Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 14
HP-mynd: Frtöþiofur Mínútusteik með gráðosti Þaö er Þórir Gunnarsson, eig- andi Matstofu Austurbæjar, og yfirkokkur staöarins, sem legg- ur til helgarréttinn aö þessu sinni. 100 gr. gráöostur 6 matskeiöar lint smjör Fjórar 200 gr. meyrar nautabuffsneiðar Sitrónupipar 2 matskeiöar Worcbestersósa Saxiö ostinn smátt, blandiö honum siöan viö smjöriö og Wordiestersósuna.Þurrkiö kjöt- iö vel og kryddið meö sitrónu- piparnum (saltiö ekki þvi gráöosturinn er nógu saltur). Steikiö kjötið eina til tvær min- útur á pönnu. Takiö þaö siöan til hliðar og smyrjiö að ofan með gráöostsmjörinu og látiö undir vel heitt grill og steikið i 15-20 sekúntur. Berist fram meö bak- aöri kartöflu, grænmeti og hrá- salati. Einnig má nota ristaö korn- brauö meö smjöri, en þá er steikin minni, eöa um 20 gr. Gotl sem smáréttur. i BORGARAR Á FÆRIBANDI — Viö opnuöum staöinn saut- jánda júní, og þaö fór allt i rugl- ing hjá okkur þann dag. Þaö fyllt- ist allt af fólki á svipstundu, og jafnframtkomu i Ijós ýmisskonar agnúar, sem töföu afgreiösluna. Meöal annars haföi loftræstikerf- iö veriö tengt vitlaust, þaö blés gufunni ekki út eins og til var ætl- ast, heldur inn. fcg svitna enn, þegar ég hugsa um þetta. Það er Jón Helgi Jóhannsson, eigandi Borgarans viö Lækjar- torg, sem rifjar upp fyrsta dag fyrirtækisins meö þessum oröum. Og það var fleira, sem fór úr- skeiöis. Þaö átti raunverulega ameriskri fyrirmynd. Aöeins þrjár tegundir af hamborgurum eru á boöstólum, auk gosdrykkja, kaffis og kakós. Seinna er hug- myndin aö hafa mjólkurhristing, og jafnvel ís. Hamborgararnir fara frosnir á færibandi inn I ofn þar sem þeir stikna á einni mln- útu. Þetta þýöir, aö yfirleitt þarf ekki aö biöa lengi eftir afgreiöslu. En þó getur þaö brugöiö til beggja vona. Þaö má nefnilega ekki geyma borgarana lengur en tiu minútur til korter eftir að þeir eru orðnir heitir. Þess vegna getur skapast vandamál, ef staöurinn fyllist skyndilega og óvænt af Jón Helgi Jóhannsson, eigandi Borgarans býöur upp á þrjár tegundir hamborgara á færibandi. aö opna Borgarann um siöustu áramót, en nauðsynlegur búnaö- ur kom ekki á réttum tima. Opn- unin frestaöist þvi um hálft ár, en þá varö lika allt aö fara i fullan gang, án þess aö allt væri eigin- lega tilbúiö. Þannig var ekki hægt aö fresta þvi að setja auglýsingar á stræt- isvagnana, til þess er eftirsóknin eftir auglýsingaplássinu þar of mikil. Þá hefur dregist að ganga frá gangstéttunum umhverfis húsið, en um þaö á borgin aö sjá. Og enn er ýmislegt eftir ófrá- gengiö innanstokks, sem eigandi hússins á aö sjá um. Borgarinn er algjörlega eftir fólki. Ef aösóknin veröur minni en búist var viö kann hinsvegar ab þurfa að henda matnum. — Mér finnst þetta þrátt fyrir allt hafa gengiö vel, og ég hef trú á, aö þaö veröi áfram, Þetta er lika góöur staður, en dýr náttúru- lega. Og við veröum væntanlega enn betur sett, þegar þeir hjá SVR veröa búnir aö ganga frá að- stöðunni fyrir farþegana hér viö hliöina á okkur. Þá verður innan- gengt þaöan og hugsanlegt að viö kómum upp aöstöðu til aö selja sælgæti og tóbak, segir Jón Helgi Jóhannsson, eigandi Borgarans viö Lækjartorg. — ÞG. Matur framreiddur frá kl. 19.00. Boröapanlanir frá kl. 16.00 StMI 86220 Askiijum okkur rétt tii að ráösUfa fráteknum boröum eftir kl. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek öld, laugardags- og sunnudagskvöld Opiö föstudags- og iaugardags- kvöld til kl. 3. Spariklæönaður Föstudagur 21. september 1979 —he/garpásturínn- Fóik mætti ganga betur um borgina okkar er álit Guðmundar Þ. Jónssonar, sem leggur sitt aö mörkum til aö halda henni hreinni. Götusópararnir standa fyrir sínu Götusópar arnir hafa ára- tugum saman veriö fastur iiöur 1 götumynd borgarinnar. Þessir öldruöu menn, sem eru komnir út fyrir aliar aldir meö tunnuna sina, kústinn og skófiuna til þess aö hreinsa upp rusliö eftir okkur hin. Og þrátt fyrir alla vélvæö- ingu nútimans standa þeir fyrir sinu. Þeir vfkja ekki fyrir véi- sópunum. —Götusópararnir standa fyrir sinu. Þeir veröa til svo lengi sem einhver vill vera i þessu segir Pétur Hannesson, deildarstjóri