Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 8
 Þorsteinn (fv), ólafur og Vernharöur: „Viö erum andlegir þrfburar”. Þrettánda tölublaö Lystræn- ingjans er aö koma út um þessar mundir. Þaö veröur varla þrauta- laus fæöing, — ekki frekar en fæöingarnar á heftunum tólf, sem þegar eru komnar á legg. Heigarpósturinn ræddi við þremenningana sem standa á bak viö þessa sérstæöu útgáfu, þá Þorstein Marelsson. Ólaf Orms- son og Ve rnharö Linnet, og spuröi fyrst um upphafiö. ólafur varö fyrstur fyrir svörum, en siöan gripu þeir hver frammi fyrir öör- um. ,,Anark! i upphafi” „Þetta fór f gang i október 75, ef ég man rétt”, segir hann. ,,En þá voru aðrir menn með efni i olaöinu. Þeir sem hófu útgáfuna voru Einar ólafsson, Dagur Sigurðarson, Geirlaugur Magnússon og Pétur Lárusson”. ,,Það er kannski rétt aö taka iram”, segir Vernharður, „aö i jpphafi var þetta hugsað sem timarit ungra skálda, sem hefði skrifstofu og ritvél, þar sem menn gætu komið og vélritaö sln verk. Siðan yrði þetta gefiö út þegar nóg efni væri komið. Engin ritstjórn átti að vera, heldur bara anarki. Það eru dæmi um þetta erlendis. En af þvi aö þetta kostar alltsaman peninga þá gekk þetta ekki.” „Tvöfyrstu blööin voru gefin út með þessa hugmynd aö leiðar- Ijósi, þó auðvitaö kæmi þetta aldrei út i praxis” segir Þorsteinn. „Síöan var komið aö ritstjórn viö blaðið” segir Clafur „og það með stalini'skum bolabrögðum, vil ég meina.” ,,Þú komst inni myndina þá?” „Já”, svarar ólafur. „Eftir þriðja blaðiö fer allt á hvinandi kúpuna”. „Já”, segir Vernharður. „Þá var ráöist i að kaupa ritvél, Oli- vetti ritvél, sem Orn Bjarnason | skrifaði á, og það þoldi fyrirtækið | ekki. Það varö stórskuldugt.” „Þá var það sem við þrir tókum j að okkur skuldirnar. Astæöan er | sú að verið var aö setja upp leikrit I eftir Þorstein i Þorlákshöfn, ■ „Venjuleg fjölskylda” og hann I var þvi meö annan fótinn fyrir 1 austan. Við höfðum talað um að ) reyna að koma út timariti helgað | leiklist. Svo kom ólafur austur að j sjá leikritiö og þá var ákveöið aö I sameina þetta alltsaman, vegna I þess að Lystræninginn lá þar i ! dvala”. „Við tókum á okkur allar skuld- j irnar, og áskrifendurna fimmtiu, , þar.með taldir við þrir og ættingj- i „ÞETTA ER BASL ar. Fjórða tölublaðið kom svo út I desember 1976”, segir Þorsteinn. ,,Þar með breytist blaðið tals- vert”, segir Vernharður og bros- ir. „Tekin var upp stefna I stefnu- leysinu, þar sem aðaláhersla er lögð á islensk leikrit og tónverk. Fram að þvi hafði eiginlega ekkert verið i blaðinu annað en ljóð”. „Og smásögur” skaut ólafur inni. „Já smásögur” samsinnti Vernharöur. áfram. „Þetta er engin blómi hjá okkur. Þetta er basl. Tómt basl. Við höfum reynt að bæta vinnuna á tlmaritinu, eftir þvi sem áskrif- endum hefur fjölgað. Frá og með 9 tölublaði hefur málið á þvi verið sett, en var áður bara vélritað”. „Það er samt hart að þurfa að auglýst kókakóla til að þetta gangi”, segir Varnharður. „Við reynum að halda auglýs- ingum i lágmarki”, segir Þorsteinn. Lystræninginn er 48 siður að stærð. bækur, Ljóðabók eftir Vitu Andersen sem Nina Björk er að þýða, og Sjáðu sæta naflann minn, „hugljúf klámbók fyrir unglinga” sem Vernharður Linnet og kona hans Margrét Aðalsteinsdóttir þýöa. „Það þýðir ekki annað en að kreista norræna þýðinga- sjóðinn,” segir Vernharður. „Nei, annars”, bætir hann við, „hann er þegar oröinn fjárvana fyrirtæki. Annars hafði hann þau áhrif, meöan hann veitti sæmi- MM sósialiskt yfirstéttarrit Helgarpósturinn spyr hvort þeir hafi verið að svala brýnni þörf með útgáfu ritsins. „Já, hér var ekkert kúltúrtima- rit, nema timarit Máls og menn- ingar, og það er ekkert nema sósialiskt yfirstéttarrit”, segir Vernharður. Hinir kinka kolli. „Það er runniö uppúr háborgaralegu menningarsan> félagi” heldur hann áfram, „og það er lagt fagurfræöilegt mat á alla hluti, og tilraunaskáldskap gefiö litið rúm.” „Upphaflega átti Lystræning- inn að vera gefinn út i nánum tengslum við hin 70 áhugamanna- leikhús á landinu”, segir Þorsteinn, „en okkur gekk ekkert að fá fólk til að skrifa I blaöið. Það er kannski ekkert skritið”. „Nei”, segir Vernharður. „Fólk er að vinna 12 tima á dag, æfir leikritið I tvo, og þá er ekki mikiö eftir”. Illt að rukka á börunum „Askrifendurnir eru orðnir nokkur hundruð núna, svona tæp- lega 600, en þurfa