Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 1
 |: f t: %: ■ hin nýja sunnudags- afþreying sjónvarpsins nnn. Föstudagur21. september 1979 Sími 81866 Endalok Scanhouse-ævintýrisins í Nigeriu: Starfsmennirnir eiga enn 70 millj. kr. útistandandi Fyrir fjórum árum könnuöu tveir af þáverandi eigendum Breiöholts h/f möguleika á aö hefja by ggingaframkvæmdir i Nigeriu. Það leiddi til þess, aö einn eigandi fyrirtækisins keypti hlut hinna. sem siöan stofnuöu verktakafyrirtækið Scanhús. Þeir stofnuöu aftur hlutafélag meö Scanhouse Nigeria, sem er I eigu þarlendra fjármálamanna og hófu umfangsmiklar bygginga- framkvæmdir I landinu. Um áramótin 1977/78 héldu 24 Islendingar og fimm Skotar á vegum fyrirtækisins til starfa I Nigeriu. En ævintýrið stóð bara i hálft ár. Þá urðu íslensku hluthaf- arnir af ýmsum ástæðum að draga sig út úr fyrirtækinu, en Nigeriumennirnir héldu áfram. íslensku starfsmennirnir unnu áfram til áramóta, en héldu þá heim sökum þess, að miklir erfið- leikar voru á því að fá greidd laun. Og þau mál eru ekki komin á hreint. Enn eiga þeir útistand- andi 70 milljónir króna, sem þeir reyna að rukka inn hjá Scanhouse Nigeria. tslensku hluthafarnir virðast hinsvegar hafa komið út úr ævin- týrinu á sléttu, þótt ekki séu allir sammála um það. Ymsir telja, að þeir hafi haft hagnað af þvi. Helgarpósturinn hefur kannaö þetta mál. Við höfum leitað upp- lýsinga hjá eigendum fyrirtækis- ins og fyrrverandi starfs- mönnum, og skýrum frá til- drögum ævintýifsins, og hvernig allt liðaðist sundur að lokum. Hægrí sveiflan og lang- lífi ríkisstjórnarinnar 1 Svfþjóö stendur Gösta Bohman, leiötogi hægri manna uppi sem sigurvegari kosning- anna. t sveitarstjórnarkosning- unum i Noregi gætti sömuleiðis verulegrar hægri sveiflu. Leiö- togar vinstri flokkanna hér á landi i núverandi stjórn hljóta aö ihuga þessi kosningaútslit í þess- um tveimum grannrikjum okkar. Þótt samkomulagið sé ekki upp á það besta innan rikisstjórnar- innar um þessar mundir i kjölfar búvöruhækkunarinnar og menn brjóti sifellt heilann um það hvenær upp úr sjóði, þá er þó ekki loku fyrir það skotið að óttinn við samsvarandi hægri sveiflu hér á landi og á hinum Noröurlöndun- um kunni að halda stjórninni eitt- hvað lengur saman. Amk. er kappsamlega unniö að þvi um þessar mundir innan stjórnarinn- ar að finna leið út úr ógöngunum samhliða þvi sem reynt er að berja saman fjárlög en þar geng- ur þó á ýmsu. —Sjá Innlenda og Erlenda yfirsýn „Margur hefur allt sitt átt innan gæsalappa” 0 Að kunna að kasta fram kviðlingi hefur löngum þótt hin mesta íþrótt hér á landi. í blaðinu í dag er fjallað um hagmælsku og spjallað við nokkra hag- yrðinga, þeirra á meðal Egil Jónasson á Húsavík, sem gert hefur margar landsf leygarvísur um dag- ana. LEIÐARVfSIR HELGARINNAR 0 BIRTAST LATNIR? Þaö er ekki á hverjum degi, aömenn geta virt fyrir Sér and- lit látinna ástvina, séö þau hreyfast og jafnvel gera tilraun til aö koma upp oröum. Slikt hefur þó gerst tvisvar sinnum úti á Seltjarnarnesi i þessari viku. Fyrir þvi stóö breski transmiðillinn Queenie Nixon, en hún er hér I heimsókn á vegum Sálarrannsóknafélags tslands. Þetta eru ekki venjulegar skyggnilýsingar, sem hún hefur sýnt hér, heldur nokkuð sem kallast ummyndunarfyrirbæri. Það felst I þvi, að hinir látnu mynda svip sinn á andliti miðilsins meö hjálp efnis sem kallast útfrymi. Það voru hin óllkustu andlit sem birtust. A fundi þeim sem Helgarpósturinn fylgdist með, birtist m.a. Thor Jensen og á fundi siðastliðiö þriðjudags- kvifld kom enginn annar en sjálfur Jóhannes Kjarval* Það er ekki svo auövelt aö lýsa þessum ummyndunum meö orðum, en eitt er hægt að segja, að þær eru furðulegar, A þessari mynd sjáum við Queenie Nixon og systir Edith, sem er einn af stjórnendum hennar. Fremri likaminn, sem sést greinilega á myndinni, var ekki sýnilegur áhorfendum. Það var einungis myndavélin sem nam hann, þar sem þetta er að hennar sögn, hinn andlegi likami hennar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.