Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 14. september 1979 __he/garpósturinrL. gleriö sem bylgjast eftir lagi höfuösins. Er gleriö mót- aB meB bræBslu. Þetta á- takanlega verk sem lýsir þján- ingu og kvöl hins einmana, nær fyllilega til áhorfandans vegna tæknilegrar útfærslu listakon- unnar. Tvær brjóstmyndir eru tengd- ar saman meö málmslöngum Þær bera vott um tengsl manna i millum, en báöar stytturnar snúa aö áhorfandanum likt og þær komi hvor annarri ekkert viö. önnur brjóstmynd sýnir-fi- gúru meö rennilás likt og veriö sé að spretta hörundinu af, til rannsókna á þvi sem inni býr. Þetta verk er eitthvert einfald- asta en jafnframt skýrasta verkiö á sýningunni. Sum verk Steinunnar vekja efalaust hroll með þeim sem sjá þau. Andlit i skáp sem er opinn, horfir fram. Dyr skápsins eru alsettar göddum sem stingast mundu inn i andlitið væri þeim lokað. Efbeturerað gáð eru þó gaddar þeir sem leggjast að andlitinu úr gúmi, en hinir sem leggjast til hliðar við það úr málmi. Nakinn einmana leiki mannsins Galleri Suðurgata 7 hefur staðið sig betur en flestir sýn- ingarsalir i kynningu á ungu myndlistarfólki. Hver nýliöinn á fætur öörum hefur „debuteraö” á fjölum þessa litla galleris. Þannig hefur Suðurgatan verið helsti vettvangur nýrra strauma i myndlist. undanfarin ár. Þar hefur gróðahyggj- an, sem sifellt gerist’á ieitnari i heimi lista, ekki riðið húsum. Lýðræðislegra and- rúmsloft hefur rikt þar umfram það sem gerist annars staöar og þvi hafa sýningar þar verið margbreytilegar. Forráðamenn j gallerísins hafa greinilega skor- j ið upp herör gegn einhverjum I versta fjanda islenskrar mynd- I listar, skorti á fjölbreytni i I stefnum. Laugardaginn 1. september opnaði galleriið sýningu á verk- um ungrar listakonu, Stein- unnar Þórarinsdóttur. Þetta eru höggmyndir unnar i leir og fleiri efni, 7 að tölu auk umhverfis- verks sem gert var fyrir sýning- una. Verkin eru öll ný, gerð á þessu ári og i lok þess siðasta. Steinunn hélt að loknu stúdents- prófi til Englands. Þar stundaöi hún fyrst nám viö College of Art and Design i Portsmouth, en siðan i listadeild polytechniska háskólans i sömu borg. Þaðan lauk hún BA-prófi i listum siöastliöiö vor. Þaö er athyglisvert hve Stein- unn hefur náð miklu valdi á leirnum. Hér er ekki um að ræöa keramik, heldur leirmótun myndhöggvara. Figúrur eöa brjóstmyndir eru mótaðar úr stein- eða jarðleir. Hver stytta er siðan brennd i sinum sér- staka ofni, sem gerður er úr múrsteinum utan um verkið, undir berum himni. Styttan er siðan tekin með töngum og flutt i ofn, sem fylltur er með hálmi. Þannig reykist styttan án þess að súrefni komist að. Með þess- ari aðferð, sem er japönsk að uppruna, nær Steinunn jarð- lægri (earthy) áferð á verkum sinum. Verk Steinunnar eru ákaflega vel gerð. Sú aðferð sem hún hefur tileinkað sér, hentar mjög vel innihaldi þvi og áhrifum sem hún vill koma á framfæri. Til dæmis er verk I efri salnum, þar sem Steinunn fellir ramma aö andliti styttu meö því aö hlekkja rammann um höf- uöið. Andlitiö þrýstist út um Inntakiö i höggmyndum Steinunnar er augljóst. 1 þeim birtist nakinn einmanaleiki mannsins i nútima samfélagi. Honum er þrýst upp við vegg eða glugga, lokaður i kassa, hlekkjaður og pyntaöur. Sum verkin nálgast það jafnvel að hafa yfir sér sadiskan blæ. Þó neitar Steinunn þvi að hún sé svartsýn. Hún segist miklu fremur vilja benda fólki á hvernig heimurinn sé i raun og veru, svo fólk liti sér nær. Það er lika greinilegt i verkum Steinunnar að hún hefur samúð með mannlegum örlögum, en veltir sér ekki upp úr eymdinni. Þetta eru mjög persónuleg verk sem ná þó til allra. Með þvi að sleppa andlitsmótun figúr- anna, lýsir Steinunn persónu- leikamissi nútlmamannsins enn betur. Hún sýnir einnig að það eru ekki einhverjar sérstak- ar manneskjur, heldur mann- kynið i heild sem á við vanda- mál einveru og einmanaleika að striða. Til að auka enn frekar á altæka merkingu verkanna, hefur Steinunn sleppt nafngift- um. Hér er á ferðinni sérstæö og vönduð sýning sem fæstir ættu aö láta fram hjá sér fara. Ég óska Steinunni til hamingju með hana og hlakka til að sjá fram- haldið. Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson Bókaútgáfan Örn og Örly^ur: Nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið Mesta bókavertfð ársins fer senn i hönd, og af þvi tilefni haföi Helgarpósturinn samband viö örlyg Hálfdánarson hjá bókadt- gáfunni Erni og örlygi, til að for- vitnast um væntanlegar bækur frá þeim. örlygur sagöi, að stefnan hjá útgáfunni værisúaö gefa út góöar bækur og væru þeir með bækur á öllum hugsanlegum sviöum. Um þaö, hvort þeim tækist þaö, sagöi hann, aö þaö væri stundum, en stundum ekki. Annars væri þaö ekki sitt aö dæma um slikt, heldur annarra. Þá sagöi örlygur, aö liklega væriútgáfan iár aöeins meiri en i Aöalheiöur Bjarnfreðsdóttir fyrra, þó ekki munaöi þar mjög miklu, og einna helst væri hún i innlendum bókum. Viöamesta bókin, sem örn og örlygur munu gefa út fyrir þessi jól, er Feröabók Stanleys frá 1789. Þaö eru dagbækur leiöangurs, sem kom hingaö til lands Ikjölfar Móöuharöindanna og er eina er- lenda frásögnin sem til er um þaö. Hún lýsir vel aldarfari og ástandi hér. Meö I leiðangrinum voru tveir teiknarar og geröu þeir mikið af myndum, sem fæstar hafa nokkurs staöar sést áöur. 1 bók- inni verða um 100 svart/hvitar teikningar og 20-30 heilsiöulit- myndir. Bókin er þýdd af Stein- dóri Steindörssyni fyrrum skóla- meistara. Nokkrir höfundar koma i fyrsta skipti fram á sjónarsviðiö I haust. Þar má nefna Oskar Ingimars- son, sem kunnur er fyrir þýöingar sinar i sjónvarpinu. Bók hans heitir „Gegnum eld og vatn” og gerist á seinni hluta 16. aldar. Þetta er spennandi bók, öörum þræöi sakamálasaga, og er sögu- sviö á Islandi, á Irlandi og I Dan- mörku. Grétar Birgis heitir höfundur, sem gefur út sina fyrstu bók, og heitir hún „Skellur á skell o£an”. Þaö er nútimasaga og segir frá lifi miðstéttarfólks i Reykjavik. ABalheiöur Bjarnfreösdóttir sendir frá sér „Myndir úr raun- veruleikanum” og er þaö einnig hennar fyrsta bók. Fjallar hún um kjör fátækra barna í Reykja- vik. Reyndari höfundar veröa einn- ig meö bækur úr borgarllfínu. Þar skal fyrst telja Asu Sólveigu og bók hennar „Treg f taumi”, en þar segir frá miöaldra konu, sem gift er rikum manni, og er oröin leið á lifinu. Jón Birgir Pétursson fyrrum fréttastjóriveröur á feröinni meö glæpasögu úr borgarlifinu, en ekki er komið endanlegt heiti á hana. Guöjón Albertsson hefur skrifaö bók, sem hann kallar „Breiðholtsbúar”, þar sem eru hnyttnar lýsingar á lifinu i borg- inni og þá helst i Breiöholtinu. Ævisögur eru alltaf meö vinsæl- ustu bókum, sem gefnar eru út á hverju ári. örnog örlygur gefa út a.m.k. tvær slikar: „Vopnaskipti og vinakynni”, æviminningar Hannesar Pálssonar á Undirfelli, sem Andrés Kristjánsson hefur skráö, og „Bændablóö”, ævi- minningar Jóns Bjarnasonar frá Garösvik, sem hann hefur skráð sjálfur. Af öörum bókum islenskum má nefna 3. bókina i bókaflokknum um hemámsárin. Heitir hún „Misjöfn er mannsævin” og er Asa Sólveig eftir ónafngreindan, mann sem ólst upp hjá drykkfelldri móður á striösárunum. Þá veröur gefin út kennslubók i Jóga eftir Skúla Magnússon. Bókin er ætluö fyrir þá sem vilja ná valdi yfir likam- anum og viija slaka á spennu. „Fyrr en dagur ris” heitir skáldsaga eftir danska rithöfund- inn Jörn Riel. Þetta er saga, sem gerist á