Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 5
5 Jie/gárpásturínn Föstudag ur 23. nóvember 1979 Herjólfs ýtti viB honum, baö hann blessaðan að koma uppi farþega- sal, þvi að Baldur Óskarsson væri þar að snúa öllu liðinu á vinnu- staðafundi. Arni reif sig upp úr sjóveikinni og hélt til atlögu við Baldur en viðureigninni virðist hafa lokið með þrátefli eftir blaðadálkum i Mogganum að dæma.... ® Ólafur Ragnar Grimsson er sagöur hafa tekið upp hálfgeröar skæruliöaaBferöir á vinnustaða- fundum. Hann er sagður vera far- inn að tiðka það að mæta á vinnu- staöi, þar sem frambjóðendur annarra flokka hafa boöað komu sina og stela fundunum frá þeim meö þvi að tala og tala og svara siöan fyrirspurnum, svo að mót- frambjóðendurnir komast alls ekki að. Þannig á hann að hafa farið að á fundi i Tollstöðinni, þar sem Birgir tsleifur átti aö vera. Þegar Birgir hins vegar mætti var ólafur kominn i fullan gang, visaði Birgi til sætis og þar mátti hann sitja það sem eftir var fundarins meðan Ólafur lét dæl- una ganga... ^ Arni Johnsen blaðamaður og frambjóöandi D-listans á Suöur- landi og Baldur óskarsson, fram- bjóðandi G-listans eru komnir i hár saman Ut af vinnustaðafundi um borð i m.s. Herjólfi á dögun- um. Aðdragandi þessa vinnu- staðafundar var dálitið skemmti- legur. Arni Johnsen er nefnilega með sjóveikustu mönnum og lá I koju þegar einn af skipverjum ® Menn eru enn að hafa i flimtingum vixlun þeirra Ellerts B. Schramog Péturs Sigurðsson- arásætum á framboöslista Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik. Ein- hverjir hafa verið að rif ja upp aö Ellert hafi verið á sjónum i sum- ar, og þess vegna sé i hæsta máta ósanngjarnt aö hann skuli hafa vikið fyrir sjómanninum, þvi aö miklu skemmra sé siðan Ellert hafi sjálfur verið á sjónum heldur en Pétur Sigurösson... 0 Það vakti athygli þegar spuröist að Friörik Sophusson og EUert B. Schram gerðust plötu- snúðar á diskótekum borgarinn- ar. Andstæðingarnir voru ekki lengi aö snúa þessu kosninga- bragði upp i skens og segja, að þeir hafi svo sem vitaö aö Ellert þyrfti aö leita fyrir sér um nýja vinnu en menn hefðu hins vegar ekki átt von á þvi að Friðrik væri fallinn lika... • Jtíni Stílnes gengur vist vel i Norðurlandskjördæmi og menn eru almennt farnir að spá þvi að hannfáivelyfir 1000atkvæöi. Jón fer a kostum á kosningafund- um fyrirnorðanog segirsagan að hann kalli alltaf helstu andstæð- inga sina Hallaog Ladda og eigi þar við Halldtír Blöndalog Lárus Jtínsson... Oliver Heimsfræg amerísk- ensk verðlaunakvik- mynd í Technicolor og og Panavision. Mynd sem hríf ur unga og aldna. Mynd þessi hlaut sex Oscars-verðlaun 1969: Besta mynd ársins Besta leikstjórn Besta leikdanslist Besta leiksviðsuppsetning Besta útsending tónlistar Besta hljóðupptaka. Aðalhlutverk: Ron Moody, Oliver Reed, Harry Secombe, Shani Wallis og Mark Lester. Sýnd kl. 5 og 9. ® Svo var þaö á kosningafundi i Grundarfirði að þriðji maður sjálfstæðismanna á Vesturlandi, Valdimar Indriðason sté i pontu, vék máli sinu að Bjarnfríði Letís- dóttur öðrum manni Alþýðu- bandalagsins þar, og kvaðst vor- kenna Bjarnfriði að þurfa að vera undir honum Skúla Alexanders- syni en hann skipar þar efsta sæti Allaballana. Bjarnfriði varð ekki svarafátt. Hún stóð upp og kvaðst ekkert hafa á móti þvf að vera undir honum Skúla, svona myndarlegum manni, en hins vegar vorkenndi hún honum Jósep Þorgeirssyni að þurfa aö vera undir honum Friðjtíni Þóröarsyni.. # Annars er það einkennandi i þessari kosningabaráttu núna að