Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 5
5 ^Jielgarpósturinn Föstudag ur 21. september 1979 # Leikkonan Jean Seberg fannstlátin ibifreiö sinni í sl. viku i auömannahverfi i Paris, vafin inn i teppi i aftursætinu. Aö þvi er Parisarlögreglan segir, tilkynnti Ahmed Hasni, 29 ára Alsirbúi, sem nýlega varB fjóröi eiginmaB- ur leikkonunnar, um hvarf henn- ar fyrir um hálfum mánuöi og ' fylgdi sögunni aö hún hafi aöeins haft teppiö utan um sig og meö- feröis stóran skammt deyfilyfja. Lögreglan kannar nú hvort bif- reiöin hafi veriö flutt úr staö eftir lát leikkonunnar en taliö er aö lik hennar hafi veriö nokkra daga I bifráöinni. Jean Seberg var bandarisk, hlaut heimsfrægö er hún var valin úr hópi margra stúlkna til aö leika Jóhönnu af Ork i mynd Otto Preminger 1957. Síöan lá leiö hennar til Frakk- lands þar sem hún komst inn á nybylgjukvikmyndahöfundana frönsku og lék m.a. á móti Jean Paul Belmontío I einni mynd God- dardsum uppreisnargjarnt æsku- fólk. Siöustu árin átti Seberg viö geöveiki aö striöa, sem hún greindi m.a. frá I sjálfsævisögu sinni Blue Jeans. 0 A næstunniverður frumsýnd I New York dönsk landkynningar- mynd sem nefnist Denmark — You will love it. Myndin er tæp- lega 30 minútna löng. t aðalhlut- verki er grinfuglinn vinsæii Victor Borge og segir myndin frá þvi þegar hann kemur heim til Dan- merkur eftir langa útivist i Bandarikjunum með dóttur sina Friöriku til að sýna henni landið þar sem hann fæddist og sleit bernskuskónum. A myndinni sjást þau feðginin. £ Stórhættulegur moröingi, sem kallar sig ,,Jack the Ripper’ gengur nú laus i Yorkshire á Eng- landi ogherjar þar á fólk. Aö sögn lögreglunnar hefur hann til þessa myrt alls 12 ungar konur á þessu svæöi á siöustu fjórum árum og misþyrmt likömum þeirra hroöa- lega. Moröinginn gengur undir nafninu Yorkshire-Ripper og siö- asta fórnarlamb hans var tvltug stúlka, sem var myrt eftir aö hún haföi nýveriö yfirgefiö krá i Bradford. Likt og Jack the Ripper, sem lék lausum hala i skuggahverfum Austur-Lundúna fyrir 90 árum, hefur þessi moröingi gaman af þvi aö ögra lögreglunni, sem er meö um 200 manna liö i leit aö honum. Hann hefur sent lögregl- unni þrjú bréf og nýlega sendi hann lögreglunni segulbands- snældu þar sem hann hreykir sér af ódæöum sinum og getur laus- lega um fyrirætlanir sinar um fleiri moið af þessu tagi. „Ég sé aö ykkur gengur illa aö hafa upp á mér,” sagöi hann á þessari snældu. „Þiö getið varla talist sérlega snjallir. Jæja, en ég ætla aö halda uppteknum hætti góöa stund ennþá. Og eftir afköstum minum aö dæma hlýt ég aö vera kominn i metabókina. Eru morö- in ekki oröin 11?” Hann nefndi einnig september eða október sem liklegan tima fyrir hann til aö láta til skarar skriöa i 12.sinn og Bradford sem liklegan staö. Þaö stóö heima. 