hjá Hreinsunardeildinni. —Bærinn á þrjá vélsópa, og getur tekiö aöra þrjá á leigu ef svo ber undir. En þaö er óhjá- kvæmilegt aö hafa kailana meö kerrurnar; þetta ynnist aldrei án þeirra. Vélsóparnir geta ekki far- iö út i hvern krók og kima, segir Pétur. Götusópararnir sem skipta á milli sin eldri borgarhverfunum eru tólf talsins, og Pétur segir að reynt veröi aö halda þeirri tölu. Þetta eru yfirleitt eldri menn, sem hafa verið i erfiðum störfum hjá borginni og vilja fá léttari vinnu. En þeir vinna fullan vinnu- dag — eru komnir af staö klukkan hálf átta og vinna til klukkan fjögur. Viö hittum einn af götusópurun- um nú I vikunni þar sem hann beitti sópnum sinum i óða önn ofarlega á Laugarveginum. Hann heitir Guðmundur Þ. Jónsson, og var áöur lengst af viö Höfnina. En undanfarin ár hefur hann verið slæmur af gikt og vann ýmis létt- ari störf þar til hann fór aö sópa i september i fyrra. Svæöiö sem hann sópar er Hverfisgata og Laugavegur, frá Vegamótastig upp ab Barónsstig, og það getur veriö erfitt aö kom- ast yfir þaö, sérstaklega á haustin þegar laufin dreifast um allar götur. — Hvernig finnst þer viö ganga um borgina okkar, spyrj- um viö Guömund, sem er ekkert óánægður meö aö geta tekið sér svolitið hlé. —Mér finnst fólk mætti ganga svolitiö betur um. Það er allt of mikiö um aö sigarettustubbum sé kastað á göturnar, og ég hef séð fólk losa öskubakka úr bilum, og jafnvel út um glugga á húsum. En I sumar var grænu döllunum fjölgaö, bg þaö var til stór bóta. Fólk virðist vera farið aö nota þá betur en áður. Svo eru margir sem telja, aö við eigum aö hreinsa upp úr gluggatóttunum, undir ristunum, en það eiga húseigendur sjálfir aö gera. Þeir eiga lika að sjá um að hreinsa gangstéttarnar innan lóðamarka sinna, segir Guö- mundur. —Ertu ekki hræddur um sam- keppni frá vélsópunum? —Nei, það er ég ekki. Þeir hjá borginni hafa meira aö segja fækkaö þeim og fjölgaö kerrun- um, eftir að oliuverðiö fór aö rjúka upp. Og vélsóparnir komast heldur ekki allsstaðar aö, til dæmis þar sem bilar standa viö gangstéttarbrúnir. Þar veröum viö að fara meö kústinn. —Er þetta ekki kalsamt á veturna? —Jú, i það minnsta ifyrra. En á veturna sópum við reyndar ekki mikið. Þá erum viö oft settir I að moka snjó eða pikka is af niöur- föllum. Þetta segir Guðmundur Þ. Jónsson, sem segist ætla aö reyna aö hanga i sóparastarfinu meðan hann getur. 'ÞG. Ekki bara eskimóar og mörgæsir ,,Ég kann aiveg Ijómandi vel viö mig hérna, og margt hefur komiö mér á óvart. Aður en ég vissi aö ég ætti aö koma hingað taldi ég vist aö hér væru bara eskimóar og mörgæsir”, sagöi Elane Jane, diskari i Hoily- wood, Playboy-kanina, og fleira i samtali viö Helgarpóstinn. „Jú, jú, þaö er auðvitað allt ööruvisi aö vinna hér en i P a 1 y b o y - k 1 ú b b n u m i London. Andrúmsloftiö er ein- hvernveginn allt annaö. Þar viröist fólk haldið miklu meiri streitu en hérna og eiga erf- iðara meö aö skemmta sér. A íslandi viröist fólk taka lifinu á margan hátt rólegar, og það þarf ekki aö hafa mikið fyrir þvi að koma sér i ballstuö.” Elane byrjaöi aöeins 17 ára gömul í skemmtanalífinu þegar Elane hún varð dansari i dansflokki i Englandi. Ari seinna fór hún til Astraliu meö dansflokknum og var þar i tvö ár. Húri réöst siöan til starfa i Playboyklúbbnum < London, og þá sem svokölluö bunny,það er gengilbeina i kaninubúning. 1 þrjú ár starfaði hún sem slik, og undir lokin var hún farin aö vinna á diskóteki staöarins. Þaö var sföan dálitiö sögulegt hvernig þaö æxlaöist að hún kom til Islands. ,,Ég var á Bahamaeyjum i vor og ákvað þá að reyna aö fá mér vinnu sem plötusnúður á skemmtiferöaskipi sem þar var. Ég reyndi að ná i plötu- snúöinná skipinu, og það tókst loks eftir marga daga. Þaö var Bob Christie, sem var hérna i Hollywood á undan mér. Hann sagöi mér aö sleppa þessari skemmtiferðaskipsvinnu, hún væri svo leiðinleg, en hann ætl- aði að finna eitthvað fyrir mig i gegnum umboösskrifstofu hans i Luxemburg. Það gekk siöan svona fyrir sig og nú er ég hér.” Elane Jane veröur hérlendis viö vinnu sina þar til i lok októ- ber. — GA HP-mynd: Friðbiofur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.