Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 9
--helgarpOSÝUrinrL- Föstudagur 21. september 1979 9 GESTAGANGUR Það hefur svo sannarlega verið gestkvæmt hérna hjó okkur i þessum mánuði. Varla hefur liðið sú vika, aö fjölmiðlarnir hafi ekki skýrt frá þvi að konungurinn i Nepal hafi verið hér á ferð og skoöaö Þjóðminjasafnið — að Feisal prins af Saudi-Arabiu hafi heiöraö landið meö nærverusinni og það meira að segja I nokkrar vikur og skoðað Gullfoss og Hollywood — að hér hafi veriö nokkrir meðlimir sjálfs Æösta ráös Sovétrikjanna á ferð i boði Alþingis ogvæntanlega hafa þeir fengiö að sjá Alþingishúsiö og kannski Gullfoss og Geysi þótt litlar sem engar fréttir hafi veriö sagðar af þeirra ferðalagi. Þá mun vist von á sovéskum lista- mönnum, sem heita má árlegur viðburöur og er þaö i samræmi viö þá hefö Sovétmanna aö senda okkur dansara frá Grúsiu og har- monikuleikara að spila undir dansi þeirra en minna er um svo- kallaöa skapandi listamenn, og rithöfund er nafn færi af,minnist sá er þetta ritar ekki aö hafa séö tilgreindan i sUkum listamanna- hópum um langt skeiö. Og gestakomurnar halda á- fram. Um seinustu helgi kom sjálfur utanrikisráöherra Tékkó- slóvakiu f opinbera heimsókn og boði kollega sins Benedikts Grön- dal og þegar þessar linur eru sett- ar á blað er veriö aö segja frá þvi aö ráðherrann hafi gengið . é fund Forseta íslands og Forsætisráö- herra — enda búið aö sýna honum „Gullfoss og Geysi og nokkrar stofnanir I Reykjavik” eins og segir i hinni opinberu tilkynningu um heimsóknina. Meiraum hana siðar. Og eins og allt þetta væri ekki nóg, þá birtust loksins herskipin fimm úr fastaflota Atlantshafs- bandalagsins á ytri höfninni I morgun og voru sólarhring siðar á ferðinni en ráö hafði verið fyrir gert. Raunar skiptir það kannski litlu eða engu máli hvort skip þessi eru hér á feröinni deginum fyrr eða siðar nema kannski fyrir þá, sem þurfa að skipuleggja samkvæmislif sitt vandlega og meö góðum fyrirvara; skyndilega ruglast stundataflan með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Það getur að sönnu verið alvarlegt mál en hitt þykir þeim er þetta ritar vera mun alvarlegra, að bræluskratti skuli hafa komið i veg fyrir aðskipinkæmust hingaö á tilsettum tima. Það setur eigin- lega aö manni hroll þegar maður hugsar til þess að alvara hefði verið á feröum en ekki bara kur- teisisheimsókní Og eins og vera berþá fylgja rússarnir i kjölfariö — tvö rússnesk verksmiðjuskip þurftu endilega að komast til hafnar til þess að „hvila áhafnir sinar” eins og þaö var orðaö i fréttum. Merkilegt að þetta skyldi allt bera upp á einn og sama daginn! Vonandi að allt fari samt friðsamlega fram i bænum meöan sjómennirnir „hvila sig”! Alþingi og æðstaráðið Sjálfsagt góð og gild rök fyr- ir þvi að Alþingi Islendinga telji sjálfsagt o g eölilegt aö þekkjast boö frá þeirri stofnun i Sovétrikj- unum sem þeir kalla „Æösta ráð- ið” kannski vegna þess að leitun mun á öllu meiri hallelúja sam- komu I viðri veröld (nema kannski hjá Kinverjum) — og sendi þangaö fulltrúa sina þegar boð berast og vitanlega býður kurteisisskylda i alþjóölegum samskiptum að endurgjalda slikt boð. Hins vegar minnist sá er þetta ritar ekki að hafa séð þau rök fram sett þótt mann gruni að gagnkvæmir viðskiptahagsmunir komi inn i myndina eins og sagt er. Satt aö segja virðist slikt eiga fremur að vera verkefni viökom- andi stjórnvalda, þ.e. viðskipta- og utanrikisráöuneytis að ræða við Sovétmenn um fisksölur og oliukaupen Alþingis að leggja til menn til sendiferða og móttöku fulltrúastofnunar, sem næsta fátt ef þá yfirhöfuð nokkuö á sameig- inlegt með þingi lýðræöisþjóöar. Raunar er það ekki einungis Al- þingi sem þannig viðurkennir I verki svokallaða fulltrúa Æðsta ráösins sem jafningjaþingmanna okkar heldur