Helgarpósturinn - 25.05.1979, Blaðsíða 21
—he/garpásturinrL. Föstudagur 25. maí 1979
21
Þú færð 40% launahækkun
á þessu ári!
107% verðbólga
Laun allra landsmanna hækka um
40% á þessu ári. Því miður er það ekki
vegna hærri tekna þjóðarinnar,
heldur vegna verðbólgunnar, og
kjarabótin því engin! Ef gengið
verður að einum þriðja hluta af kröfum
yfirmanna á farskipum, og aðrir
launþegar fá sambærilega hækkun,
verður verðbólgan 107% í maí
á næsta ári.
Tuttugu á viku
Lágar tölur um skráð atvinnuleysi
segja okkur ekki allan sann-
leikann um ástandið í landinu.
Landflótti fullhraustra manna og
kvenna segir líka sína sögu.
Tuttugu íslendingar flytjast í hverri
viku til útlanda umfram aðflutta.
Þetta jafngildir því, að allir íbúar á
Höfn í Hornafirði flyttust á brott á
rúmlega einu ári.
Engin tekjuaukning
Aukning á tekjum þjóðarinnar í fyrra
var aðeins 3%, en samkvæmt spá
Efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu verður tekjuaukning þjóðar-
innar aðeins 1,5%, sem er minna
en í nokkru öðru landi, sem stofn-
unin fylgist með. Því miður bendir
margt til þess að tekjuaukning verði
alls engin.
Ríkið hirðir helminginn
Það er Ijóst að launafólk hefur
ekkert gagn af launahækkunum, sem
eru jafnharðan teknar af þeim aftur.
Slíkt leiðir aðeins til aukinnar
verðbólgu. Laun geta ekki hækkað
meira en tekjur þjóðarinnar í heild,
og allra síst þegar ríkið sjálft tekur
til sín næstum helming þeirra.
Ekki bætir það úr skák að nýleg
hækkun á innkaupsverði olíu mun
kosta 30 þúsund milljónir á ári.
Hvað getum við gert?
Við viljum stöðva verðbólguna, efla
heilbrigt atvinnulíf, og auka tekjur
þjóðarinnar svo að grunnlaun geti
hækkað. Þess vegna þurfa allir
landsmenn að taka höndum saman
um stöðugleika í atvinnulífinu, -
annars dragast þjóðartekjurnar
saman og lífskjör okkar allra halda
áfram að versna.
Á síðastliðnu ári hækkuðu erlendar
skuldir íslendinga um 11 milljónir á
hverri klukkustund.
Á meðan þú last þessa auglýsingu
jukust því erlendar skuldir um 400