Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 11
helgarposturinn- Föstudaqur 21. seDtemh<ai" 1970 11 hefjast. Litlu boröi er komið fyrir fremst á sviðinu. Tjaldið er dreg- ið fyrir og á það festur svartur dúkur, beint fyrir aftan borðið, sem sömuleiðis er þakið svörtum dúk. Ofan á borðið er svo settur eins konar kassi, einnig svartur að lit, og i honum er rauö ljósa- pera, sem ætlað er aö lýsa upp andlit miðilsins og verður eina ljósið f salnum. Ahorfendum er tilkynnt, að fundurinn muni standa yfir i tvo tima og aö á meðan megi enginn fara úr sæti sfnu, til þess að trufla ekki miöilinn. Og fólk er beðið að koma sér vel fyrir f sætum sínum. Þaö er eins og við manninn ur það velkomið til fundarins. En þaö er ekki miðillinn sem talar, heldur stjórnandi hennar að handan. Röddin hefur breyst og allt fas. Haldin er smá tala um andaheima og hið óendanlega, og þeir sem eru i fyrsta skipti á slik- um fundi, eru minntir á það, að hinir framliönu eru ekki þarna til aö skemmta þeim, og aö sumum þeirra muni ekki takast að mynda þann svip, er þeir höfðu þá þeir voru hér á jörð. Aöur en nokkrum viðstöddum er komið I samband við nandan- heima, ætlar miðillinn að kalla fram mann nokkurn, sem athug- ar hvort ekki sé allt I lagi. Ahorf- hvort til nafns eöa gefur upp ein- hverja atburði úr lffi sinu, þannig aö ekki getur verið nema um einn mann að ræða. Þeir áhorfendur i sal, sem kannast við þessi atriöi eru beönir aö láta vita af sér. Þaö getur komið fyrir, að fleiri en einn kannist við þau stikkorö, sem gef- in eru i upphafi. Þegar slikt hend- ir, koma fleiri stikkorð, uns aö- eins einn er eftir, og verður sá að kannast við flest eöa öll þau at- riöi, sem nefnd eru, þannig að tryggt sé að hann sé rétti viötak- andinn. Þetta gengur misjafnlega á fundinum, en þó yfirleitt vel, og stundum mjög vel. Handanvist- armenn sýna það rækilega, að kfmnigáfan fylgir þeim yfir landamærin, þvi oft er hlegið að þeim athugasemdum, sem þeir gera. Þegar tryggt er að rétti viðtak- andinn er fundinn, getur um- myndunin hafist. Byrjunarstigin i hverri ummyndun virðast vera mjög svipuð, en sfðan birtist alls konar fólk, gamlir menn og sumir jafnvel sköllóttir, eða meö vott af yfirskeggi, gamlar kon ur, og ungur maöur. Allt þetta kemur fram á andliti miðilsins. Miðillinn hvetur þá sem fá heimsókn, aö tala til svipsins, hvetja hann til að gera sig skýrari ef þörf krefur, og þakka honum fyrir aö birtast. Þeir framliönu sem birtast, geta ekki talað, en þegar þeir eru spuröir hvort þeir séu Jón afi eða Gunna amma, þá kinka þeir kolli, ef nafnið er rétt. Og þeir eru margir sem kinka kolli þetta kvöld. Fólki gengur misjafnlega vel að tala til svipsins, menn eru hikandi i byrjun og vita ekki alveg hvern- ig á aö haga sér. En þegar á lfður fer þetta aö ganga betur, og aðrir áhorfendur taka þátt i þessu og hvetja til dáða. Það er ekki ástæða til aö nefna þau nöfn, sem komu fram á and- liti miöilsins, en þó má geta þess, að einn þeirra manna sem birtist, var Thor Jensen, hinn þekkti at- hafnamaður, en barnabarn hans var i salnum og bar kennsl á hann. Þá er komið að lokum þessa fundar, og stundirnar tvær, sem menn óttuöust i upphafi, hafa flogiö i burt án þess að maður yrði þeirra var. Ljósin eru kveikt og fólk beöiö að hreyfa sig ekki úr sætum sin- um fyrr en miðillinn hafi komið úr transi. Þegar augun hafa van- ist birtunni á nýjan leik, sér maö- ur hvar hún situr viö boröið á sviöinu og hallar höfði. Brátt fara um hana smá kippir og hún er aftur komin hingað. Oti bföur upplýst myrkriö. Texti: Guðlaugur Bergmundsson Myndir: Friðþjófur Queenie Nixon útskýrir myndir, sem sýna ummyndunarfyrirbærin. mælt. Stór hluti áhorfenda rfs úr sætum sinum og bregöur sér fram fyrir i smá stund til að losa sig viö umfram vessa úr likamanum. Ef svo illa vildi til, að einhver yrði veikur og þyrfti nauðsynlega að komast út, má sá hinn sami ekki bara standa upp og fara, heldur verður að biðja um leyfi, sem stjórnandi miðilsins veitir. Þaö getur nefnilega verið mjög hættulegt fyrir miðilinn, ef ekki er gætt fyllstu varúðar. Sem bet- ur fer þurfti enginn á slfku aö halda. Nú er allt tilbúið. Miðillinn situr viö borðið og fer að nudda andlit sitt. Grafarþögn ríkir f salnum, svo heyra mætti saumnál detta. Eftir smá stund dettur höfuð miö- ilsins fram og hún er komin 1 trans. Ljósin eru slökkt. Miðillinn ávarpar fólkið og býð- endur teygja fram höfuöiö til að sjá sem best og horfa á drauga- lega upplýst andlitið á sviðinu. Og viti menn, allt f einu fer það af stað, rennur til og frá, og tekur á sig nýjan svip, uns frammi fyrir áhorfendum situr gamall Kin- verji, maður, sem ávarpar gesti á kínverjaensku. Evrópsk kona er allt f einu orðin aö kinverskum manni fyrir framan augun'á okk- ur. Osjálfrátt nuddar maður aug- un til þess að ganga úr skugga um aö ekki séu neinar gufur á sjón- himnunni, en Kinverjinn er alltaf þarna. Það er ekki um að villast. Gamlir menn með vott af yfirskeggi Þá er hægt aö hefjast handa með að koma viðstöddum I sam- band. Það er gert á þann hátt, að einhver kemur til miðilsins (ein- hver að handan) og segir annaö séð almennilega, það er eins og það sé mistur fyrir augunum á mér, en það hverfur smám saman. Um leiö og ég sé vel aft- ur, er allt i lagi meö mig. Og ég veit ekki hvað transinn hefúr varað lengi.” — Hefur einhver kallaö þig svindlara? „Ekki það ég viti, en fullt ai fólki hefur sagt: Ég hélt af þetta væri svindl, þangaö til i kvöld.” Þegar blaðamaður haföi orö á þvi hve margt ungt fólk hafi verið á fundinum, sagði Q. Nixon, að unga fólkiö i dag væri aö leita aö einhverju. Kirkjan hefði brugðist þvi og sömuleiöis stjórnmálin. Unga fólkiö lifir á öld visindanna og það er aö leita að einhverju, sem örvaö gæti hugsanir þeirra. öll trúarbrögð kenni einhvers konar lif eftir dauðann, en fólki bereinungis að trúa þvi, ekki að reyna að komast að þvf og sanna þaö. Miðlar séu eina fólk- ið sem geti sannaö það. Það liggur því beinast við af spyrja Nixon hvernig lifið sé fyrir handan. Hún sagði aö þa’ö væri mjög raunverulegt lff. Fyrir þá, sem eru fyrir handan, er lif þeirra eins áþreifanlegt og okkar lif hér á jörðinni. Úm þaö hvort þar væri unnið eins og hér, sagöi hún aö þar væri mönnum sjálfsagt f sjálfs- vald sett hvað þeir gerðu. Ef hugurinn stefndi til einhvers, sem menn ekki gátu gert i jarð- lifi, gætu menn gert þaðílffinu eftir dauðann. A þvi tilverustigi væri samankomin öll þekking mannsins frá liðnum öldum. Að lokum var hún spurð, hvort hún héldi svona fundi oft. ,,Ég er yfirleitt meö fundi ein- hvers staðar i hverri viku, þvf eftirspurnin er mikil, en samt ekki eins ört og hér (en þá viku, sem hún staldrar við I Reykja- vfk, er hún með fundi upp á hvern dag). Ég var i Svíþjóð ný- lega og fer bráðum til Kairó.” Og þar meö kveöjum viö og höldum aftur út I rigninguna. Húsbyggjendur Húseigendur! Hofið þið kynnt ykkur okkar glæsilega úrval af INNIHURÐUM? Hagstætt verð Greiðsluskilmálar Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf. Iðavöllum 6, Keflavík Sími: 92-3320 .4

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.