Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 3
3 he/garpósturínn.. Föstudagur 14. september 1979 Hópur innfæddra fyrir utan bungalow Scanhousemanna i Ogitipupa. (Myndir: Magnús Strandberg). Nigeriumennirnir keyra ótrú- lega hratt og glannalega. Viö bár- um aldrei viö aö keyra sjálfir i umferöinni þarna, og báöum bil- stjórana okkar aö keyra helst ekki hraöar en á 80 — yfirleitt er ekiö á um 120 km. hraöa úti á þjóövegunum. Og þegar bilstjór- arnir á stóru flutningabiiunum finna til syfju stoppa þeir og fá sér vænan slurk af pálmavini. Þaö er um þaö bil 12- 14 prósent aö styrkleika, eöa svipaö og létt- vin hjá okkur. Ekki bætir þaö úr skák aö þeir reykja talsvert mikiö marijuana. Hættulegasti vegur i heimi Slys eru lika daglegur viöburö- ur þarna, þaö varö ég sjálfur oft var viö. Ég annaöist talsvert inn- kaup og fór vikulega milli Lagos, Ibadan og Benin. t hvert einasta skipti sá ég eitt eöa fleiri dauöa- slys. Enda er þessi leiö talin hafa hæsta slysatíöni i heimi — þaö ku standa I heimsmetabók Guinnes. barna i Lagos er mikiö at- vinnuleysi. Þaö var algengt, aö á mánudagsmorgnum væru álika margir fyrir utan giröinguna og voru aö vinna á svæöinu hjá okk- ur, og biöu eftir aö fá vinnu. Inn- fæddu verkstjórarnir notfæröu sér þá til hins ýtrasta og hirtu oft helminginn af daglaununum, sem voru 800 krónur. t þau skipti sem okkur tókst aö sanna slikt voru viðkomandi verkstjórar umsvifa- laust reknir. En þaö var ekki oft sem þaö tókst. Samtryggingin var næstum algjör. önnur hliðin Nú er þetta sjálfsagt aöeins ein mynd af Nigeriu. Landi sem hef- ur gengiö i gegnum ýmsar hörm- ungar á umliðnum árum. Landi þar sem hin vestræna menning hefur hellst yfir á örskömmum tima. Og landi þar sem herfor- ingjastjórn fer meö völd um þess- ar mundir. Ef fariö er I þá lands- hluta, sem enn eru lltið sem ekk- ert i snertingu viö ,,hinn nýja tima’, blasir sjálfsagt önnur mynd viö. — Fólkiö úti i skógunum er á- reiöanlega sæiasta fóik i heimi, segir Sigurbjörn. Og þegar viö spuröum hann hvort hann langi aftur i svipuð ævintýri, kvaö hann það ekki óliklegt. — Ég hef fengiö nóg af útivistinni i bili, en mér hefur veriö boöin vinna og hver veit nema ég skelli mér þangað fyrr en siöar, segir Sigurbjörn Þorkelsson aö lokum. eftir Þorgrím Gestsson aö höggva niöur runna. Félagi minn Islenskur rak augun I hana á undan mér, og tókst aö vara mig við I tima. Ég sá lika „Svörtu mömmu”, sem svo er kölluð, en hún er hættulegust þeirra allra. Eitrið sem hún spýtir drepur á hálftima, og mjög hæpiö aö hægt sé að bjarga þeim sem verður fyrir biti. Og eiturslöngur af ýms- um geröum voru drepnar einu sinni til tvisvar i viku i bungalow- inum okkar. Viö uppgötvuöum lika, að svertingjarnir veiddu litla krókó- dila til matar. Þeir eru ekki nema tveggja metra langir og seldir lif- andi, — voru bara meö bundiö fyrir kjaftinn. Viö ákváðum að kaupa einn til að hafa i garðinum hjá okkur, og kölluöum hann Lúlla, vegna þess að hann svaf alltaf. Skömmu seinna kom svertingi, sem er sérfræöingur i þessum krókódilum. Þegar hann heyrði, aö Lúlli væri karlmanns- nafn