Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 21. september 1979 -helgSrpÓstUrÍlirL- —he/gar pósturinn._ utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi setn er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- sfeinsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Augiysingar: ingiDjorg biguroaraotnr Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son Ritstjórn og auglýsingar er'u að Siðu- múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.000.. a mánuði. Verð i lausasölu er kr. 200 - eintakið. Mælt í mót Þótt tslendingar eigi aö heita mótmælendatriiar, þá getur varla slappari mótmæiendur meöal þjóöa veraldar en einmitt okkur. Varla er ástæöan sú aö þaö séu ekki næg tUefni til mótmæla hér á landi. Hiö gagnstæöa væri miklu nær lagi — þaö eru yfrin tækifæri en þau eru bara svo frámunalega illa nýtt sakir landlægs skipulags- Ieysis og klúöurs. Þaö er sem sagt af sem áöur var þegar Jón forseti beit í skjaldarrendurna i sölum alþingis og þingheimur aUur mót- mælti kröftuglega dönskum yfir- gangi eöa þegar Mývetningar fóru fylktu liöi og sprengdu stífl- una á Laxársvæöinu I loft upp. Þaö voru mótmæli I lagi. Undanfariö hafa stórmálin duniö yfir, sem kjöriö heföi veriö aö efna tU mótmæla dt af. Þar er auövitaö fyrst aö nefna aö þaö hafa veriö hækkaöir skattar og álögur auknar stórlega á allan landslýö. Erlendis heföi slfku varla veriö tekiö þegjandi, og þaö eru meiraaö segja mýmörg dæmi um þaö aö upp úr hækkunum af þessu tagi hafi risiö öflugar almenningshreyfingar og jafnvel stjórnmálaflokkar meö þaö eina augnamiöaö mótmæla þeim. Hér heyröist varla múkk þegar skattahækkunin var tilkynnt, ekki einu sinni i stjórnarandstöðunni svo aö heitiö gæti. Nú I kjölfariö hækkuöu svo bú- vörurnar enn einu sinni og sama sagan endurtekur sig. Viö tökum þvi meö niöurbældu andvarpi og förum i næstu búö til aö kaupa kiló af súpukjöti, sem hækkaöi i dag. Þaö er vist einhver ofurlftili kurr I krötum, en menn kippa sér ekki upp viö slikt lengur. Svo kemur utanrikisráöherra Tékka íopinbera heimsókn og er tekiö meö kostum og kynjum meöan hópur andófsmanna i Tékkó biöur skriparéttarhalda. Einhver dapurlegasta mynd sem ég hef séö um dagana er af tveimur litlum Heimdallar- strákum aö reyna aö troöa mót- mælaskjali inn á ráöherrann en þegar hann neitar aö taka viö bréfinu, hverfei þeir sneyptir á braut. Miönefnd Herstöövaand- stæöinga má ekki vera aö þvi aö láta máliö til sin taka, þar sem hún er önnum kafin aö táiga aumkunarvert hesthöföuö til aö reisa fáeinum úreltum Nato-her- skipum niöstöng inn I Laugarnesi. Því mótmælir sföan Hesta- mannafélagiö Fákur I kurteis- legri orösendingu I blööunum og telur svfviröu viö hestinn ! Þaö veröur þó aö viröa þaö viö Fáksmenn aö þaö vottar .. fyrir f rumiegheitum I mótmælum pcjrra. Enáa viröast herstööva- andstæöingar hafa tekiö sig á Fyrir frumhlaup löggunnar' þóttósköp hafiþaö veno sviplaust miöaö t.d. viö Þorláksmessuslag þeirra hér foröum daga. En Ilk- iega endurspegla bragðdauf mót- mæli aöeins tiöarandann nú um stundir, þegar allt kemur til alls. Vér mótmælum allir! —b. GRAÐUGA SVEINAFÉLAGIÐ Þegar verkfall Grafiska sveinafélagsins var á dögunum stóö ekki á því aö þaö væri milli tannanna á fólki, og ekki aö á- stæöulausu. Gárungarnir köll- uöu þaö Gráöuga sveinafélagið, en hvort greyin eru svo gráöug skal ósagt latiö, hinsvegar eru þeir aö reyna aö halda félagi sinu lifandi og vilja ógjarnan aö þaö veröi innlimaö eöa á annan hátt sameinaö