Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 8
8 —helgar pósturinn— Otgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgiafi sefn er dótturfyrirtæki Alþýðublaðsin: en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdast jori: Jóhannes Guðmundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf steinsson Blaöamenn: Guðjón Arngrimsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Árni Stefánsson, Halldór Halldórs- son Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Auglýsingar: Ingibjörg Sigurðardóttir Gjaldkerí: Halldóra Jónsdóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af greiðsla að Hverfisgötu 8 — 10. Sim- ar: 81866. 81741, og 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskrift (með Alþýðublaðinu) er kr. kr.. 3000 á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 150 eintakið. Þjóðhættirnir Ég tek eftlr þvi aö sumir ágætir vinir minir eru þeim hæfileikum búnir aö geta reddaö sér flösku af sterku á timum og stööum sem aörirog venjulegri menn geta þaö ekki. Ég tek lika eftir þvi, aö sumir eru þeirrar náttúru aö geta útvegaö sér aura úr bönkum meö þægilegri og dægiiegri afgreiöslu en sumir aðrir. Ég tek sem sagt eftir þvi aö öllum gengur ekki jafn aubveidlega aö fá málum sinum framgengt i Félaginu Okkar. Ég tek eftir þvi aö sumir hafa sambönd. Aörir ekki. Ég held aö þessi eftirtekt min byggist ekki á sérstaklega næmri athyglisgáfu. Gildi sambandanna er islenskt samfélagseinkenni sem allir vita um og gæti flokkast undir þjóöháttafræði. Þaö blasir viö hvertsem litiö er og hvaö sem gera skal aö þaö er betra aö þekkja mann sem þekkir mann sem þekkir mann. Til dæmis ef maöur þarf aö sækja um stööu eöa slá aur. Þá er brýnt aö eiga góöa vini og hlýjan hug á réttum stööum. Sumpart . er þetta ósköp heimilisiegt. Notalegt tilhugsun- ar aö finna samkenndina og stór- fjölskyldustemmninguna sem hér gildir. Eöa getur gilt. Fyrir suma. tslensku sérsnmböndin eru meö ýmsum hætti. Er<f»amtiöin gullna ætti aö vera tryygd þeim manni sem a) hefur pólitisk sérsambönd — er innundir hjá áhrifamiklum stjórr.málamönnum eöa -flokki, b) hefur erföafræöileg sérsam- böud, — er af gildri familiu meö góöa afa og frændur vitt og breitt un: Kerfiö, c) hefur klúbbafræöi- leg sérsambönd, — er dugandi fé- lagi i einhverju dinnerliöinu, d) hefur landfræbileg sérsambönd, — er til aö mynda i Siglfiröingafé- laginu eöa Átthagafélagi Strandamanna. Sá maður sem hefur öll þessi sérsambönd en er samt ejtki neitt hlýtur aö vera hiö endanlega nó- boddi. Núll sem alltaf veröur núll og hefur ekkert meö þjóöfélags- lega plúsa aö gera. Svoleiöis menn eiga varla rétt á aö vera til. Menn sem eru i klúbbnum örugg- ur akstur en kunna ekki ab keyra. Sérsamböndin eru auövitað ó- hjákvæmilegt og aö sumu leyti ó- sköp mannlegt fyrirbæri I okkar fámenni og smámenni. Þaö veröur aldrei hjá þvi komist aö maöur þekki mann sem þekkir mann og menn séu vinir vina sinna og hegöi sér samkvæmt þvi. Slikt væri heldur ekki æskilegt. Samt flögrar þaö stundum aö mér aö sérsamböndin ráöi of miklu um þaö meö hvaöa hætti mál ná fram aö ganga i Félaginu Okkar. Eba hvort þau ná fram aö ganga yfirieitt. Mér dettur stundum í hug aö veröleikar manna og málefna séu léttvægari en sérsambönd. Þaö held ég aö gæti verið óæskilegt fyrir hinar lýðræöislegu vogarskálar. Þiö segiö kannski: Hann er bara afbryöissamur greyiö. Hann hefur engin sérsambönd sjálfur. Hefur ekki fengiö vixil. Ekki get- aö reddaö flösku. Skitt og lago. Hvaö segir ekki T.S. Eliot (eöa er þaö Thor Vil- hjálmsson?): Maöurinn er alltaf einn. Hittumst i saumaklúbbnum. —AÞ. Föstudagur 8. júní, 1979 —he/garpásturinrL. Haft er fyrir satt, aö skelegg- ur gagnrýnandi landbúnaöar- stefnunnar i landinu hafi haft á oröi á fundi, aö nú væri mál aö linnti. Lifsnauösyn væri aö draga stórlega úr kjötfram- leiðslunni vegna offramleiöslu, en aösama skapi væri brýn þörf á aö auka aö miklum mun ullar og skinnaframleiöslu og skapa meö því móti ný atvinnutæki- færi I iönaöi, eins og þaö heitir á finu máli. Glöggur maöur i saln- um benti hinum