Grænlandi, þegar Eski- móar hafa ekki enn kynnst hvita manninum og búa I sinum háþró- uöu samfélögum. Tvær aðrar danskar bækur eru meöal jólabókanna i ár. Þær eru metsölubókin „Uppreisn frá miðju”, og ,.tslandspólitik Dana 1913-18” og fjallar um þau ár þegar viö erum aö brjótast undan Dönum. Margar aðrar bækur veröa gefnar út hjá Erni og örlygi i ár, en þetta verður látiö nægja aö sinni. — GB „MY BAMBEVO GO TO SLEEP” Vögguvísa Ellasar Mar gefin út að nýju Bókaforlagiö löunn hcfur gefið út skáldsöguna Vögguvisu eftir Elias Mar I bókaflokknum tslensk úrvalsrit. Vögguvlsa kom fyrst út áriö 1950 og hefur veriö ófáanleg um langt árabil. Þar segir frá ævintýrum þriggja ungra pilta, fyrirliöans Badda Pá, svellgæjans og svingpjattans Einars Err og Bambinó.er þeir brjótast inn f skrifstofu heiidsalans Arngrims Arngrímssonar, og eftirmálum. Eysteinn Þorvaldsson annaöist útgáfuna, og i formála hans að bókinni, segir m.a.: „Sögusviðiö er Reykjavik. Samfélag styrjaldaráranna og eftirstriösáranna mótar flestar persónurnar og viöhorf þeirra. Bandarlsk fjöldamenning hefur sterk áhrif á ungt fólk. Striðs- kynslóöin er sólgin I ævintýri, einkum trúir hún á ævintýri peninganna. Bambinó telur sig lenda I ævintýri þegar hann á barnsaldri er geröur aö innbrotsþjófi. Honum veröur hugsað til hasarbiómyndanna, og peningavonin rekur hann lika áfram. Þetta orkar mun sterkar á hann en leiösögn ráövandra foreldra. Bambinó er verka- mannssonur, og foreldrar hans hafa reynslu af haröri lifs- baráttu kreppuáranna. En þau ná engum tengslum viö soninn meö umvöndunum sinum og hollum ráöum”. Helgarpósturinn haföi tal af Eliasi Mar i tilefni af endur- útkomu bókarinnar, og spuröi hann fyrst hvort hann hefi verið aö fara eitthvaö sérstakt, þegar hann skrifaöi bókina. Þaö er alltaf svo þegar maöur skrifar. Ég var þarnaaö koma á blaösamtiöarlýsingu, ogiþessu tilfelli á dálitiö þröngum hóp unglinga, unglinga af vissri gerö. Þar kemur inn á foreldra og skipti Bamblnó viö þá, og einnig koma viss skipti kynslóöa inn i bókina. Þaö var Iika tilgangur aö koma aö málfari þessa tima. Þetta haföi aldrei veriö gert áöur. Sumt i svona málfari er skammlift og margir sem lesa hana i dag, skilja þaö ekki. Þó hún gefigóöa mynd af málfari i þá daga, gerir þaö hana tak- markaöri. Er þetta ádeilusaga? Þaö má segja, aö hún sé á vissan hátt pólitisk ádeila, og hún hefur tvimælalaust vissan vinstri tendens, en ef grannt er Elias Mar: „Þetta var eina bók- in meö svipuöu efni og svipuöu málfari” skoðað, er hún ekki flokkspóli- tisk. Þaö er gert svolitiö grin aö heildsalaog peningaviöhorfi, en þaö er ekkert um pólitiska umræðu, eöa ekkert sem heitir. Þá skina i gegn áhrif frá her- náminu og viss ótti viö áhrif enskunnar á islenska tungu. Ef ég skrifaöi I dag, legöi ég meiri áherslu á varöveislu tungunnar, en ekki flokkspólitik. Hvernig voru viötökurnar? Hún fékk mjög góöar viötökur, ekki sist hjá unglingum, sem þekktu þetta málfar. Bókin vakti skemmti- lega athygli og þótti dálitiö nýstárleg. Þetta var eina bókin meö svipuðu efni og svipuðu málfari. Teiuröu bókina eiga erindi til ungu kynslóöarinnar, þrjátfu árum eftir aö hún var skrtfuö? Ég tel það, þó ekki væri nema til að gefa unglingunum hug- mynd um "þennan tfma. Þetta var jú timi foreldra þeirra. Égheflátiðmérdetta ihugað skrifa um þessar sömu persónur sem fulloröiö fólk, en geri þaö sjálfsagt ekki. Hvernig eru þessir strákar i dag? Ég vil taka þaö fram aö lokum, aö ég er mjög ánægöur meö útgáfu Iðunnar á bókinni og formála Eysteins Þorvalds- sonar. Éger ánægður yfir þvi að komast i þennan bókaflokk og aö bókin skuli vera tekin upp I skólunum. -GB.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.