einnig samtök eins og Alþýðusamband Islands, sem ekki lætur sig muna um að þekkj- ast boð „Alþýðusambands Sovét- rikjanna” og taka á móti „verka- lýðsleiðtogum” þeirra — leiðtog- um sem harla fátt munu eiga sameiginlegt með þeim Snorra Jónssyni og Guðmundi J. Guð- mundssyni, Guðmundi Garöars- syni og Karli Steinari Guönasyni svo nokkur nöfn séu nefnd. Utanrikisráðherra Tékkóslóvaka Þegar það var tilkynnt I sumar, að von væri hingaö á utanrikis- ráöherra Tékkóslóvakiu var þaö haft eftir gestgjafa hans, Bene- dikt Gröndal aö fleira þyrfti að gera til þess að uppfylla kurteis- isskyldur en skemmtilegt gæti talist. (Undirritaður vitnar til ummæla utanrikisráöherra eftir minni en telur þetta hafa verið inntak þeir ra). Er það mjög skilj- anlegt, einkum þegar haft er I huga að nú standa fyrir dyrum einhver mestu réttarhöld yfir þeim mönnum i Tékkóslóvakiu, sem dirfst hafa að halda uppi gagnrýni á eigin stjórnvöld fyrir að fara ekki aö lögum — hvorki eigin né heldur þeim sem Helsinki samkomulagiö um mannréttindi felur I sér og samþykkt var bæöi af rlkisstjórn okkar og Tékkó- slóvakiu á sinum tima. Hafa menn likt væntanlegum réttar- höldum yfir tuttugumenningun- um svonefndu við sýndarrétt- arhöldin yfir Slansky og félögum hans árið 1953 — þegar hreinsaö var til I „flokknum” að boði yfir- valdanna eöa „æösta ráðsins” i Kreml. Þessi réttarhöld hafa vakið upp mótmæli i flestum vestrænum löndum og menn taliö þaö litla kurteisi gagnvart þeim er þar munu hafa hendur að verja, að taka á móti opinberum tékkneskum sendimönnum og er skemmst að minnast þings Al- þýöusambands Bretlands, sem afþakkaði kærlega nærveru þess- ara „fulltrúa” á samkomusinni I Blackpool fyrir skömmu. Einhvernveginn dettur manni 1 hug að heimsókn annars eins full- trúa heföi verið mótmælt hér á landiaf þeim sem telja sig kjörna og útvalda aö halda uppi merki málfrelsis og mannréttinda með- al okkar en ekkert heyrðist af sliku. Einhvernveginn dettur manni 1 hug að unnt hefði veriö aö skjóta þessari heimsókn á frest með viöeigandi diplómatfskum afsökunum — annir ráöherra — stjórnmálaástandið innanlands o.s.frv. (og kannski væri þar ekki of fast aö orði kveöið) — en þeim er þetta ritar er alveg ómögulegt aö skilja hvaða nauðsyn rak utan- rikisráðherrann okkar til að und- irrita samkomulag ,,um aukna samvinnu á sviði menningar og visinda” með fulltrúa rikisstjórn- £ir, sem ekki veröur betur séö en hafi margbrotiö ákvæði Helsinki- samkomulagsins, sem vitnað var tilhér aö framan —og hyggst þar að auki draga þá þegna sina, sem kjark höfðu til aö mótmæla sliku framferöi, fyrir „lögogdóm”. Er virkilega þörf á þvi fyrir okkur aö „auka samvinnu á sviði menning- ar og visinda” viö slika rikis- stjórn? Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Páll Heiðar Jónssonar — Steinunn Siguröar dóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid 1 dag skrifar Páll Heiðar Jónsson ÞRÝSTIHÓPASAM FÉLAGIÐ Það varö uppi fótur og fit hér i bæ á dögunum þegar leiðarljós bæjarbúa Dagur birti frétt þess efnis að rikið hefði hug á að festa kaup á „ráöhúsi”, okkar Akur- eyringaundir starfsemi nokkurra ráöuneyta. Atti að flytja ráðu- neytiö hingað noröur eða a.m.k. koma upp einhverskonar um- boðsskrifstofúm þeirrasvo spara mætti oss Norðlendingum dýrar og tiöar suðurgöngur. Ekki reyndist þetta þó raunin, heldur var hér um að ræða kaup á aö- stöðu I einu og sama húsi fyrir stofnanir sem þegar eru hér fyrir hendi svo sem embætti bæjar- fógeta, umboð (áhrifalaust) Tryggingastofnunar Rfkisins á lslandi i dag, þaö er aö segja verðbólgubálinu, en ætla veröur að það sé ekki ætlun landsfeðr- anna að nota hitann frá þvi til að bæta mönnum upp haustkuldana. Liklegra er aö þeir hafi einfald- lega misst á þvi tökin. Ekki skal hér fariö út i þaö að reyna