Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 21. september 1979 _helgarpásturinn- ___helgarpásturinrL. Föstudagur 21. september 1979 ...þaö er vissulega stór punktur.” ...hún er rökrétt niöurstaöa af feröalagi gegnum heiviti.” „Mér þykir llka alltof vænt um sjálfan mig til þess aö gera svona nokkuö.” Vasabók á röltinu „Fyrst samdi ég titilinn Drög aö sjálfsmoröi. Siöan fór ég aö pæla I þvi hvaö ég gæti meikaö úr honum. A röltinu haföi ég viö hendina vasabók og ef eitthvaö geröist sem vakti athygli mina, varö þaö kveikja sem ég siöan spann út frá. Ég lagöi af staö og lét ráöast hvert stefndi og þegar mér þótti nóg komiö hætti ég. Svo einfalt var þaö!' — Tók þetta langan tima? „Timinn er einsog allir vita i einum punkti, nútiö, þátiö og framtiö. baö má þvi aö vissu leyti segja aö þetta sé allt samiö i einu. En þaö er vissulega stór punktur. Hriöirnar voru erfiöar, en ég vona aö barniö hafi fæöst fullburöa.” — A hverju byggjast textarnir? „Ollu mögulegu. Margir text- anna eru byggöir á mismunandi anekdótum sem tengjast meö viö- lagi. Textunum er raöað saman samkvæmt kúrfu, þarsem linan dalar, ekki mjög bratt en nokkuö djúpt og mundu þá drögin sem slik vera fullnuö. En að drögun- um fullnuöum er hlustandinn kannski kominn nokkuð langt niö- ur og viö hann gat ég ekki skilið i botnlausri örvæntingu. Ég brá á þaö ráö aö drifa kúrfuna upp aftur, og hlustandann þarmeð uppi takmarkalausa hamingju- vimu. Drögin veröa sem sagt aldrei meiren drög. — Slöan blandast alls konar hlutir inni þessa pælingu. Mig hefur alltaf dreplangaö til aö verða rokk- söngvari. A barnsaldri hengdi ég á magann gitar og hamaöist, þó ekki svo mjög fyrir framan speg- il. Elvis var þrælklistraöur. Meö drögunum hef ég látiö æsku- drauma mina rætast. Nú, svo hefur mig alltaf langaö aö likjast Steina Eggerts og I einum textan- um, Fatamorgana á flæöiskerinu, reyni ég aö ná honum. Hann er allavega einhvers konar homáge. — Hinn tilviljunar- kenndi þráöur byggist þó I heild sinni á hugmyndafræðilegum grunni.” Pólitík og antiævintýri — Er verkiö pólitiskt? „Hvaö er ekki pólitik? En þaö er ekki flokkspólitiskt. Flokks- pólitik er ekki min deild núna og hefur aldrei veriö. Þaö er mjög vond deild og alls ómöguleg.” — Byggist verkiö upp á anti- ævintýrum? „Antiævintýrum? Ég lenti I þvi aö missa næstum af strætó og náöi ekki einu sinni aö reima stig- véliö. Siöan kom vinur minn vest- firskur hingaö suöur og lenti 1 varahlutaklandri. Þau eru vist ó- möguleg þessi varahlutaumboð. Slikirhlutir fara kannski framhjá sumum.” Hvell-Geiri og stefna Framsóknarflokksins Viö hlýöum nú á plöturnar og Megas er spuröur nánar úti nokkra texta. „Þegar lyfturnar I blokkinni bila er einkennileg upprifjun á atvikum sem geröust eöa geröust ekki þegar ég dvaldist um skeiö i Noregi. Odisseifur snýr aftur tengist á einhvern hátt textanum um silfurskotturnar sem er aö finna á plötunni Millilendingu. i skotgröfinni eru bernskuminn- ingar á flökti, hálfhuldar bak viö gasbólstrana. Vissir þættir i text- anum Fatamorgana á flæöisker- inu eru byggöir á endurminning- um út frá tlmanum þegar veriö var aö kvikmynda óiaf Liljurós. óljósar myndir frá þeim tima sem ég var bankamaöur dúkka upp I Gleymdum tima, þó ég