinnar.
DÝRGRIPUR - DYLAN í JAPAN
Bob Dylan —
at Budokan
BobDylan er óumdeilanlega sá
listamaður sem auk Bitlanna,
hefur átt einna mestan þátt i aö
skapa og móta þann lifsmáta sem
einkennir ungt fólk i dag og þá
ekkisisttónlistina sem það hlust-
ar á. Textar hans eru ófáum póli-
tisk guðspjöll, þeim er eiga að
erfa þá ruslatunnu sem heimur-
inn er I dag, enda hefur hann oft
veriö nefndur Messias atómald-
arinnar. Margir einstaklingar og
hljómsveitir eiga lika lögum Dyl-
ans frama sinn að þakka s.s.
Byrds með Tambourine Man,
Brian Auger og Julie Drixcoll
með This Weel’s On Fire, Man-
fred Mann meðMighty Quinn o.fl.
Nú fyrir skömmu kom út meö
meistaranum tvöföld hljómleika-
plata hljóðrituð i Budokanhljóm-
leikahöllinni i Tokyo, en Japan er
nú orðinn einn stærsti markaður-
inn fýrir rokktónlist.
Þaö er skemmst frá þvi að
segja, að at Dudokan, þessi nýja
plata Dylans, er hinn mesti dýr-
gripur. Hér flytur hann 22 af
sinum þekktustu lögum t.d. Mr.
Tambourine Man, Don’t Think
Twice It’s Alright, Like A Rolling
Stone, Blowin’ In The Wind, Just
Like A Woman, All Along The
Watchtower, Knockin’ On Heav-
en’s Door og The Times The Are
A-Changin’ svo einhver séu
neihd. Og mynda nokkuð góðan
þverskurö af ferli Dylans, aö svo
miklu leyti sem það er hægt á
tveim plötum.
Upptakan ogallur frágangur er
til mestu fyrir myndar, enda er
tæknin komin á það stig að varla
er lengur hægt að greina sundur
hljómleikaplötur og þær sem
Simi 16620.
BLESSAÐ BARNALAN
MIÐNÆTURSÝNING
i
AUSTURBÆJARBtÓI
teknar eru upp i hljóðverum. At
Budokan hlýtur þvi aö gleðja hina
mörgu aödáendur Dylans og vil
ég eindregiö hvetja þá sem nú
eru að byrjaað pæla i rokktónlist
að láta ekki þetta tækifæri fram
hjá sér faratil að kynnast á einu
bretti þessum mesta spámanni
alþýðutónlistar fyrr og siðar.
Steve Forbert —
Alive On Arrival
Steve Forbert er af mörgum
sem til þekkja talinn arftaki Bob
Dylans. Steve er gitar- og munn-
hörpumaður sem syngur um hið
hrjúfa lif á götum stórborganna,
(Grand Central Station, March 18
1977 og Big City Cat), einmanna-
leikann, (Tonight I Fell So Far
Away From Home), og mögu-
leika mannskepnunnar til að
breyta heiminum ef viljinn er fyr-
ir hendi, (It Isn’t Gonna Be That
WayogYou CannotWin If You Do
Not Play). Tónlistin er hrá, en
ljúf og melódisk og rödd Forberts
er einsog kokkteill af Bob Dylan,
Rod Stewart og Van Morrison.
Þetta er plata sem hrifur hlust-
andann með frá upphafi og verð-
ur þó ekki leiðigjörn þegar
frammisækir einsogvill oftverða
með plötur sem maður gripur
strax. Sem sagt, mjög góð plata.
Sutherland Brothers —
When The Night
Comes Down
ER ÞETTA EKKI
MITT LIF?
3. sýn. i kvöld uppselt
Rauð kort gilda
4. sýn. laugardag uppselt
Blá kort gilda
5. sýn. miövikudag kl. 20.30
Gul kort gilda
STELDU BARA
MILJARÐI
föstudag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
fáar sýningar eftir
laugardag kl. 23:30
Siðasta sinn.
Miöasala í Austurbæjarbfói kl.
16 — 21. Slmi 11384.
Sutherlandsbræðurnir Iain og
Gavin hafa nýlega sent frá sér
plötu sem heitir When The Night
Comes Down. Þeir bræður slógu
fyrst almennilega i gegn árið 1976
með laginu Arms Of Mary. En
gátu ekki fylgt þvi eftir og hafa
siðan smátt og smátt verið að
falla I gleymsku. Einnig urðu
vandræði með undirleikara til að
gera bræðrunum enn erfiðara
fyrir.
Tónlist Sutherland Brothers er
mjög óli"k þvi sem gerist i heima-
landi þeirra, Bretlandi, i dag.
Þeir hafa alla tið hallast meir að
hinu svokallaða mjúka rokki (soft
rock) Amrikunnar, þvi rokki sem
Jackson Browne, Eagles, Poco,
Byrds o.fl. leika.
Hvort þessi nýja plata þeirra
bræöra eigi eftir að færa þeim
aftur frægðina, er ekki gott að
segja, — þaö er önnur tónlist sem
gengur i' dag, en þegar Arms of
Mary brunaði upp vinsældalista
heimsbyggðarinnar. Hinsvegar
þykir mér When The Night Comes
Down jáfnbesta plata Sutherland
Brothers og á henni má finna
mörg lög sem standa Arms Of
Mary ekkiað baki t.d. First Love,
Natural Thing, I’m Going Home
og titillagið.
Bram Tchaikovsky —
Strange Man, Changed
Man
í fyrra var Motors ein vinsæl-
asta hljómsveitin I riki Betu
engladrottningar, fyrst og fremst
vegna lagsins Airport. En þoldi
ekki velgengnina og sprakk.
Söngvarinn og gitar/bassa-
leikarinn Bram Tchaikovsky hef-
ur nú stofnað hljómsveit sem heit
ir i hausinn á honum, og skipa
hana, auk Tchaikovskys, Micky
Broadbent — söngur, gitar, bassi,
hljómborð og Keith Boyce —
trommur.
Bram Tchaikovsky flytur þá
tónlist sem hvað vinsælust er á
Bretlandseyjum og raunar viöar,
um þessarmundir þ.e. ný-bylgju-
rokk, eða ætti maður kannski
frekar að segja veggfóðrar þöng-
ulhausarokk. Og er með betri
hljómsveitum i þeim flokki, —
minnir um margt á Rumour. Og
þessa dagana er eitt laganna á
þessari fyrstu breiðskifu Tchai-
kocskýs, lagiðGirlOfMy Dreams
mjög vinsælt meðal tjalla.