Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Blaðsíða 19
Jón óskar rithöfundur sendir frá sér um þessar mundir bók, sem hann kallar „Tyndir snUling- ar”. Er þaö sjötta og siöasta bindiö af endurminningum hans. Hin bindin eru „Fundnir snilling- ar” frá 1969, „Hernáms- áraskáld” frá 1970, „Gangstéttir i rigningu” frá 1971, „Kynsióö kalda striösins” frá 1975 og „Borg drauma minna” frá 1977. Helgarpósturinn ræddi viö Jón Óskar I tilefni útkomu þessarar nýju bókar og spuröi hann fyrst um verkiö i heild. — Þaöfjallar um ákveöiö tima- bil I menningarsögu okkar, tima- biliö frá þvi rétt fyrir seinna striö og fram til 1960, meö skirskotun til okkar tima. Hverer tilgangurinn meö þessu verki? — Það er nú þaö. Hann er margvislegur. Þegar ég byrjaöi var komin fram ný kynslóö skálda og mér fannst tengslin viö fortiöina vera rofin. Ég var 47 ára þegar ég byrjaöi. Sumum þótti ég vera of ungur til aö skrifa endurminningar, en ég leit ekki á þetta sem venju- legar endurminningar. Þetta er ekki nein ævisaga, heldur er ég einungis aö skýra frá reynslu minni af menningarlifinu frá þessum tima. Auk þess langaöi mig til aö leiörétta ýmsar mis- sagnir, sem komnar voru á kreik hjá yngri mönnum, sem skrifuöu um höfunda af minni kynslóð. Þaö átti sérstaklega viö þær nýjungar i ljóðagerð, sem voru i skrifum manna eignaðar Steini Steinarr, og mjög látiö i veðri vaka, að viö sem nefndir vorum atómskáld hefðum einungis verið sporgöngumenn hans, en áhrif hans á okkur hafa mjög verið rangtúlkuð. Þú vilt þá meina að Steinn Steinarr séekki upphafsmaöur aö formbyltingunni i ljóöagerö? — Já, ég hef haldið þvi fram. Það var ekki neinn sérstakur upphafsmaöur. Þetta var eins og oft gerist i listum, aö það eru nokkrir menn sem fara að gera Helgarpósturinn ræðir við Jón Óskar rit- höfund um endurminningabækur hans,en sú síðasta kemur út fyrir jólin' 19 svipaða hluti og fá svipaöar hug- myndir. Þetta geröist á þeim tima þegar íslendingar voru einangraöir á striösárunum. Vegna einangrunar okkar breyttist menningarsambandiö. Það streymdu hingaö bækur frá Bandarikjunum og Bretlandi, en áöur komu bækurnar aöallega frá Norðurlöndum. Ég held aö þetta hafi ekki haft hvaö minnst áhrif, auk þeirra miklu þjóö- félagsbreytinga sem gerðust meö striðinu og hernámi landsins. ts- land var ekki sama land á eftir. Þú segir frá lifi og starfi atóm- skáldanna? — Þetta eru svipmyndir úr llfi skáldanna, en ekki æviþættir þeirra skálda sem minnst er á, það er langt frá þvi. Sumir höf- undar koma meira við sögu en aörir, vegna þess aö ég haföi meira saman viö þá aö sælda og þeir höfðu meiri áhrif á lif mitt. En aðallega fjalla ég um straum- ana og það sem var aö gerast i listunum á þeim tima. Inn á milli eru svipmyndir af skáldum og Reykjavik á þessum árum kaffi- húsalifi og þess háttar. Nú hefur það veriö sagt aö þú sért bitur i þessum bókum þinum. Hvað viltu segja um það? — Það hefur margsinnis veriö klifaö á biturleika, en það er ekki gagnrýni. Ég minnist þess, aö ungur maö- ur, sem haföi lesið eina af þessum bókum, var alveg steinhissa á öllu þessu fjasi um biturleika. Þar sem aðrir sáu biturleika, sá hann kimni. Ég hef frekar reynt I þessum bókum, aö bregöa á þær léttum tóni. Þær eru skrifaöar meö það i huga, aö sem flestir hafi gagn af þeim. En ég segi frá ýmsu sem kemur óþægilega viö