sagöi hann að þaö gengi ekki, þvi þetta væri kelling. Viö báðum hann þá að veiöa kall fyrir okkur, og fengum aö sjá hvernig þeir fóru aö þvi aö ná þeim. Þeir létu þá einfaidiega bita i spýtu, drógu þá á land og bundu um kjaftinn á þeim. Þegar viö fórum frá svæöinu báöum viö kokkinn okkar aö mat- fötum, sem þaö ber á höföinu, og skolpræsin liggja beint út úr kof- unum. Vanalega veröur að ganga á plönkum yfir skolpræsin tii að komast út. Það segir sig sjálft aö þarna eru sjúkdómar algengir, og fólkið hrynur niöur úr malariu. Ekki bætir þaö úr skák, aö i hverju húsi eru hænsni, sem éta skitinn, og svo étur fólkið hænsn- inn. Þetta veröur þvi einn vita- hringur. Meöalaldurinn þarna er heldur ekki nema um 40 ár, og flestir sem unnu hjá okkur voru undir þritugu. Mega keyra annan hvern dag — Annars er umferðin þaö sem ég man einna best eftir. Þarna i Lagos á að vera einhverskonar simakerfi, en það er algjörlega ó- nothæft. Þvi veröa menn alltaf aö fara á milli staöa, i stað þess að nota simann, og þaö varö algjört öngþveiti i umferöinni. Herfor- ingjastjórnin tók það til bragös aö leyfa fólki sem átti bila sem höföu bílnúmer meö oddatölu aö aka annan daginn, en fólki á bilum meö sléttum tölum aö aka hinn daginn. Þaö varö náttúrulega tií þess aö þeir sem á annaö borö voru nógu vel stæöir til aö eiga bfl, uröu aö eiga tvo bila. Annan Kofaþyrping og innfæddir i Igoran. reiöa annan krókódilinn. Viö fengum hann bæöi steiktan, soö- inn og i súpu. Súpan var ágæt, og hitt heföi sjálfsagt vanist meö timanum. Hinn krókódilinn gáf- um viö höföingjanum i matinn. — Þú varst lika 1 Lagos. Var ekki ööruvisi umhorfs þar? — Jú, Lagos kemst heldur nær þvi aö geta kallast borg. Þaö er gefiö upp, aö þar búi um sex mill- jónir, en ibúarnir eru áreiöanlega miklu fleiri, þótt enginn viti þaö nákvæmlega. Þar hafa heilu hverfin aldrei verið skipulögö. Fólk hefur bara byrjað aö byggja moldarkofa, og siöanhafa smám saman myndast hlykkjóttar götur. Fólkiö veröur aö sækja allt vatn langar leiöir i meö oddatölu, hinn meö sléttri tölu. Og aö sjálfsögöu varö Scan- house aö eiga tvöfaldan bilaflota. Þetta varö til þess aö umferðar- öngþveiti versnaöi um helming. Og þaö var algengt aö sitja fjóra til sex tima fastur i umferöinni — I allt að 38 stiga hita. Sektin viö aö aka á „vitlausu númeri” var 150 þúsund krónur. En yfirleitt var hægt aö múta lög- reglunni meö 20 þúsund krónum. Og þaö var raunar algengt aö löggan reyndi aö búa til vanda- mál, en sleppti mönnum ef þeir fengu sinn 20 þúsund kall útum gluggann. Og yfirleitt var litiö hægt aö komast áfram nema aö hafa budduna á lofti. NOTAÐIR MAZDA BÍLAR ERU r%o/ BILAR Vegna þess: — aö allir Mazda bílar eru sparneytnir. Reynsla undanfarinna ára sýnir að raunhæf eyðsla Mazda er: Mazda 818 73—78 7,51 Mazda 616 ’72— ’78 8,0—8,51 Mazda 929 74— 78 8,5—9,01 Mazda 323 77—79 7,5 l. per 100 km. per 100 km. per 100 km. per 100 km. Kaupið ekki einhverja notaða bíla, kaupið Mazda notaða bíla með 6 mánaða ábyrgð. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 81299.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.