Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 16
16 * *' ~ 'w Föstudagur 14. september 1979 Af nýjum hljómplötum: Ur ýmsum áttum Chicago — 13 Nú er þrettánda plata Chicago komin á marka&inn. Chicago var stofnuð 1968. Fyrstu mán- uöina hét hún reyndar The Big Thing, en var skirö Chicago Transit Authority (stöan stytt I Chicago), þegar hljómsveitin hélt til Los Angeles til aö vinna meö bassaleikaranum James William Guercio. Guercio vann þá einnig meö Blood. Sweat And Tears, en þessar tvær hljóm- sveitir urðu til aö ryöja nýju af- brigöi rokksins, djass-sál-rokki, braut til eyrna almennings. Og Chicago hefur þaull ár sem fer I ill hljómsveitarinnar spannar, veriö fremst í flokki þessarar tónlistarstefnu. En snemma á siöasta ári kom reiöarslag yfir Chicago. Söng- varinn og gítarleikarinn Terry Kath varð sér aö bana méö skammbyssu sem hann var að leika sér með i veislu fyrir framan féiaga sina. 1 hans stað var ráðinn Donnie nokkur Dac- us, sem getiö haföi sér gott orö i hljómsveit Stephan Stills. Með honum hljóðritaði Chicago plötuna Hot Streets, sem kom út i september i fyrra, og kváöu niöur allar raddir um að hljóm- sveitin væri búin aö vera eftir lát Kath. Og þegar hlýtt er á nýjustu plötu Chicago, 13, er siður en svo að merkja þreytu. Þó tónlist Chicago hafi litið sem ■ ekkert breyst allan timann, þá virkar hún aldrei þreytt. Af 10 lögum plötunnar, er lagið Street Play- er einna liklegast til vinsælda, en fleiri koma lika til greina td, Loser With A Broken Heart. Þrettánda hljómplata Chicago mun ekki valda aödáendum vonbrigöum. Diana Ross — Boss Diana Ross, söng- og leik- kona, var að senda frá sér plötu sem hún kallar Boss. Diana Ross á litrikan feril aö baki. Hún byrjaði aö syngja seint á sjötta áratugnum meö tveimur skólasystrum sinum, Florence Ballard og Mary Wils- on, undir nafninu The Primett- es. Sem varö að Supremes, þegar þær skrifuðu undir samn- ing við hljómplötufyrirtækiö Tamla Motown. Supremes urðu eitt vinsælasta söngtrió siðasta áratugs og voru tföir gestir á vinsældarlistunum með lög eins og Where Did Our Love Go, Stop.In The Name Of Love, You Keep Me Hangin’ On ofl. ofl. Diana vakti mesta athygli og brátt var nafninu breytt i Diana Ross & The Supremes. En i desember 1969 tilkynnti Diana Ross að hún væri að hefja sólóferil og hætt i Supremes. Og stjarna hennar fór hækkandi. Ariö 1973 vann hún sinn mesta sigur, er hún lék blússöngkon- una Billy Holiday I myndinni Lady Sings The Blues, og var nefnd til Óskarsverölauna. Boss, nýjasta plata Diönu, var siöast er til spuröist i fyrsta sæti diskólistans og 16. sæti almenna listans i Bandarikjunum. Það hefur ekkert eitt laga á henni slegiö i gegn, en platan vinsæl i heild. Af þekktum hljómfæra- leikurum sem leika á plötunni má nefna gitaristann Eric Gale og bassaleikarann Anthony Jackson. Upptökustjórn og flestar útsendingar voru I hönd- um Nicholas Ashford og Valerie Simpson. Ellen Foley — Nightout Ellen Foley, sem var aö senda frá sér plötuna Nightout, er sennilega mörgum íslendingum kunn fyrir söng sinn á plötu Meat Loafs, Bat Out Of Hell Tath. hún kom þó ekki fram i sjónvarpsþættinum fræga með Kjöthleifi). A Nightout eru 9 lög og koma þau úr ýmsum áttum, eitt lag er eftir Ellen Foley og F. Goodman og heitir We Belong To The Night og er þaö lag sem mér þykir liklegast til