Helgarpósturinn - 08.06.1979, Side 24

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Side 24
Föstudagur 8. júní, 1979 liui i u. au pv i V/i nuimugu ovgju . Miskliö þessara tveggja manna er þó ekki sögö hugmyndafræöi- legs eölis heldur persónuleg, enda mennirnir ólikir. Til marls um þessa togstreitu hefur kvisast Ut saga af nýlegum rikisstjórnar- fundi. Komiö var aö 3. dagskrármáli fundarins, sem flokkarnir þrír þurftu aö taka afstööu til, þá hallaöi ölafur sér aftur i sæti glotti út i vinstra munnvik, leit á Steingrim og sagöi ofurhægt: „Hvaö segir Framsóknarflokkurinn um þetta?”. Siöan voru næstu dagskrármál tekin fyrir uns komiö var aö 7. liö sem var skýrsla ráöherranefndarinnar, þar sem m.a. var lagt til aö sett yröu á bráöabirgöalög. Stein- grímur haföi orö fyrir nefndinni en hann haföi varla sleppt a-öinu, þegar gamii maöurinn sló létt i boröröndina og sagöi eitthvað á þá leið aö hér yröu engin neyöar- lögsett. Svo fór Olafur til Kanada en þá skutu þeir Steingrimur og Tómas Arnason á fundi meö blaöamönnum, þar sem þeir m.a. gáfu til kynna aö rikisstjórnin gæti ekki lengi setiö aögerðarlaus meöan allt væri aö fara i hnút á vinnumarkaöinum. Þetta hefúr komið sumum spánskt fyrir sjónir... ekki bara draumur. • Vinna viö orkuþættina sem Magnús Bjarnfreösson hefur haft yfirumsjón meö i sjónvarpinu liggur nú niöri. Astæöan er sögö sú, aö Finnbogi Jónsson, sem nefndur var af iönaöarráöu- neytinu til samstarfs viö Magnús, var óánægöur meö hvernig aö málum var staöiö, og sleit sam- starfinu. Ekki er á hreinu hvort reynt veröur aö ljúka viö þættina, sem upphaflega áttu aö vera sex... • Lokin á vikulokaveseninu i útvarpinu eru nú trúlega i sjónmáli. Viö sögöum frá þvi i siöasta Helgarpósti aö útvarps- ráö heföi samþykkt nýjan þátt i umsjá Kristjáns E. Guömunds- sonar, Guöjóns Friörikssonar og Magdalenu Schram sem ætti aö vera hálfsmánaðarlega á laugardagseftirmiödögum á móti i vikulokin. Vikulokafólkiö mun ekki hafa veriö mjög hresst meö þaö. Sú lausn er nú trúlega fundin aö úr þessum tveimur þáttum veröur einn, þ.e. tveir af umsjónarmönnum nýja þáttarins BUÐIN koma til liös viö tvö af gamla vikulokafólkinu, Jóni Björgvins- syni og Eddu Andrésdóttur, en Arni Johnsen og Ólafur Geirsson hætta. Veröa þeir Jón og Kristján báöir stjórnendur. Jón hefur veriö primus mótor i uppbyggingu og matreiöslu t vikulokin, en þátturinn hefur aflaö sér umtalsverðra vinsælda. Heyrst hefur aö Jón hafi hins vegar hug á aö hætta um næstu mánaöamót og sé þá hugsanlegt aö Magdalena Schram komi inn i myndina... • Islenskum leikbúninga- teiknurum er að bætast liösauki um þessar mundir. Guörún Sigriöur Haraldsdóttir heitir hann en hún hefur stundaö nám i listinni i London og gerir búningana i kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Snorra Þóris- sonar o.fl., óöal feöranna, sem tekin veröur i sumar. Þaö verkefni veröur lokapróf hennar frá skólanum... •Helgishmdir sr. 1 Siguröar Hauks Guöjónssonar I sjónvarpinu um daginn uröu aöeins tvær, en ekki fjórar eins ogvenja er til. Astæöanmun vera sú aö I fyrsta þættinum minntist hann á Jón Stefánsson og kór Langholtskirkju og þótti þaö brot á hlutleysisreglum sjónvarpsins. Eöa auglýsing. Sjónvarpiö ákvaö þviaöstraffa séra Sigurö meö þvi aötaka ekki upp tvo siöustu þætti hans. Þátt númer 2 var þegar búiöaö taka upp, og hann var þvi sýndur... • nia fór fyrir útihátiðinni sem halda átti viö Kolviöarhól um hvitasunnuhelgina. Hún varö úti vegna veðurs og vinda eins og fleiri islenskar „útihátiöir”. Um 300 manns borguðu sig inn á mótssvæöið, og munu vera hvekktir yfir að hafa eytt 8000 krónum hver i bleytu og basl, en enginn mun hafa fengiö endurgreitt. Þá hefur sú spurning heyrst hvort ekki hafi veriö var- hugaveft að halda hátiö, — þar sem reyndar var búist viö tiu þúsund manns — undir Búrfells- linu sem mun eiga þaö til að slá niður... • Allar borholurnar viö Kröflu eru dánar drottni sinum utan ein, svo aö virkjunin skilar um 2Mw af raforku um þessar mundir. Ekki er langt siöan aö haft var eftir stöðvarstjóranum þar um slóöir, aö Kröfluvirkjun væri nú einungis pólitiskt vandamál. Daginn eftir dó hola 9 út, en hún haföi fram til þess gefið hvaö mesta gufu. Einhverjir hafa nú velt vöngum yfir hvaöa póiitik hafi veriö þar aö baki........ • Kannski fer nú aö sjá fyrir endann á húsbyggingar- vandræðum Seöiabankans. Sam ninga viöræöur milli forsvarsmanna Seölabankans og eigenda Sænska frystihússins eru sagðar komnar á lokastig, en þar er gert ráö fyrir aö Seðlabankinn kaupi bygginguna óhrjálegu á horni Kalkofnsvegar og Skúlagötu til niöurrifs og nýja Seölabankahöllin risi þar sem Sænska frystihúsið stóö.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.