suma menn;þeim fellur ekki við þær skoöanir sem ég læt i ljós i bókunum, til dæmis i sambandi við Stein aö ég skuli ekki viöurkenna, aö hann sé höf- undur atómkveðskaparins, þaö hefur farið afskaplega fyrir brjóstið á þeim. Hvert myndir þú telja gildi atómkveðskaparins fyrir okkur? — Þaö er ákaflega erfitt fyrir mig aö segja um þaö. Ég legg ekki dóm á það i þessum bókum, en hitt er jafn greinilegt, aö þessi skáldskapur hefur haft gifurleg áhrif á yngri menn og gerbreytt viðhorfi manna til ljóðagerðar. Það er ekki eins þröngt og áöur, þegar menn vildu alls ekki viöur- kenna, að það gæti heitiö ljóð, sem ekki var stuölaö eða rimað. Er mikill munur á ljóöagerö i dag og þá? — Já, hún hefur breyst ákaf- lega mikiö og þaö er ekki nema hjá sumum, aö hægt er aö merkja áhrif frá atómskáldunum. Við vorum strangari, geröum miklu meiri kröfur en yngri skáldin. Viö glímdum þrotlaust við máliö og formiö. Nú er þetta allt prósaiskara. Okkur heföi fundist aö viö værum aö setja upp prósa i mislangar linur. Nú er oft ort á hversdagslegri hátt og I mörgu er naktari áróöurskveö- skapur. Hver er ástæöan fyrir þessu? — Ég veit J>aö ekki, mér er þaö hreinlega ekki ljóst. Þaö er eitt- hvað I timanum, sem veldur þessu. Þetta eru kannski áhrif frá fjölmiölum og þessum hraöa, sem er rikjandi. Hann hefur sifellt veriö aö aukast. Þá má geta þess að ungir menn eru mjög farnir aö rima aftur og yrkja hálfgerö dægurkvæöi, sem viö heföum kallaö i gamla daga. Viö hugsuö- um kannski meira um aö hlutirnir stæöust i timans rás, en menn hugsa minna um þaö nú á dögum, að þvi er viröist. Hvaö viltu segja almennt um islenskar bókmenntir i dag? — Þær hafa breyst mikiö. Þaö er afar mikiö oröiö af áróöurs- kenndum bókum, sem menn virö- ast rubba upp án þess aö leggja upp úr vandvirkni, t.d. er málið oft slæmt. Svo er áróöurinn oft það barnalegur, að maöur undr- ast svolitiö aö mönnum skuli þykja þaö frambærilegt. Þá er það einkenni nútimans aö ungir höfundarhafa margir afskaplega mikinn meöbyr, jafnvel áður en nokkur veit hvernig þeir geta skrifað. Viö höfðum hins vegar alltaf storminn f fangiö. Ég held að þaö sé slæmt að hafa of mikinn meöbyr. Hitt hafi ver- ið betra, þó það hafi veriö heldur um of. Ertu bjartsýnn á framtið is- lenskra bókmennta? — Já, en ég óttast það mest, aö það sem er verulega gott, veröi helst undir i þessu kapphlaupi út- gefenda um eitthvað æsilegt. En svo viö snúum okkur að þessari bók, sem nú er aö koma út, „Týndir snillingar”, Er hún einhvers konar uppgjör? — Já, þaö má segja þaö. Þessi siðasta bók fjallar aö mestu leyti um áhrif stjórnmálanna á menn- ingarlif þessa tima, á höfunda og á sjálfan mig. Ég haföi alltaf ætlaö aö fjalla um þetta atriöi jafnframt, áhrif þjóömálanna og þjóöfélagsins á sjálfan mig og aðra. En ég sá svo fram á aö hver bók yröi þá miklu tyrfnari og óaögengilegri. Þess vegna vék ég þessu atriöi nokkuö til hliðar i hinum bókunum, meö þaö I huga, aö gera þessu sérstök skil i siöustu bókinni. 