vinsælda, eitt lag er eftir Jagger & Richard Stupid Girl, Graham Parker á lagið Thunder And Rain og Ian Hunter lagið Don’t Let Go svo einhver séu nefnd. Upptökunni stjórnuðu þeir Ian Hunter og Mick Ronson. Tónlistin á Nightout er mjög fjölbreytt, en minnir þó oft á Kjöthleif (sem er náttúrlega siöur en svo löstur). Og I heild er þetta mjög góð og athyglisverö plata. Peter Tosh — Mystic Man Nú er komin ný plata á mark- aðinn meö reggaestjörnunni Peter Tosh og kallast hún Myst- ic Man. Peter Tosh, sem áður fyrr lék meö Bob Marley I Wailers, sló i gegn meö síðustu plötu sinni Bush Doctor, sem var fyrsta platan sem hann gaf út á merki Rolling Stones. Af henni uröu lögin Don’t Look Back, sem Mick Jagger söng meö Tosh, og I’m The Toughest mjög vinsæl. A Mystic Man eru 9 lög öll eft- ir Peter Tosh. Og er nefna ætti eitthvað lag liklegt til vinsælda þá væri það helst titillagið. í hljómssveit Peters Tosh eru þekktir reggaetónlistarmenn ss. Robbie Shakespeare bassisti, Sly Dunbar trommari og Mikey „Mao” Chung hljómborðsleik- ari. Þeir sem höfðu gaman af siö- ustu plötu Tosh ættu ekki aö láta þessa framhjá sér fara. Tónsköpun cg vafasamt veraldarstúss Fyrsta jazztónskáld heimsins var meistari Jelly Roll Morton, hann fæddist i New .orleans annaöhvort 1885 eöa einu til tveimur árum fyrr eöa slöar. Þaö er margt á huldu um athafnir hans og æviferil. Ekki bætti þaö fyrir, að Jelly Roll sagöi aldrei sömu söguna eins. Hann var Creoli ljós á hörund, samt tók Morton ekki annaö i mál en aö vera talinn hvitur. Hann var einn um þá skoðun og var eins og svo oft er meö kynblendinga, úthýst jafnt hjá svarta sem hvlta sam- félaginu. Slikt fólk veröur oftast hinn plndi minnihlutahópur gettó- anna eöa fer eftir ótal króka- leiöum aöhverjusettu marki, þaö geröi Jelly Roll Morton einmitt. Mjög ungur fór hann aö fást viö hljóðfæraleik, fyrst var það gltar ogfiöla siöan trombón og tromm- ur og siöast uppúr fermingu (ef hann var þá nokkurn tima f ermd- ur) var Morton byrjaöur á planó og hljómfræöi. Jelly Roll hóf hljómlistamannsferil sinn sem barpianisti i einu „high-class” hóruhúsinu I „the District” gleði- hverfinu I New Orleans, þar sem hann lék einungis fyrir kaffi og kleinum auk drykkjupeninga. Hann kunni ráö til aö hressa uppá fjárhaginn. Meö Morton og stúlk- unum (Ijúfu) tókst sá samningur, aö þær teymdu gestina aö hljóö- færinu og Morton tollaöi siöan herrana um dal fýrir hvert leikiö lag sem þær báöu um. Þannig hófust smátt og smátt allskonar hrundi. Þ6 Jelly Roll væri út- smoginn bragðarefur, skorti hann alla hörkuogmiskunnarleysi hins fullkomna ameriska bisness- Jelly Roll Morton. umsvif og spekúlasjónir hjá Jelly Roll sem brátt fóru meira og meira inná nokkurskonar hliöar- spor — langt frá tónlistar- brautinni. Morton varö útgeröar- maöur (geröi út á dömur. Hann rak myndarlega veömálastarf- semi og hagnaöist á fjárhættu- spili, en pókerspil var hans lff og yndi. Um tima rak hann nætur- klúbb, fjárfestingafyrirtæki og var I alls konar bralli og „big business”. Ævisöguritarinn Alan Lomax segir svo í bókinni Mister Jelly RoD: „Morton would be worth telling about had he never played a bar of music.” Þetta veraldar- stúss dró auövitaö athyglina frá tónhstinni sem hann aftur á móti sneri sér aö tvlefldur I hvert sinn er milljóndollara spilaborgin manns. Auk þess var hann meira