12 fórnarlambiö var unga stúlkan I Bradfordoghúnvar myrt I næsta nágrenni viö lögreglustööina i bænum. Lögreglan hefur hert leitinatil muna enhefur enga vis- bendingu til aö fara eftir nema rödd moröingjans, sem hann sendi á segulbandssnældunni en hann talar meö framburöi sem er algengastur i noröanveröu héraö- inu, I kringum Newcastle. Upp- tökunni hefur verið útvarpaö og komiö á sjálfvirkan simsvara I von um aö einhver beri kennsl á röddina. Nú er eftir aö sjá hvort Yorks- hire Ripper veröur eins vel á- gengt og Jack the Ripper. Hinn slðamefndi náöist aldrei og allt fram á þennan dag hafa Bretar brotið heilann um þaö hver þarna hafi veriö aö verki. 0 Jim nokkur Philip hefur þann starfa að sitja fyrir framan tölvusamstæöu átta stundir á dag I herstööinni I Fort Detrick, og þótt hans verkahringur sé ávallt hinn sami og vafalítiö leiöigjarn til lengdar, er starfiö þó eitt hiö mikilvægasta, sem unniö er hér á jöröu. Þaö er aö sjá til þess aö „beina linan” milli Washington og Kreml virki og komi aö notum þegar á þarf aö halda. Reglulega á sex tima fresti veröur Philip eöa einhver hinna þriggja tækni- manna sem meö honum starfa „aö slá á þráöinn” til Moskvu og rabba viö kollega sina hinum megin á linunni I Moskvu. Viö- ræöuefnið er þó vanalega mun hversdagslegra en friöarhorfur i heiminum. „Halló kæru kollegar. Viögreinum ykkurprýöilega. Allt er I lagi. Hvernig greiniö þiö okk- ur,” hljóöaöi t.d. orösending frá Rússunum og Phillips svaraöi: „Kærar kveöjur, félagar. Viö greinum ykkur ágætlega. Allt i lagi hér. Viö óskum ykkur alls hins besta.” Þannig eru flest samtölin sem fram fara á „beinu linunni.” Beina linan er ekki rauður simi, eins og stundum hef- ur veriösýnt 1 kvikmyndum raun- ar alls ekki simi heldur fjarriti, sem tengdur er inn i flókið fjar- skiptakerfi meö gervitunglum og ef eitthvaö fer útskeiöis i Fort Detrick, þá er varastöö til staöar til aö taka upp þráöinn. Menn ættu þvi aö geta sofiö rólega. O Japanskir uppfinningamenr hafa nýverið slegiö hraöamet meö segulaflsknúnum farartækj- um. Tilraunalest sem þeir hafa búiötil, náöi235 milna hraöa á til- raunateinum I Miyazaki, aö þvi er talsmenn japönsku rikisjárn- brautanna hafa greint frá. Tilraunalest þessi veröur ef allt gengur aö óskum fyrirmynd hraölestanna, sem ætlunin er aö taka I notkun i Japan eftir alda- mótinoger gertráö fyrir aöþess- ar lestir geti náö allt aö 310 milna hraða á klukkustund áöur en yfir- standandi ár hefur runniö sitt skeiö. Lestin gengur á sportein- um sem eru fyrir ofan lestina, þannig aö hún hangir á þeim og er hún knúin áfram af segulafli meö samspili milli lestar og teina. Rockall — kletturinn sem eitt sinn er taiinn hafa verið fjalistindur á þurru landi. VAR ATLANTIS TIL? Er Atlantis nú loksins fundið? Þetta horfna land, sem verið hefur efni I heilabrot I ár- hundruð, er nú enn einu sinni komið uppá yfirboröið— i tali fóiks að minnsta kosti. Griskur rannsóknarmaöur, Vasilios Paschos, segist hafa komist að og mælt út nákvæm- lega legu þessa sökkna megin- lands. Kenning hans er ekki óskyld sögu Platós, sem fyrir 2400 árum skrifaöi um horfiö meginland með háþróaöri menningu. Paschos segir aö Atlantis hafi veriö meginland stærra en Asia, og staösett á svæðinu þar sem nú er