Hinu islenska prentarafélagi. I Grafiska sveinafélaginu eru rösklega eitt hundraö félagar. Félagiö er samsteypa tveggja félaga, ann- arsvegar prentmyndageröar- manna og hinsvegar nýrrar stéttar sem fór ekki aö myndast fyrr en fyrir nokkrumárum, og i daglegu tali eru kallaðir offset- prentarar. Hvaöan nafniö Graf- iska sveinafélagiö er svo komiö ervist flestum hulin ráögáta, og best gæti ég trúaö aö fyrir þetta verkafall hafi flestir haldið aö þetta væri félag grafiklista- manna, en svo er nú ekki, heldur eru þetta þeir sem eru menntaöir offsetprentarar, og nota þar af leiöandi ekki blý viö prentun. Eins og margoft hefur veriö sagt frá starfa aöeins tveir off- setprentarar viö prentun þeirra fjögurra dagblaöa, og annarra blaöa sem prentuö eru i Blaöa- prenti. Ef allt væri meö felldu ættu mun fleiri offsetprentarar aö starfa þar, i staö gömlu „blý- prentaranna” sem uröu offset- prentarar á einni nóttu viö upp- haf Blaöaprents. Undir niöri sætta offsetprentarar sig ekki viöþessa tilhögunmála, og vilja þessvegna vera sér á báti, — og þeir eru ekki einu sinni i Al- þýöusambandi Islands og eiga til dæmis ekki sumarhús i sam- vinnu viö önnur sambærileg verkalýösfélög. Auövitaö er er- fitt aö standa aleinn og utan viö allt, og einn þátturinn I þvi aö halda félaginu saman, er aö reka eigin verkalýöspólitik. Forystumenn félagsins á undanförnum árum hafa oft veriö samhliöa öörum félögum i baráttu sinni en sjaldan eöa aldrei veriö i beinu samfloti meö ASl félögunum. Róttækir atvinnu- rekendur innanum Einhvern veginn hefur þaö æxlast svo aö igráöuga sveina- félaginu sem gárungarnir nefndu svo i verkfallinu, er haröur kjarni mjög róttækra náunga. Sumir nefna Marx og Lenin I sömu andrá og þessi kjarni er nefndur. Einhvern- veginn er þaö nú samt svo aö þessi kjarni hefur ekki valist i forystusveit félagsins, heldur eru þar frekar hægfara og ró- legir menn. Formaðurinn vinn- ur I prentsmiöju Morgunblaös- ins og prentar boöskap Matthi- asar og Styrmis á nóttunni, en Jónasar Kristjánssonar á dag- inn. 1 verkfallinu kom I ljós aö þessi haröi kjarni róttækra náunga eru ekki neinir venjulegir off- setprentarar sem fá útborgaö á föstudögum samkvæmt gildandi kjarasamningum og 35 prósent yfirborgun. Nei, — i róttæka kjarnanum eru hreinir og klárir atvinnurekendur, sem eiga sjálfir atvinnutæki og hafa fólk i vinnu. Þetta eru mennirnir sem hafa hæst á félagsfúndum og knúöu stjórnina til þess aö fara l verkfall á dögunum. Þaö er þvi engin furöa þótt forystumenn- irnir hafi boriö sig illa þegar sáttasemjari var aö reyna aö leiöa þeim fyrir sjónir á einum af fyrstu fundunum aö þetta þýddi ekkert, þeir skyldu bara fara og taka viö þvi sem þeim var boöiö úr lófa Vinnuveit- endas ambandsins. Forystu- mennirnir kváöust alls ekki getaþaö.þeir gætuþá ekki fariö á félagsfund þvi þeir yröu settir af. Þeir sjálfir gætu svo sem sætt sig viö tilboö atvinnurek- enda, en heföu bara lofaö þess- um róttæku aö fara í hart hvaö sem þaö kostaöi. Hinsvegar spuröu þeir hvort rikisstjórnin vildi bara ekki setja á þá lög, þeir gætu vel sætt sig viö þaö. Steingrimur vildi lög þegar ólafur var i London Þegar verkfall þeirra „gráöugu” var aö hefjast, eöa hafiö, var máliö rætt á rikis- stjórnarfundi. Steingrlmur Her- mannsson var þá forsætisráö- herra í fjarveru Ólafs Jó- hannessonar sem dvaldist um tima I London sér til hressingar og upplyftingar. Steingrímur sagöi af sinni alkunnu hrein- skilni á þessum fundi aö hann vildi leysa máliö