fyrir frumleika og fantaslur en blákaldar staöreyndir. Þaö var Jelly Roll Morton sem geröi píanóiö aö jazzhlj(fmsveitarhljóö- færi áriö 1902, en þaö afrek væri nóg til aö varöveita nafn hans i jazzsögunni. Hann var ýmist með eigin hljómsveitir, einleikari eða lék I svörtum eða hvitum hljóm- sveitum annarra eins og New Orleans Rhythm Kings sem hann lék fyrst meö inná hljómplötur 1923. Jelly Roll spilaöi sig gegn- um hina ýmsu skóla jazzins þar til hann kom fram meö nýtt af- brigöi sem hann kallaöi „hot music”. Jelly Roll Morton hóf útgáfu tónsmiöa sinna I samleiks og hlj- ómsveitarbúning 1926, þaö voru fyrstu hreinræktuöu jazztón- verkin sem komust á prent. Þar hafnar hann alfarið i slagaran- um, þess I staö heldur Morton inná nýjar brautir, sem svo voru þræddar af öðrum — en ekki fyrr en áratugum siöar. Fyrstu hljóö- ritanir af fyrirbærinu ,,hot music” er frá 1923, þá lék Jelly Roll inn fyrir Victor m.a. tón- verkin „The Pearls”, „Grandpa’s Spell”, „Milenburg Joys” og Kansas City Stomp”. Meistari Morton var nú kominn i’ fremstu rööjazzkappa ásamtþeim Signey Bechet og King Oliver. A vel- gengnisárunum 1926-’30 var hann sem heimamaður i upptökustúd- lóum Victors, þar sem Jelly Roll Morton and His Red Hot Peppers spiluöu sjálfa jazzsöguna hiksta- laust en fordæmislaust inn á hljómskifur. Þar notar Morton oft mjög fjölbreytta og óvenjulega hljóöfæraskipan. Meö þessum hljómplötuleik lagöi Morton brautina og vlsaöi eftirkom- endum veginn. — Og af honum læröu þeir Duke Ellington, Fletcher Henderson, Count Basie og Benny Goodman sina ögnina hvor (og jafnvel rúmlega þaö). Margt af því sem slðar hefur skeö i jazzlistinni væri (jafnvel) óhugsndi heföi Jelly RoD Morton ekki veriö sá tengiliöur á þróunarbrautinni sem hann var. Hljómplöturnar vöktu á honum athygli er hann haföi alltaf þráö. Hann fór um meö blondinur i kádiljákum og fjárfesti I demöntum sem hann skreytti framtennur sinar meö (þaö var þaö töffasta I den tid). Svo komu nýir timar — og mörgum fannst vera fariö aö slá f músikina hjá honum. Morton gleymdist þó ekki værihann grafinn. Ariö 1939 hug- kvæmdist einhverjum þingmanni i Congressinu aö láta hljóörita kallinn. Arangurinn er nú á átta LP, þar sem Jelly Roll Morton gerir hvorttveggja aö spila og út- skýra sina kúnst. Þessar plötur vöktu aftur athygfi á honum. En þá haföi vinur vor legiö bæöi gleymduroggrafinn I kistu sinni I 10-15 ár. —En svona er heimurinn — Jelly Roll Morton dó i örbirgö i Los Angeles 1941, þá fimmtiu og hver veit hvaö. Jelly Roll lék 175 - númer inná plötur um dagana. Helstu innspilanirnar sem til eru á LP eru þessar: 1. The King of New Orleans Jazz: Jelly Roll Morton, RCA LPM-1649 (Sidewalk Blues, Smokehouse Blues, The Chant). 2. Jelly Roll Morton, Stomps and Joys, RCA LPV 508 (Shveve- oort Stomp, Mournful Seren- ade). 3. The Immortal Jelly Roll Morton, Milestone MLP 2003. 4. Jelly Roll Morotn, New Orleans Memories and Last Band Dates, Atlantíc 5D 2-308. (Siðastenekki sist er þaö loka- spretttur meistara Mortons á Congressplötunum átta sem innsigla hann i snillingatal jazzsögunnar). 