muni ekki lengur af hverju. Sag- an um ástir og örlög Hvell-Geira lega vinnu, á lager. Og sllkt hef ég ekki gert lengi. Og ég er ekki aö skrifa neitt. Einsog er, finn ég mig ekki I þvi aö hafa frá ein- hverju aö segja. Þeir hlutir sem ég er aö pæla I eru ekki enn komn- ir á þaö stig, aö ég láti þá frá mér fara. Ég er aö rækta garöinn minn.” — Ertu þá oröinn borgaraleg- ur? „Æ, nei. Borgaralegur er notað i svo neikvæöri merkingu og þyk- ir takmarkaö lif. Ég vil aöeins firra mig þvi lifi aö þurfa að sjá nokkuö meiren mér er þægilegt.” — Gætiröu hugsað þér aö eign- ast konu og börn osfrv? „Já já. Ég finn mig I þvi.” — Er eitthvað sérstakt sem þig langar aö starfa? „Lagerinn er ágætur. Ég er ekki farinn aö hugsa lengra.” — Hverju þykir þér gaman aö? „Þaö er svo margt. Liggja uppl rúmi og lesa bækur og hlusta á plötur er sennilega þaö sem mér þykir mest gaman.” — Hver konar bækur þykja þér skemmtilegastar? „Bækur um mannkynssöguna og skáldsögur, en ég les litiö af ljóöum.” — Hvaöa bók ertu aö lesa núna? „Hitlerfe War Directives heitir hún. Nei, ég er ekki hrifinn af honum, en hann er fróölegur per- sónuleiki.” — Finnst þér hann spegla Islendinga? „Kannski aö einhverju leyti. Hitler er samnefnari fyrir allt ó- geöið.” — Feröu mikiö I bió? „Nei, grátlega litið, en hef þó mjög gaman af þvi.” — Syngurðu i baöi? „Nei, aldrei.” Flótti til raunveruleikans — Nú er ljóst aö lif þitt hefur tekið miklum stakkaskiptum, — teluröu aö hiö fyrra lif þitt hafi verið flótti frá raunveruleikan- um? „Ég myndi segja flótti til raun- veruleikans. Fólk slævir tilfinn- ingar slnar og skilvit meö borgaralegu stressi og kemur ekki auga á þaö sem raunveru- lega er aö gerast I kringum þaö. Ég er búinn aö vera aö þvælast i gegnum vandamálin. Og hef komiö upp meö patentlausn, en hún er rökrétt niöurstaöa af feröalagi I gegnum helviti. Haf- andi verið I þessarri pælingu og komist aö ýmsum hlutum, þá hef ég meiri möguleika á þvl aö komast betur frá lifinu en margir aörir. Þegar ég var búinn aö koma frá mér prógramminu Drög aö sjálfsmoröi þá haföi ég kannski lengri reisu I huga og var meö á- kveönar viöbótarpælingar. En ég hef gefiö þær uppá bátinn, þvi þaö væri einsog aö leggja upp aftur i sama veörinu og á sömu miöin* — Hefuröu þá axlaö hinar borgaralegu skyldur? „Nei, ég hef oröiö aö standa ut- an viö núiö til aö hafa yfirsýn. Ég hef oröiö aö lifa lifinu rækilega til aö höndla betur hina ýmsu fleti.” — Varöstu þá einskonar utan- garösmaöur af ásettu ráöi? „Ég gegndi hlutverki sem var litillega á skjön viö megin- strauminn ef þú átt viö þaö. Til þess aö fá nánari skynjun á lifinu þarf maöur.nánast aö geta veriö bæöi innan og utan i einu. Þaö er bara svo helviti kalt úti.” — Ætlarðu þá aö segja okkur innangarössögur i framtiöinni? „Jú, er ekki vissulega kominn timi til þess? En þá er maöur auövitaö ekki lengur hinn hlut- lausi áhorfandi og þá má kannski búast vio að verkin veröi per- sónulegri. Þaö er lika spurning hvort ég taki meira á nokkrum vandamálum, en snúi mér þess i staö aö þvi aö róma hinar enda- lausu björtu hliöar lifsins. En einsog ég sagöi áöan, er ég núna aö rækta garöinn minn og get þvi ekki tjáö mig náiö um framtiöar- verkin sem stendur.” — En þú hefur samt snúiö