allt spaug og öll illkvittni sem lát- in er flakka á mannamótum virð- ist á einhvern hátt á kostnaö Sjálfstæðismanna og kemst Helgarpósturinn ekki hjá þvi aö lýsa eftir andófi af þeirra hálfu. Meira aö segja gamlir brandarar eru heimfæröir upp á þá eins og eftirfarandi saga sýnir: Þaö var meðan stutta þingið sat, að Vil- mundur gekk i þungum þönkum áleiðis að AlþingishUsinu og sem hann gengur framhjá styttu Jtíns Sigurðssonar, heyrist þrumað að ofan: „Strákur, útvegaðu mér hest.” Vilmundibregöuri brún en lætur sem ekkert sé og heldur áfram göngunni. „Strákur ætlarðu ekki að útvega mér hest” heyrist þá hrópað sýnu hærra. Vilmundi er þá ntíg boöiB, tekur til fótanna og hleypur inn i þinghús, beint i flasið á Geir Hall- grímssyni. Geir sér strax að Vil- mur.dierilla brugðið og gengur á hann hvað komið hafi fyrir sem Vilmundur segir honum. ,,Vit- leysaer þetta” segirþá Geirog til aðsýna Vilmundi fram á að þetta sé hugarburöur, leiðir Geir hann sér við hönd út af styttu Jóns for- seta. Þá þrumar röddin: „Strák- ur ég bað um hesten ekki asna”... #Við sögðum frá þvi hér i siðasta blaöi að hingað heföi komið upp vafasamur Svisslend- ingur og boðiö islenskum stjórn- völdum oliu fyrir milligöngu Kristins Finnbogasonar. Kristinn haföi samband við okkur og sagði misskilning aö þessi maður hefði verið á hans vegum heldur hefði hann komið hollenskum kaup- sýslumanni að nafni Hoebericits i samband viö oliunefnd,Hannhefði talið sig hafa olíu að bjóða Islend- ingum en boði hans verið hafnaö, þar sem oliunefndin heföi viljaö skipta beint við rikisstjórnir en ekki einstaklinga. Hollendingur- inn væri kunnur athafnamaður i sinu heimalandi og hinn heið- viröasti maður... ® Visir mun birta úrslit nýrrar skoðanakönnunar i blaðinu I dag. Það sem helst mun setja svip sinn á niður- stöðurnar, er að fólk er fúst til að svara þvi hvaöa menn þaö vilji sjá i forsætisráðherrastólnum að kosningum loknum, hvaöa rfkis- stjórn þaö kjósi helst en vill hins vegar ekki gefa upp hvaöa flokk það hyggist kjósa. Og það verður sennilega þessi stóri hópur sem mun ráða úrslitum kosninganna um næstu helgi... Ný heillandi saga eftir höfund VETRARBARNA DEA TRIERM08CH TANIU 6ÖNGIN „Það er mikill húmanismi og skilningur að baki þessari frásögn... ber að fagna þýðingu og útgáfu hennar... Graflk- myndir höfundar eru margar f bókinni og hver annarri betri, hvort heldur þær eru skoðaðar sem fylgimyndir texta eða sjálfstæð listaverk. Þær einar væru nóg rök til að hvetja alla að eignast þessa bók. Og þá er ógetið þýöingarinnar. Ólöf Eldjárn hefur unnið mikið ágætisverk. Allt laust mál bókarinnar verður að mjög náttúrulegum og fallegum texta...“ H.P./Helgarpósturinn „...mikil saga um örlög fólks og svipting- ar I tlmanum. Það er ekki hægt annað en hafa samúð með persónum bókarinnar vegna þess að höfundurinn gerir þeim sllk skil... Sá hæfileiki Deu Trier Morch sem vió munum úr Vetrarbörnum að geta sagt mikiö með fáum og einföldum orðum nýtur sln vel I Kastanlugöngun- um.“ J.H./Morgunblaðiö Bræðraborgarstig 16 Sími 12923-19156 ■Vlodel TOPP Litsjónvarpstækí á veröi sem á sér ekki hliöstæðu ’ 22“ kr. 542.000.- Staögr. kr. 520.000. 26“ kr. 602.500.- Staögr. kr. 578.500. Engir milliliðir. Ára ábyrgð — 3 ár á myndiampa. Taakin koma í gámum beint frá tramleiðanda. Ekta viðarkassi Paliaander- Teck- Hnota Verzlið beínt við tagmanninn, SJÚNVARPSVIRKINN t»ílTOir«gíg.þ|4nuilu. A ARN ARBAKKA 2 VJi -""71640 iil •aaiaiia silora

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.