ráösnjalla gagnrýnanda á þaö, ofur kurt- eislega, að á hverri rollu væri aöeins eitt skinn. Endurbóta- maöurinn svaraði aö bragöi, aö hér væri þá komiö veröugt verk- efni fyrir Kannsóknastofnun landbúnaöarins, mun veröugra en önnur, sem flest miöuöu aö þvi aö auka kjötframleiösluna. Hér veröur ekki leitast viö aö verja landbúnaðarstefnuna I landinu, sem flestir eru sam- mála um aö hafi gengið sér til gæru. Hins vegar er saga þessi rifjuð upp til þess aö sýna fram á ráösnilldina, sem einkennt hefur ráöamenn okkar gegnurn tiöina, og er nú loksins aö setja okkur á hausinn I eitt skipti fyrir öll. Það hefur veriö lenska meðal ráöamanna okkar aö tala um hlutina, en hafast minna aö. Aö sjalfsögöu er þægilegra aö tala bara, þvi slikt er auöveldlega unnt, án þess að þurfa aö bretta upp ermarnar. En fyrr eöa slöar kemur að þvi að menn tali sig i hel og senn líöur aö þvi aö hvert talskref verði dýrara en þau, sem Póstur og simi bjóöa upp á. I stjórnmálabaráttu tiökast aö tala digurbarkalega fyrir kosningar og þá eru vandamál- in afar auöveld viöfangs, bara ef þú kýst rétt. Sagan fræga um frambjóöandann, sem á yfirreið yfir kjördæmiö spuröi væntan- legan kjósanda sinn hvaö menn skorti helst þar i sveit, er klassisk. Þaö væri helst flug- völlur, svaraöi kjósandinn. Skrifaðu flugvöll, sagöi fram- bjóöandinn viö meðreiöarsvein sinn. Þau eru mörg lausnaroröin i stjórnm álabaráttunni. Einn daginn er þaö visitöluþak, ann- an daginn er þaö frjálshyggja. Stundum er það þjóönýting og i júli er þaö ævinlega réttlæti i skattamalum. Þá má ekki gleyma her fer og her er og veröur, bráöabirgöalögum, þremur prósentum eöa vöxtum. Hver, sem kominn er sæmilega til vits og ára, kann ekki enda- lausa þulu lausnaroröa, sem suðab hafa i eyrum árum og áratugum sainan? —En alltaf er vitleysan söm við sig og alltaf er allt aö fara i kaldakol. Vísitöluþök reynast meö sömu göllum og islensk þök yfir höf- uö, þau hripleka og önnur lausn- arorð reynast ámóta haldlitil þegar allt kemur til alls. Verst er, hve þulan er dæmalaust leiö- inleg svona ár eftir ár, áratug eftir áratug. Skömminni skárra væri, ef ráðsnillingarnir tækju höndum saman og^settu lausnar- hákarl oröin saman meö endarimi og öllu tilheyrandi, viö eitthvert skemmtilegt lag. Verst, aö stjórnmálaskörungar okkar viröast veröa ruglaöri i riminu með hverju árinu sem liöur. Þeim er hér meö bent á aö fara i smiöju til Brynhildar hans AI- berts og er þeim þá ekki I kot vísaö. Hversu ánægjulegra væri ekki að hlýöa á ,,Trió Óla Jó” syngja um ágæti nýjustu bráöabirgöa- laganna, „Geira and the Blue Boys” kyrja um kosti frjáls- hvggjunnar, „öreigaband Lúlla og örlagakommanna” þruma um gildi þjóönýtingarinnar og „Punk-Rock hljómsveit Vimma og rósariddaranna” blása tvö- falda siögæöiö og sollinn, heldur en aö drepast úr leiðindum und- ir andlausu oröagjálfri. Þá væri loksins komiö eitthvert fútt i stjórnmálabaráttuna. Sannleikurinn er sá, aö stjórnmálaumræöan er svo leið- inleg aö hún er búin aö gera landsmenn fúla og bölsýna. Þaö þarf ekki nema fletta dagblöö- unum til þess aö sjá þaö. A hverri siöu eru hoiskeflur óöa- verðbólgu, brotsjóir oliu- og bensínveröhækkana, brim og boðar verkfalla og verkbanna og allt rekiö meö halla. Verölag á afuröum er vont, ef þaö er ekki hærra en þaö hæsta sem þekkst hefur fram aö þvi, og afli er bölvab kropp, ef hann slær ekki út allt sem áöur hefur þekkst. Ef næg atvinna er i landinu, er atvinnuleysiö áreiö- anlega bak viö hæstu hundaþúfu og ef þú færö kauphækkun, er áreiðanlegt aö ég hef fengiö nokkrum krónum meira en þú. Ef einhver dirfist aö vera, þó ekki sé nema pínulitiö bjart- sýnn, og segir aö veðrið sé gott i dga, er aö bragöi ansab meö fýlu, aö þaö muni áreiöanlega rigna á morgun. Hér meö er skoraö á stjórn- málaskörunga landsins aö taka upp léttara hjal, ef ske kynni aö þaö hressti svolitiö upp á mann- skapinn. Þaö cr þó skömminni skárra aö syngja svolftiö og spila meöan Kóm brennur, i staö þess aö hengja hausinn meö lunta. Hún brennur hvort eö er!!!! Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.