Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 14.09.1979, Blaðsíða 7
he/garpásturinrL. Föstudagur 14. september 1979 7 — Hafa margir hringt? — Tja, það eru svona sjötiu búnir að láta heyra i sér i dag. — Og margir komið til að skoða? — Það var nú biðröð á tröppun- um hérna áðan. — Þú ert þá ekki I vandræðum með að fá leigjendur? — Nei, ég á bara i vandræð- um með að velja. Þessar orðræður áttu sér stað um daginn milli fulltrúa tveggja þjóðfélagshópa, sá sem spyr er svonefndur leigutaki og sá sem svarar ( fremur dræmt i flestum tilvikum) er svonefndur leigusali. Þetta eru til þess að gera nýleg orð i' málinu og ættu að vera auð- skilin, þvi leigutaki er sá aðili sem ekki á þak yfir höfuðið, en leigusali er sá sem á fleiri þök en hann hefur höfuð. Samskiptum þessara aðila er ætlað að lúta Lögum um húsa- leigusamninga, en þau lög tóku gildi 1. júnf siðastliðinn. Með fullri virðingu fyrir lögum lands- ins og áhrifamætti þeirra er mér þó nær að halda, að samskipti A GOTUNNI Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Páll Heiðar Jónssonar — Steinunn Sigurðar dóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid t dag skrifar Þráinn Bertelsson leigutaka ogleigusala dragi fyrst og fremst dám af lögmálinu gamla um framboð og eftirspurn: — Hvað á leigan að vera há? — Það er nú alveg óákveðið. Mestu máli skiptir að fá góða leigjendur, rólegt fólk sem geng- ur vel um. Og borgar sanngjarna leigu. — Hvað finnst þér vera sann- gjörn leiga? — Ég veit það ekki. Maður fylg- ist svo litið með i þessari verð- bólgu núorðið. Fólk gerir tilboð. — Og þú tekur sanngjarnasta tilboðinu? — Já, ætli maður reyni það ekki. — Eða þvi hæsta? — Ha ha ha ( stuttur og gleði- snauður hlátur). Ja, ég veit það nú ekki. Oft kemur þó upp úr dúrnum að hæsta tilboðið er sanngjarnast — að mati leigusalans, enda sýnir hann mikla sanngirni i skiptum sinum við leigutaka. Hann biður einungis um sanngjarnt tilboð og siðan fá leigutakarnir að fljúgast á innbyrðis og sprengja upp verð- ið hver fyrir öðrum með sann- gjörnum tilboðum. Enda er þetta i fullu samræmi við hið sanngjarna lögmál um framboð og eftirspurn — þegar eftirspurnin er meiri en framboð- ið. Miklu meiri. Og þegar eftir- spurnin er orðin meiri en fram- boðið þá fer litið fyrir sanngirn- inni. Það þarf sterk bein til að vera leigutaki, enda heltast ýmsir úr lestinni, reyna i örvæntingu að eignast eigin Ibúö, koma sér upp þaki yfir höfuðiö. Hver kannast ekki við fólk sem fyrir sosum tuttugu árum hrökkl- aðistmeðlitil börn úreinni leigui- búðinni i aðra, guggnaði svoá þessari eilifu þúsnæöisleit og flutningum, festi kaup á ibúð i blokk og stritaöi svo það brakaði og brast i hjónabandinu. Allt snerist um að eignast eigið hús- næði. Eigið húsnæöi varö tak- markið i lifinu. Og loks var takmarkinu náö. En það getur enginn lifaö án þess að eiga sér takmark I lifinu svo að næsta takmark var að eignast raðhús. Og tíminn liður hratt þegar gjalddagarnir nálg- ast. Og eftir nokkurra ára hamslaust strit býr fjölskyldan i raðhúsi. En viti menn: þá hefur takmarkið I lifinu fjarlægst og er orðið aö einbýlishúsi. Og enn liða ár meö gjalddögum i stað hvildardaga. Og nú búa hjónin tvö I hundrað og f jörutiu fermetra einbýlishúsi með tveimur bilskúrum. Börnin eru farin að heiman. Stina og maðurinn hennar búa i kjallaraibúð i Hliðunum. Óli og Gunna eru að kaupa ibúð f Breið- holtinu. Hún er að visu litil, enda hafa þau ekki hugsað sér hana tii frambúðar. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það er einföld staðreynd og auð- skilin. Hitt er lika á allra vitoröi, að hjá mörgum fer drjúgur hluti ævinnar i að koma húsnæðismál- um sinum i viðunandi horf — og mörgum tekst það aldrei hvernig sem þeir reyna. Er þetta alltgottogblessað? Er kannski hoDt fyrir fólk að vera i húsnæðishraki? Eða á húsnæðis- vandinn kannski að vera einhvers konar eldskirn eöa manndóms- próf fyrir þjóðfélagsþegnana? Eða eru kannski einhverjir sem hagnast á öllu saman? Eiginlega hefur maður ekki tima til að vera með svona bolla- leggingar þegar maður er á göt- unni. Hvort einhver maður úti i bæ hagnast eða hagnast ekki á húsnæðisvandanum er ekki áleit- in spurning, þegar maöur er allan daginn að brjóta heilann um aðra spurningu sem brennur manni á skinni: Hvar á ég að búa eftir næstu mánaðamót?? Ef einhver sanngjarn húseig- andi teystir sér til aö svara þeirri spurningu minni þá svara ég i sima 3 16 65 á kvöldin. Hvaðhinum spurningunum viö- vikur — þessum um allsherjar húsnæðisvandann — þá geri ég ráð fyrir að fátt verði um svör. Þetta er nefnilega dáldið stór spurning. SPARIFJÁREIGENDUR Áfangahækkun vaxta á leið til verðtryggingar Frá og með 1 2 mánaða vaxtaaukareikningar 39,5% 1. september 3 mánaða vaxtaaukareikningar 32,5% 12 mánaða sparisjóðsbækur 29,5% veröa innlánsvextir 6 mánaða sparisjöðsbækur 28,0% sem hér segir: Almennar sparisjóðsbækur 27,0% Ávísanareikningar 1 1 ,o% Hlaupareikningar 1 1 ,o% Næstu vaxtabreytingar verða 1. des. 1979 og 1. mars 1980 Innlánsviðskipti leið til lánsviðskipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.