viö blaöinu? „Þaö er ekki endalaust hægt aö hjakka i sama farinu.” Megas var aö koma úrvinnunni. Hann vínnurá lager. i fyrsta skipti i sjö ár stundar hann svokallaða ,/venju- lega" vinnu. Megas, —Magnús Þór Jónsson—> stendur á tímamótum. A þessum tímamótum í lífi og list Megasar kemur einnig út tvöfalt hljómleikaalbúm, sem hljóð ritað var í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlið 3. nóvember 1978. Verkið kallar Megas Drög að sjálfs- morði. Þegar forlagsstjórinn var búinn að hella í bollana á skrifstofu Iðunnar sem gefur plötuna út, Megas búinn að kveikja í Kool, Helgarpósturinn í pípunni, lá beint við að spyrja Megas fyrst um tildrög verksins. „Mig hefur alltaf dreplangaö til aö veröa rokksöngvari.” „...ég smæla framan f heiminn og vona aö hann smæli framan f mig.” byggist á lestri Timans, þarsem , er aö finna samnefnt kómik - stripp, og úr honum og stefnu Framsóknarflokksins I efnahags- málum, ásamt meö ýmsum tilvitnunum og tilvisunum úr bók- menntum, hugleiöingum um arkitektúr almennt og elementar dýrafræöi, varö þessi texti til. Frægur sigur á upphaf sitt i söng sem Hjálpræðisherinn var meö i dentiö og hófst á þessum oröum: Jesús kastar öllum minum synd- um bak viösig og ég sé þær aldrei meir.” — Þaö gekk fjöllum hærra eftir hljómleikana, aö þú heföir framiö sjálfsmorö. Hvaö viltu segja um þaö? „Þaö er náttúrulega ekki mitt mál. Þaö var óskhyggja og ég get ekki fariö aö fullnægja slikum óskum mér óviökomandi manna. Til þess er of mikils mælst. Mér þykir lika alltof vænt um sjálfan mig til þess aö gera svona nokk- uö.” — En nú voru margir sem trúöu þessu og sumir þóttust jafn- vel hafa búist viö dauða þinum. Af hverju heldurðu þaö stafi? „Ég á bágt meö aö átta mig al- mennilega á þessu. Islenska kjaftasagan er náttúrlega óvenju frjó. En ég synja ekki fyrir það aö ákveðnir hlutir gætu hafa vakiö þessar skoöanir hjá fólki.” — Hvernig þá? „Nú, ég var tæplega 50 kg þá og oftlega illa til haföur. Ég var alltaf aö detta. Ég er nefnilega i hrútsmerkinu.” — Var þaö þá liferni þitt sem ýtti undir þá trú fólks aö þú værir dauöur? „Þaö gefur auga leiö, aö maöur sem er 178 sm á hæö, en aöeins 50 kg aö þyngd, hann stundar ekki hollt liferni,. Og ég hef ekki áhuga á þvi lifsmunstri lengur. Þaö var bara ákveöin ruglun á öllum upp- lifunum. En ég vil ekki fara nánar Megas í Helgarpóstsviðtali úti þaö, — ég vil ekki fara úti efnafræði. Þegar maöur horfir til baka þá ererfitt að átta sig á þvi hvaö var draumur og hvaö veruleiki: hvaö var bara bió. En upplifunin var jafn næm á alla hluti. 1 þessum graut, þá var ýmislegt raunverulegt, en i útlistunum á þessum á- kveðnu fyrirbærum i raunveru- leikanum þá komu lika til sög- unnar hlutir sem voru raunveru- legir fyrir mér, þó ekki væru þeir þaö fyrir öðrum.” Klám og klúryrdi — Megas, af hverju eru svona margir á móti þer? „Ég veit þaö ekki. Þaö er kannski vegna þess aö ég segi hlutina umbúöalaust. Hversdags- legir hlutir veröa aö klámi og klúryröum I eyrum fólks þegar þeir eru sagöir umbúöarlaust. En ég smæla framan i heiminn og vona aö hann smæli framan I mig. Ég vil vera i sátt og samlyndi viö alla.” — Nú gefa textar þinir kannski annað til kynna? „Það er einungis misskilningur fólks.” — Ertu