meö lögum, hvortsem honum hefur borist til eyrna hvaö þeir „gráöugu” vildu eöa ekki. Eitthvaö munu Kratar hafa maldaö í móinn, en Alþýöubandalagsmenn voru þessu ekki alveg afhuga, enda stutt siöan Svavar Gestsson yfirgaf ritstjórastólinn, þarsem eitt af hlutverkunum var aö ferðast um landiö og láta menn skrifa upp á vixla til styrktar Þjóöviljanum. Þessir vixlar eru svovenjulega settir I innheimtu I einhverjum banka, og ef menn borga ekki, þá eru þeir vist af- sagöir, ef þeir hafa veriö seldir, og kemur þá alllskonar kostnaö- ur og jafnvel lögfræöingshótun, ef greiösla dregst aö ráöi. Lag- legt styrktarmannakerfi þaö! hákarl Nú en Ólafur kom von bráöar frá London, og þá var ekki aö tala um bráöabirgöalög á Grafiska sveinafélagiö i hvita húsinu viö Lækjargötu. Kratar munu þá lika hafa veriö orönir haröari i afstööu sinni gegn þeirri lausn mála og Alþýöu- bandalagiö búiö aö fá nóg af bráöabirgöalögum aö sinni. Grafiskir og bændur A sömu stundu og Grafiska sveinafélagiö var aö samþykkja þrjú prósent samningana, var ljóst aö bændur höföu fengiö töluvert meiri kjarabætur en aörar stéttir i landinu. Þarna voru grafiskir búnir aö leggja fram kröfur sem hljóöuöu upp á rUmlega 20 prósent kauphækk- un, en fengu svo aöeins þrjú prósent aö meöaltali, og þaö mun siöar en allir aörir. Þar meö fengu þeir veröminni þrjú prósent. Ef þeir heföu nú haldiö baráttunni áfram aöeins lengur, hefðu þeir fengiö kærkomiö vopn upp I hendurnar, þar sem var búvöruhækkunin og auka kjarabætur til bænda. Aöeins munaöi þarna einum eöa tveim- ur dögum. Þaö stóö ekki á As- mundi Stefánssyni hjá ASÍ og Þorsteini Pálssyni hjá Vinnu- veitendum aö „kommmentera” á þessa aukahækkun bænda, og þeir heföu varla getaö fordæmt þá kröfu grafiskra aö fara fram á hliöstæöar kjarabætur og bændur hafa nú fengiö. ASÍ forystan tók þá á beinið Þaö er upplýst aö Asmundur Stefánsson nýoröinn fram- kvæmdastjdri Alþýöusam- bandsins og Snorri Jónsson for- ■ seti þess i forföllum Björns Jónssonar kölluðu fulltrúa Gráöuga sveinafélagsins fyrir sig, og hreint og beint skipuöu þeim aö semja. Sá fundur átti sér staö á miövikudegi, og þaö var eins og viö manninn mælt aö á samningafundi strax á eftir voru þeir mun linari I kröfum sinum, og gáfust upp undan þrýstingi og hótunum ASI, og Vinnuveitenda sem Guölaugur Þorvaldsson sáttasemjari fylgdi eftir á sinn lipra hátt meö brosi og festu. Þetta var sætur sigur fyrir hann, eins og sagt er á iþróttamáli, þvi hann var aö taka viö embætti rikissátta- semjara og svolitiö kappsmál aö taka ekki viö I miöri deilu. Torfi sáttasemjari Hjartarson var viöstaddur fyrstu fundina i deilunni, en hélt slöan á fund rikissáttasemjara I Noregi, þar sem hann var aö kveöja kollega sina annarsstaöar á Noröur- löndum. Torfi er bUinn aö skila góöu dagsverki, og speglast þaö meöal annars i þvi aö hann á mikiö og verömætt bókasafn og hvorki meira né minna en þrjú hús viö neöanveröa Flókagötu, en ekki veröur nú sagt aö maö- urinn berist mikiö á, þvi hann ekur á meira en þrjátiu ára gömlum Willys jeppa heiman frá sér og niður i Tollhúsiö, sem er fyrst og fremst hans verk.. Torfi er litið fyrir tildur og til- standogvilllitiö láta á sérbera, en einhverntima heföi nú kannski þótt ástæöa til aö for- ystumenn verkalýðs og vinnu- veitenda skáluöu viö þennan heiöursmann og þaö myndi hann áreiðanlega meta, væri allt innan hæfilegra marka, og ræöur og ávörp i lágmarki. ....Hákarl.....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.