5. Jelly Roll Morton, The Library of Congress Recordings, Vols 1- 8, Classic Jazz Masters CJM 2- 9. JeDy Roll Morton var hvort- tveggja ýkinn maöur og mont- inn sem hélt stift fram þeirri fjarstæðu, aö hannheföi fundiö upp jazzinn. Honum yfirsást það — aö hann var einmitt sjálfur spámaðurinn —I skipu- lögöu jazzsamspili. Vetrarmyndir í Bandaríkjunum: Stótslysagiín qg alvara með Ariö 1979 I bandariskum kvik- myndaiönaöi hefur einkennst af þvi, aö myndirnar hafa veriö minni og betri en áöur. Þó þetta hafi veriö Stjörnustriöalaust sumar, hafa komiö á markaöinn inargar myndir, sem létu lltiö yfir sér, en oliu samt töluveröu fjaörafoki. t framleiösiu ársins hefur veriö eitthvaö viö allra hæfi. Stórmyndaæöiö er i lægö og leikstjórar og framleiöendur geta einbeitt sér aB þvi, aB gera myndir fyrir ákveöna sérhópa. Einn af þessum sérhópum, en æBi stór þegar allt kemur til alls, er fulloröiö fólk, þ.e. fólk eldra en 21 árs. Hópur þessi get- ur litiö björtum augum til haustsins, ef marka má allar þær myndir, sem honum eru ætlaðar. Haustvertiöin byrjar má segja þegar kvikmynd Bern- ardo Bertolucci „La Luna” opn- ar kvikmyndahátiöina I New York I lok þessa mánaöar. - Bandariska leikkonan Jill Clay- burgh fer meö aðalhlutverkið i þeirri mynd og leikur hún óperusöngkonu, sem snýr aftur til Rómar, eftir að hafa misst eiginmann sinn. Bertolucci er liklega þekktastur hér á landi fyrir mynd sina „Siöasti tangó- inn i Paris” og stórmyndina „1900”. Bob Fosse, sá sem leikstýröi „Cabarett” og „Leúny”, verður meö nýja mynd, sem frumsýnd veröur um jólin, og heitir sú „All that jazz”. Aöalhlutverkin eru I höndum Roy Scheider, Ann Reinking, Cliff Gorman og Ben Vereen. Blake Edwards veröur meö nýja mynd I október, og aö þessu sinni veröa þaö ekki Peter Sellers og Bleiki Pardusinn, heldur mynd sem heitir þvi stutta og laggóða nafni „10”, og segir frá manni, sem hefur þaö fyrir stafni aö gefa konum ein- kunn frá 1-10. Stórslysamyndir hafa alltaf veriö vinsælar, en framleiðend- um er fariö aB skiljast, aö ekki má of oft höggva I sama kné- runn, þ.e.a.s. alvarlegar stór- slysamyndir. Þeir eru nefnilega núna farnir aö gera myndir, sem hæöast aö þessum mynd- um, og eru tvær þegar komnar af staö. Þær eru „Airplane”, sem eins og nafniö gefur til kynna er um flugvél og sjálfsagt flugvöll, og „Ökindin 3”. Og úr þvi aö talaö var um stórslysamynd, má ekki láta hjá liöa aö nefna eina alvöru slika. Hún heitir Svarta holan og er jafnframt „science-fiction” mynd. Meö helstu hlutverk I þeirri mynd fara þeir Maxi- milian Schell og Anthony Perkins. Þrillerar eru alltaf notalegir á köldum vetrarkvöldum, til þess að ylja manni aöeins. Sá sem veröur liklega einna svakaleg- astur á vetri komanda er „When a stranger calls”, með Carol Kane og Charles Durning i aöal- hlutverkunum. Carol Kane leik- ur þar barnapiu, sem fær hinar hroðalegustu simahringingar, sem löggan segir henni að taka ekkert mark á. Robert Benton heitir ungur leikstjóri, sem starfaö hefur undir verndarvæng Roberts Alt- man. Benton sendir frá sér nýja mynd um jólin og heitir hún „Kramer vs Kramer”. Altman sjálfur veröur meö mynd, þar sem fjallaö er hæönislega um heilsuiönaöinn og heitir myndin aö sjálfsögöu „Health”. Steven Spielberg er á góöri leiö meö að slá öll met hvaö kostnaö varöar meö mynd sina „1941”. Fjallar hún um sögu- sagnir þess eðlis, aö Japánir hafi ætlað aö gera loftárásir á Los Angeles i siöasta heims- striði. Ótal fleiri myndir eru I bigerö fyrir vestan haf, en þetta veröur látiö nægja aö sinni. -GB

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.