ekki aö draga dár aö samborgurum þinum? „Þaö er þeirra paranoia ef þeir halda þaö. 1 samhyggö minni meö þeim er ég faktiskt aö reyna aö gera þeim auövelt fyrir meö þvi aö benda á hlutina. Ég er ekki aö reyna aö hrinda fólki um koll, en vonandi ýti ég viö þvi og fæ þaö til aö horfast i augu viö veruleikann. Ég sverti ekki veruleikann, eöa hvaö?” Skopastu að borgaralegum skyldum? „Nei, en fólk gerir sér þær svo erfiöar, miklar fyrir sér vanda- málin og kemur ekki auga á ein- földustu leiöina. Viö erum alin upp i ströngum móral, þannig aö hvunndagsraunirnar riöa okkur á slig.” — Ertu meö einhverja patent- lausn? „Smælaöu framan i heiminn.” — Er þaö einhver lausn? „Prófaöu sjálfur.” — Er þaö ekki ábyrgöarleysi? „Nei, það er þaö ekki. Þaö sem i þvi felst er að taka málin einsog þau liggja fyrir. Og fara sér ró- lega: ef maöur gengur rólega aö lifinu þá meikast þaö af sjálfu sér. Viö þurfum á hugarfars- breytingu aö halda. Fólk þarf aö smæla framan i heiminn, en flækja ekki vandamálin um of og gera þau að grundvallaratriöum i lifi sinu. Hlutirnir meika sig alla- vegana og fólk þarf ekki að fara I kerfi út af þeim.” — Af hverju er lifið þá ávona erfitt ef þetta er svona auövelt? „Þaö er vegna þess aö enginn hefur komiö fram með svona ein- falda patentlausn einsog ég.” Persónan Megas — Nú hefur Megas sent frá sér 6 plötur, en viö þekkjum hann litiö persónulega? „Ég á sjálfur ekkert erindi. Ef ég hef komiö sjálfum mér per- sónulega aö og minum privatmál- um, þá hef ég faliö þau annarra manna egói.” — Af hverju kemur þú bara ekki til dyranna einsog þú ert klæddur? Af hverju dulargerviö? „Ég geröi tilraun, kannski i gamni, til aö koma I einlægni til dyranna einsog ég er klæddur á plötunni Nú er ég klæddur og kominn á ról. Þvi virtist tekiö á hinn versta veg og túlkaö sem flærö. Mér var hins vegar fúlasta alvara. Kannski var ég svona illa klæddur? En Drögin veröa fagnaöarboö- skapur hins stressaða skrifstofu- manns og til hans hef ég sterkar taugar, þaö segi ég satt! Þetta er fagnaöarerindi og frelsisboö- skapur. Evviva il Maestro!” — Verkar listin meira á lif þitt en öfugt? „Ég held þaö sé samverkandi.” Meðfæddar gáfur — Trúir Megas á Guö? „Nei.” — Hvert er þitt haldreipi I lif- inu? „Meðfæddar gáfur. Til þess aö lifa af nota ég bara þaö sem ' náttúran hefur lagt mér uppi hendurnar. Sumir meika þaö á likamsburöunum, en þar sem ég hef þá ekki, er hugsunin þaö sem ég grip til.” Hvenær verðuröu reiöur? „Ég verð sjaldan reiður þannig aö fólk sér til. En stundum fyllist ég heilagri vændlætingu á tillits- leysi fólks.” — En ertu sjálfur einhverntima tillitslaus? „Ég á þaö eflaust til aö vera til- litslaus, en þaö er ekki viljandi.” — Ertu egóisti? „Já, ég er þaö.” — Hver er mesti veikleiki þinn? „Ekki nógu mikil harka gagn- vart sjálfum mér almennt. Mér finnst eg eiga erfitt meö aö fram- kvæma hlutina. Þaö er Dokkuö erfittaö koma oröum aö þessu, en ég býst viö ég sé meira innáviö en útáviö. Ég er of inni mér. Ég get hugsaö hlutina en ekki fram- kvæmt þá.” — Ertu hræddur um sjálfan þig? „Ég vil ekki meiöa mig.” Á lagernum j — Hvaö ertu aö gera i dag? „Ég er aö vinna mjög venju- M er svo hehriti kalt uti 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.