að rekja ástæöurnar fyrir hinni gif- urlegu verðbólgu á lslandi, en eitt atriði finnst mér þó rétt að geta um í þessu sambandi og er það hið mikla vald þrýstihópa sem hér viðgengst. Varla er sú stétt eöa starfshópur á lslandi sem ekki reynir að mynda þrýstihóp, og þá gjarnan i formi einhvers- konar áhugamannafélags eða hagsmunafélags. Nýjasta dæmið Akureyrar- póstur frá Reyni Antonssyni o.s.frv. Sama máli gegnir um hina nýju aðstöðu sem Rikisút- varpiö er að koma sér upp hér á Akureyri meðærnum tilkostnaöi, eins og beirri stofnun er annars einni lagið. Það er eins vist aö Út- varp Réykjavlk verði ávarpað á- fram sem fyrr jafnvel þótt sent sé beint út frá Akureyri. Vetur virðist ætla aö setjast i fyrra lagi aö, eftir eitt hiö kaldasta sumar og dimmasta i manna minnum. En sumir kunna þó að geta vermt sig við ylinn af báli þvi sem hvað glaðast brennur um þetta er félag þaö sem popp- tónlistarmenn stofnuðu á dögun- um, aö sjálfsögðu til að knýja á um hagsmuni slna, ekki sist gagnvart rikisvaldinu. Það kann að vera að hlutur Is- ienskra popptónlistarmanna sé fyrir borð borinn til dæmis i' rikis- fjölmiðlunum og þvi sé stofnun félags þessa réttlætanleg. Alla vega er tilkoma þessa nýja þrýstihóps vafalaust ekki jafn hættuleg og sumra annarra. Þaö er til dæmis ófært þegar fámennir hópar manna geta lamað heilar atvinnugreinar eins og t.d. farmenn gerðu I sumar og Graf- lska sveinafélagið á dögunum. Tilvera hinna mörgu þrýstihópa veröur orsök þess að óviöa i vest- rænum löndum er framkvæmda- valdiö jafn veikt og hér á Islandi. Þrýstihóparnir koma aö sumu leyti i stað rikisvaldsins með þeim afleiðingum aö hvorki er hægt ab hafa neina skynsamlega stjórn á efnahagsmálum, fjár- festingarmálum né jafnvel menn- ingarmálum. Ekki hefur hið islenska þrýsti- hópasamfélag aukið félagslega vitund manna nema siöur sé. Ef talað er viö forsvarsmenn ein- hverra félagssamtaka heyrist yfirleitt sama viökvæðið. „Þaö er mikil deyfö yfir félagsstarfinu þessa stundina”. Þá fyrst vakna menn ef hægt er að kria út nokkrar krónur til eigin persónulegra þarfa eða óþarfa, úr sameiginlegum sjóöum þjóðar- innar. Ekki vill þessi einstak- lingshyggjuþjóö aö sjálfsögöu lita við rlkisrekstri i atvinnullfinu. Sérstaklega virðist það eftirsókn- arvertaö reka fyrirtadci meö tapi. Þegar flugfélagið Vængir hætti starfsemi sinni fyrir skömmu var aö þvi látiö liggja aö það væri meöfram vegna þess hve mikið tap væri á þvi að reka innan- landsflug. En viti menn. Þegar flugleyfin voru auglýst laus til umsóknar bárust i einni svipan ekki færri en fimm umsóknir um þau. Þaö hlýtur að vera „Draum- ur að reka með tapi”. Sama má einnig segja um oliufélögin. Þau kveina og kvarta yfir bullandi tapi en ekki eru oliuforstjórarnir neitt sérlega ginnkeyptir fyrir rikisrekstri á tapinu. Til þess eru forstjóralaunin e.t.v. of há. En þegar svo eitthvaö bjátar á er elsku rikismamma aíltaf reiðu- búin að hugga. Annars tók Vængjamálið á sig svolitið skoplega mynd hér fyrir noröan. Þannig er mál með vexti aö Siglfiröingar á leið til Reykja- vflcur geta alls ekki hugsað sér að biöa á Akureyri I svo sem einn til einn og hálfan klukkutima meðan þeir skipta um vél, þvi Akureyr- ingar eru vist svo skelfilegt fólk. Þessvegna mynduöu þeir þrýsti- hóp á landsvisu og herjuöu út nokkur bein flug suður i viku. Ein helsta röksemd þeirra var að Akureyrarflugvöllur lokaöist helst til oft. Þetta kann rétt að vera en það stendur vonandi til bóta, þegar rikiö hættir að toUa sjálft sig svo hægt verði að leysa út hin nýju öryggistæki fyrir flug- vöUinn. Siglfirðingum má einnig benda á það aö fyrir kemur að Reykjavikurflugvöllur sjálfur lokast og þeir geta neyöst tU að þurfa að lenda á þeim skelfilega staö Akureyri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.