1 kynningu bókarinnar segir aö þú flettir ofan af blekkingum? — Þaö er þess eðlis, aö ég lit yfir þessa hluti aftur, endurmet þá og endurskoöa, eins og ég hef gert við skáldskapinn. Til þess þurfti ég aö lesa heil ósköp, endurlesa margt, fletta upp i dag- blöðum og timaritum og þar fram eftirgötunum. Þessi bók nær yfir sama timabil og hinar, um og fram yfir 1960. — Hefur þú látið blekkjast af pólitikinni? — Já, vissulega. Bæði ég og fleiri létum blekkjast af kommúnismanum i Rússlandi og ýmsum skrifum manna hérna, sem predikuðu þá hluti. Þaö má segja, aö þaö hafi verið hin mikla blekking þessara tima. Nú eru hins vegar aðrar blekkingar, sem ungt fólk e.t.v. ekki áttar sig á. Það getur verið lærdómsrikt fyrir það að sjá rifjaða upp svona hluti. Hefurðu þá snúiö baki viö sósialismanum? — Sósialismi er ekki sama og marxismi. Ég hef snúiö baki viö marxismanum án þess aö leggj- ast á sveif með ihaldinu. Hverjir eru týndir snillingar? — Týndir snillingar á ekki viö þau skáld, sem maöur var að uppgötva i fyrstu bókinni, heldur á þaö viö stjórnmálamenn, sem héldu að þeir væru miklir snill- ingar. — GB Gösta Ekman sem Picasso i gamanmynd Laugarásbiós, Ævintýri Picassos. Laugarásbió: Ævintýri Picassos (Picassos aventyr) Sænsk. Argerð 1978. Handrit og leikstjórn: Hans Alfredsson og Tage Danielsson. Aöalhlutverk Gösta Ekman, Per Oscarsson o.fl. Þaö er margt sem sundrar sænsku þjóöinni: Sumir eru Robert De Niro ogLizaMineili, hiö ástfangna par I New York New York. Tónabió: New York, New York. Bandarlsk. Argerö 1977. Leik- stjóri: Martin Scorsese. Handrit: Earl Mac Rauch og Mardik Martin. Aöalhlutverk Robert De Niro og Liza Minelli. Þetta er mynd um ástir hljómlistarfólks á fjóröa ára- Hasse og Tage og Picasso — góðir gestir í skammdeginu hallir undir Fálldin forsætisráö- herra, aðrir undir Ólaf Pálma, sumir eru konunghollir, aðrir hafa kóngsa aö háöi og spéi, sumir vilja fleiri kjarnorkuver, aörir eru á móti öllu kjarnorku- brölti — en um eitt eru þó allir Svíar sammála, þaö er aö skemmtilegustu menn Sviþjóö- ar ( og þar meö heimsins) séu þeir Tage og Hasse. Hans Alfredsson og Tage Danielsson njóta meiri lýSiylli i Sviþjóö en nokkrir aörir menn, aö meðtöldum fótboltahetjum, pólitikusum, filmstjörnum og SUviu drottningu. Þeir hafa lagt gjörva hönd á margt, samiö skemmtiþætti, reviur, gefiö út hljómplötur, skrifaö bækur og gert kvikmyndir. Þaö sem ein- kennir flest verk þeirra er, aö öllu þeirra gamni fylgir jafnan nokkur alvara, þvi þeir félagar erubáöir á vinstri væng stjórn- málanna og gagnrýna margt þaö, sem þeim finnst miöur far- iö i velferöarrikinu Sviþjóö. Hingaö til hefur frægö þeirra litt náö út fyrir landamæri Sviþjóöar, en nú virðist sem myndin „Ævintýri Picassos” ætli aö bera hróður þeirra viöa og er þaö vel, þvi þótt flestar þjóöir séu sjálfum sér nógar um menn, sem fela afglapahátt sinn bakviö alvarlegt fas (til dæmis þegar kosningar nálgast) þá er litiö um menn sem geta komiö alvarlegum boðskap til skila meö brosi á vör. „ÆvintýriPicassos” er fjörug mynd, þar sem lýst er upp- diktuöum æviferli mikils málara. Þarna er afar frjáls- lega fariö meö sannleikann, „tusen kárleksfulla lögner”, segja þeir félagar sjálfir um mynd sina. Gösta Ekman einn helsti leikari Svia, fer meö hlut- verk Picassos af mikilli snUld og Hans Alfredsson leikur hinn tæknisinnaöa fööur málarans. Einnig koma þarna viö sögu fjölmargar frægar persónur, svo sem Apollinaire (Per Oscarsson), Henri Rousseau (Lennart Nyman) , dr. Alfred ScfM-’eitzer (Sven Lindberg), Salvador Dali (Ulf von Zweig- berg) og þær stöllur Gertrude Stein og AJice B. Toklas I stór- kostlegri túlkun ensku leikaranna Bernand Cribbins og