að vera þúsund svo þetta gangi”, sagði ólafur, þegar Helgarpósturinn spurði. „Ritstjórarnir hafa ekki mátt vera aö þvi að skemmmta sér vegna áskriftarsöfnunarinnar”, segir Vernharður. „Það er búið að ná i marga áskrifendur á börunum”, segir Ólafur. „Við höfum ekki haft efni á aö auglýsa", segir Þorsteinn”. „Þaö er hinsvegar verra að rukka á börunum” heldur Ólafur Útgáfa menningartímarita hefur tekið fjörkipp á siðustu mánuðum. Timarit Máls og menningar hefur að sjálfsögðu komið út lengi, en nú hafa „Svart á hvitu”, „Kim” og „Lystræninginn” bæst við. Helgarpósturinn ræðir hér við Þorstein Marelsson, Ólaf Ormsson og Vemharð Linnet um útgáfu Lystræningjans og fleira Ritvélin i prisundinni Helgarpósturinn spyr um rit- vélina. „Henni liður vel. Hún er nýkomin úr viögerö en við höfum ekki haftefni á að leysa hana út”, segir Varnharður. „Nei,” segir ólafur, „viö treystum þvi að áskrifendur bregðist vel við og sjái til þess aö vélin losni úr prisundinni”. „Þá getum viö farið aö vélrita giróseölana aftur”, segir Þorsteinn. Rett er að geta þess að Lyst- ræninginn er ekki þaö eina sem þeir Verharöur, Ólafur og Þorsteinn gefa út. Þeir hafa nú þegar gefið út sex bækur, og með haustinu er von á öðrum sex. Þær eru: Faldafeykir, eftir Thor Vilhjálmsson, Stundar- friður, eftir Guðmund Steinsson (sem er fyrsta bókin i bókaflokki með islenskum leikritum), Stútungspungar eftir Ólaf Orms- son („frábært snilldarverk”, „Bráðfyndið ádeiluverk”, segja úgefendur), Barnabók eftir Jón frá Pálmholti, og tvær þýddar lega fyrir þýðingar, að norrænar bækur uröu frekar fyrir valinu þegar menn voru að ráðast 1 að þýða”. „Það má segja að það hafi ver- iðnóg komið”, skýtur Ólafur inni, „vegna þess að varla hafa verið þýddar bækur af öðrum málum siöan”. „Já”, segir -Vernharður. „Danskan er áreiðanlega erfiðasta mál sem hægt er að þýða úr. Þetta liggur svo nálægt. Það veröa þúsund manns að lesa þetta yfir áöur en allar ambög- urnar eru farnar”. Lostafulli ræninginn i burðarliðnum „Svo erum við að koma með nýtt timarit sem allir eiga aö lesa”, segir Þorsteinn. „Það heitir Lostafulli ræning- inn og er erótiskt rit”, bætir Ólaf- ur við. „Þeir sem þora ekki að kaupa Konfekt geta kéypt það” segir Olafur. „Nei, þetta er allt annars eðlis”, andmæla Vernharður og Þorsteinn. „Það verða i þessu blaði, eða riti, þrir kaflar ef svo má að orði komast. Nýjar islenskar erótisk- ar bókmenntir, erlendar nútima- sögur, og i þriðja lagi eitthvert kiassiskt atriði úr bókmenntasög- unni. 1 fyrsta heftinu verða til dæmis sögur eftir Gunnar Gunnarsson, blaðamann og rit- höfund, Eyvind Eiriksson magister og Sigurð Jóhannesson, og erlenda sagan verður úr 1001 nótt. Þýðing Steingrims á þvi verki er þýðing úr frönskum texta sem var gerður á Viktoriutima- bilinu, og þar kom ekkert af beinni erótik sem er alsráðandi i þúsund og einni nótt,” segir Vernharður. „Þetta kemur út fyrir jól ef prentguðirnir lofa”, bætir Ólafur við. Helgarpósturinn spyr hvort ristjórinn hafi sérstakt aðsetur, en Vernharður býr I Þorlákshöfn en hinir I bænum. „Nei, segir Þorsteinn, ,,en slmreikningarnir eru ansi háir”. „Það er svo gott andlegt samband á milli okkar”, segir Vernharður glottandi. „Við þurf- um eiginlega ekki mikið að tala saman”. „Við erum andlegir þriburar”, segir Ólafur. Hálfgerð geðveiki „Nei, við erum siður en svo á móti samkeppni” segir Vernharður þegar hann er spuröur úti gróskuna I útgáfu kúltúrtímarita. „Reyndar Iitum viðekki á þessi blöð þeim augum, heldur sem samvinnu”. „Þetta er annars hálfgerð geðveiki. Viö förum á stað með timarit sem byggir á leikritum og ljóðum, semallir vita aö er óseljanlegtá Islandi. Þetta hlýtur að vera einhverskonar geðveila”. „Nei, nei,” mótmælir Olafur. „Við erum knúnir áfram af brennandi áhuga.” „Brennivin, hvaö?” „Við erum búnir að vera i samkrulli frá þvi um tvítugt”, heldur Ólafur áfram. „Við dróg- um bara á sinum tima saman byltingarseglin og fórum úr Fylk- ingunni yfir I Lystræningjann.” „Þetta blað á að vera þverskurður af þvi sem er skrifað á Islandi i dag. Við útilokum engann”, segir Vernharður. „Við birtum þó náttúrlega ekki efni sem striddi á móti grundvallar lifsskoðunum okkar. Fasista- áróður viljum viö ekki. En ihaldið fær sitt pláss ef það vill.” Eftir Guðjón Arngrímsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.