Atlantshaf. Hann segir Ibúana hafa veriö um 60 millj- ónir, og eftir aö landiö sökk, um 6500 árum fyrir Krist, hafi oröið til nýtt Atlantis á eyjunum Crete, Delos og Thera. Þetta svæöi var einnig eyöilagt i miklum eldsumbrotum um 1450 fyrir Krist. A blaöamannafundi fyrir skömmu sagöi Paschos aö bandariskir, sovéskir og aðrir visindamenn, heföu staösett Atlantis útaf portúgölsku ströndinni, i Bermúda-þri- hyrningnum, og milli Creta og Thery. Paschos sagði þá alla hafa rétt fyrir sér á sinn hátt. Þeir heföu upplýsingar frá afmörkuöum stööum, og ákvæöu staösetninguna sam- kvæmt þeim. Þaö sem þeir heföu flaskaö á væri aö þaö sem þeir heföu uppgötvaö væri ein- ungis litill hluti risastórs megin- lands. Þessi griski visindamaöur segir frá rannsóknum sinum i nýútkominni bók: „Atlantisbú- arnir, herra Daniken, ekki guð- irnir”. Heiti bókarinnar visar að sjálfsgööu til bóka Eriks Von Danken (Voru guöirnir geim- farar? til dæmis) en þær fjalla einmitt allar um áhrif vera utan úr geimnum á frumsögu mann- kynsins. Paschos segir þetta misskilning — Þaö hafi ekki veriö geimverur sem heimsóttu steinaldarmenn i Suöur- Ameriku eöa annarsstaöar, heldur háþróaö fólk frá Atlantis. Paschos telur augljóst að rekja megi sögu fólksins viö botn miöjaröarhafs, og sögu Mayanna og Inkanna i Suður- Ameriku aö sömu rótinni, og sú rót sé áreiðanlega hið horfna meginland Atlantis. Fyrstu ritaöar heimildir um Atlantis eru frá 380 fyrir Krist, og eftir Plato, heimspekinginn. Hann segir I „Timaeus” frá eyju svo stórri aö réttlætanlegt sé aö kaila hana meginland. Hún heiti Atlantis. Þótt ákaflega margir hafi afskrifað Atlantis sem þjóötrú og eöa goösögn hafa um 50.000 bækur eöa blöö veriö skrifuö um þaö. Atlantis hefur veriö „komiö fyrir”, af visinda- mönnum á ótrúlegustu stööum. Jafnvel i Palestinu og Skandin- aviu. ...liklega ekki Alla siöustu öld hefur kenn- ingin um Atlantis verið ofarlega í hugum fólks. A siöustu árum hafa hinsvegar fariö fram miklu ýtarlegri rannsóknir á hafs- botninum en áöur og þaö þykir nú augljóst aö ekkert af botni Atlantshafsins hafi nokkurn- tima veriö meginland — nema svæöi milli fslands og trlands, stutt frá Rockall klettinum fræga. Þaö svæöi hefur veriö rann- sakaö sérstaklega mikiö og úöurstööur þeirra rannsókna segja aö landiö hafi farið aö sökkva fyrir 55 milljónum ára. Þetta var eftir aö evrópska og ameriska meginlandiö gliönaöi i sundur. Sumir sagnfræöingar segja aö þjóösagan um Atlantis hafi ein- ungis veriö búin til af Plató sem aftur hafi notaö hana sem tæki til aö koma sinum þjóöfélags- legu kenningum á framfæri. Aörir telja upprunann vera frá þvi miöjaröarhafseyjan Thera sprakk I loft upp um 1500 fyrir Krist. Sparivelta Samvinnubankans: Lánshlutfí1 Fyrirhyggja í fjármálum er það sem koma skal. Þátttaka í Spariveltu Samvinnubank- ans er skref í þá átt. Verið með í Spariveltunni ogykkur stendur lán til boða. Láns- hlutfall okkar er allt að 200%. Gerið samanburð. O5 <CV> (/) £ 2 Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.