Wflfrid Brambell. Ekki er ástæöa til aö rekja hér söguþráðinn, en þaö gerist margt og flest meö ólikindum. Það er ánægjulegt, aö þeir Hasseog Tage skuli vera mættir til aö stytta okkur stundir i skammdeginu. Kannski þeim takist lika aö afsanna þá kenn- ingu aö Sviar (og einkum og sér i lagi vinstrimenn) séu leiðin- legir. -ÞB. » Jll Kvikmyndir eftir Guðjón Arngrímsson og Þráln Bertelsson n wr MIKILL JAZZ tugnum. Eöa kannski um fjórða áratuginn, eins og hann lagði sig. Það er ekki gott aö segja. Hún hefst á þvi að saxafónleik- arinn Jimmy Doyle hittir söng- konuna Francine Evans á griöarmiklum dansleik i New York á slöasta degi striösins. Þau veröa ástfangin, spila , saman i hljómsveit, fara I hljómleikaferðalag, giftast, eignast barn, skilja, taka saman,skilja, hún verður fræg Hollywoodstjarna og hann eignast góöan jazzklúbb. Og i lokin liggja leiðir þeirra svo aftur saman, eftir margra ára viöskilnaö. Þetta er svosum ekki mikil saga aö segja, og Martin Scor- sese viröist eiginlega nota hana sem undirstöðu, til aö byggja á lýsingu á llfi hljómlistarfólks á árunum eftir strlö, þegar Big Böndin voru allsráðandi, — og fram á fimmta áratuginn þegar Bepop jazzinn tók við, Sú lýsing er ósköp vel gerö, eftir þvi sem næst veröur komist af manni sem ekki þekkti þaö timabil. Laszlo Kovacs, kvikmynda- tökumaöurinn beitir gamaldags aöferðum i sinu starfi, og brúnni og lauðri áferö á litunum eins og þá tiökaöist stundum. Uppá gamla mátann eru llka nokkrar útisenur augljóslega teknar inni i stúdioi. Þetta eru allt sniöug fiff sem gaman er aö fylgjast meö. En þegar tæknibrellur eru farnar aö vekja meiri áhuga en sjálf sagan á tjaldinu hlýtur eitthvaö aö vera aö. Fyrir þaö fyrsta: Myndin er tveggja og hálfstíma löng, og stór hluti þess tima er lagður undir tónlist. Ég hef ekki gaman af þessari Big Band tón- list til lengdar (og hér er hún til lengdar),og þaöeitt hefuráhrif. t öðru lagi er handritiö sjálft fremur veikt. Þótt mörg sam- talanna séu smellin, og leik- urinn góöur tekst ekki aö vekja samúö meö aöalsöguhetjunum. Spurningin er hvort þau eiga saman, og/eða hvort sé mikil- vægara fyrir þau, það samband eöa tónlistin. Þetta eru góöar spurningarútaf fyrir sig, enein- hvernveginn veröur áhuginr fyrir svarinu ekki nægilegur. Leikur Robert De Niro I ööru aöalhlutverkinu er þaö sem hæst ber I myndinni, en þaö viröist alveg sama hvaö sá maöur tekur sér fyrir hendur — hann skilar alltaf meistara- stykkjum. Vinnubrögö hans þykja einnig til fyrirmyndar, hann lét sig t.d. hafa þaö aö læra undirstöðuatriöi saxafónleiks fyrir þessa mynd. 1 New York, New York, er sama til hvers er ætlast af honum, að hann sé fyndinn, örvæntingafullur, öskureiöur, glaður og sorg- mæddur — og hann leikur sér aö öllum tilfinningastiganum. Liza Minelli er ekki slæm heldur, en alltaf finnst mér broslegt þegar hver karlmaöurinn á eftir öðrum kemur og hrósar henni fyrir ómótstæöilega fegurö. New York, New York er ekki siöur mynd um tlmabil, en um persónur á timabilinu, og þaö er sennilega fyrst og fremst af skorti á umhyggju fyrir fólkinu sinu, aö Martin Scorsese tekst ekki sem skyldi. Engu aö siöur er þetta mjög forvitnileg mynd, og í henni eru perlur. Jazz- áhugamenn ættu aö minnsta kosti aö fá eitthvað fyrir sinn snúö. GA.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.